„Þetta snýst bara um skynsemi“ Jón Þór Stefánsson skrifar 13. desember 2023 20:45 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, líkir ástandinu við lélega bíómynd. Vísir/Vilhelm Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair og stjórnarmaður í Samtökum atvinnulífsins, segir verkfall flugumferðarstjóra, sem hefst á ný í nótt, búa til aðstæður sem minni á lélega bíómynd. „Til skemmri tíma eru áhrifin veruleg. Á morgun eru sex flugumferðarstjórar að loka landinu í nótt og á morgun. Þetta hefur áhrif á sextíu flugferðir hjá okkur og um það bil 8300 farþega, sem eru flestir að leið að hitta ástvini og fjölskyldu, eða á leið í langþráð frí sem er kannski búið að safna fyrir allt árið. Þetta hefur veruleg á þetta fólk.“ Bogi segir tímasetninguna „hrikalega óheppilega“ rétt fyrir jól og eftir áskoranir á borð við Covid, erfiðleika á Reykjanesbrautinni, og jarðhræringar á Reykjanesskaga. Aðspurður um hver beri ábyrgð á deilunni viðurkennir Bogi að það séu samningsaðilar. „En við erum stödd á Íslandi í dag, og það er ákveðið ástand á Íslandi. Það er mjög há verðbólga og háir vextir. Við viljum öll komast úr þeirri stöðu. Við komumst ekki úr henni nema fyrirtækin ráði við launahækkanir, að þær séu ekki umfram framleiðni þeirra. Þetta snýst bara um skynsemi.“ Morgunblaðið greindi frá því í morgun að Félag íslenskra flugumferðastjóra krefðist 25 prósenta launahækkunar. Arnar Hjálmsson, formaður félagsins, hafnaði því í samtali við fréttastofu. „Við erum ekki að biðja um 25 prósent launahækkun. Það getur vel verið að SA geti leikið sér að þessum tölum eins og þeir vilja, og fengið út 25 prósent með því að leggja þær allar saman,“ sagði Arnar Bogi virðist lesa úr þessum ummælum að kröfurnar væru um það bil 25 prósent launahækkun, og segir að kerfið ráði ekki við slíka hækkun. „Þetta er fáránleg staða að vera í núna, eftir allt sem á undan er gengið.“ Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Icelandair Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Sjá meira
„Til skemmri tíma eru áhrifin veruleg. Á morgun eru sex flugumferðarstjórar að loka landinu í nótt og á morgun. Þetta hefur áhrif á sextíu flugferðir hjá okkur og um það bil 8300 farþega, sem eru flestir að leið að hitta ástvini og fjölskyldu, eða á leið í langþráð frí sem er kannski búið að safna fyrir allt árið. Þetta hefur veruleg á þetta fólk.“ Bogi segir tímasetninguna „hrikalega óheppilega“ rétt fyrir jól og eftir áskoranir á borð við Covid, erfiðleika á Reykjanesbrautinni, og jarðhræringar á Reykjanesskaga. Aðspurður um hver beri ábyrgð á deilunni viðurkennir Bogi að það séu samningsaðilar. „En við erum stödd á Íslandi í dag, og það er ákveðið ástand á Íslandi. Það er mjög há verðbólga og háir vextir. Við viljum öll komast úr þeirri stöðu. Við komumst ekki úr henni nema fyrirtækin ráði við launahækkanir, að þær séu ekki umfram framleiðni þeirra. Þetta snýst bara um skynsemi.“ Morgunblaðið greindi frá því í morgun að Félag íslenskra flugumferðastjóra krefðist 25 prósenta launahækkunar. Arnar Hjálmsson, formaður félagsins, hafnaði því í samtali við fréttastofu. „Við erum ekki að biðja um 25 prósent launahækkun. Það getur vel verið að SA geti leikið sér að þessum tölum eins og þeir vilja, og fengið út 25 prósent með því að leggja þær allar saman,“ sagði Arnar Bogi virðist lesa úr þessum ummælum að kröfurnar væru um það bil 25 prósent launahækkun, og segir að kerfið ráði ekki við slíka hækkun. „Þetta er fáránleg staða að vera í núna, eftir allt sem á undan er gengið.“
Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Icelandair Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Sjá meira