„Þau björguðu bókstaflega lífi mínu“ Samúel Karl Ólason skrifar 13. desember 2023 17:38 Hunter Biden, sonur Joe Biden, fyrir utan þinghús Bandaríkjanna í dag. AP/Mariam Zuhaib Hunter Biden, sonur Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, mætti ekki á fund eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag. Þess í stað hélt hann blaðamannafund fyrir utan þinghúsið þar sem hann sakaði þingmenn Repúblikanaflokksins um að óheiðarleika. Repúblikanar höfðu krafist þess að hann mætti á lokaðan nefndarfund í dag. Hann svaraði og sagðist eingöngu ætla að mæta á opinn fund, þar sem Repúblikanar hefðu ítrekað logið um sig þeim væri ekki treystandi til að segja satt og rétt frá hvað fram færi á lokuðum fundi. Því höfnuðu Repúblikanar og stefndu þeir Hunter, sem ákvað að mæta ekki. „Repúblikanar vilja ekki opið ferli þar sem Bandaríkjamenn geta séð aðferðir þeirra, opinberað stoðlausa rannsókn þeirra eða heyra hvað ég hef að segja,“ sagði Hunter Biden fyrir utan þinghúsið í dag. Hann viðurkenndi að hafa gert mistök sagðist bera ábyrgð á þeim. Hann sagði Repúblikana þó hafa logið um sig í pólitískum tilgangi. „Þegar ég barðist við fíkn, voru foreldrar mínir mér til staðar. Þau björguðu bókstaflega lífi mínu,“ sagði Hunter. Hann sagðist aldrei geta endurgoldið þeim aðstoðina og þar að auki myndu þau aldrei búast við slíku. „Í hyldýpi fíknar minnar var ég gífulega óábyrgur með fjármuni mína. En að leggja til að það sé grunnur til ákæru fyrir embættisbrot er fáránlegt. Það er skammarlegt,“ sagði hann. Hunter sagði ekkert styðja þær ásakanir að faðir hans hefði tengst viðskiptum hans á nokkurn hátt, því það væri sannleikurinn. Hunter sakaði Repúblikana um að hafa brotið á friðhelgi einkalífs hans og níðst á honum í sex ár með því markmiði að koma höggi á föður hans. Hann sagði þá hafa hæðst að baráttu hans við fíknina, gert lítið úr bata hans og reynt að lítillægja hann á almannafæri. Meðal annars hafa Repúblikanar sýnt nektarmyndir af Hunter Biden á opnum nefndarfundum, sem teknar voru af tölvu sem hann ku hafa gleymt að sækja í viðgerð þegar hann var í neyslu. „Allt til að reyna að smána eða skaða föður minn, sem hefur varið ævi sinn í almannaþjónustu,“ sagði Hunter. Var í mikilli neyslu Hunter Biden var á árum áður í mikilli neyslu og var nýverið ákærður vegna ásakana um að hann hefði svikist um að greiða 1,4 milljónir dala í skatt á árunum 2016 til 2019. Þá var hann áður ákærður fyrir að hafa logið á eyðublaði vegna byssukaupa , þar sem hann hakaði við að hann væri ekki í neyslu, sem var ekki rétt. Sjá einnig: Sagður hafa eytt fúlgum fjár í vændiskonur og lúxuslíf Repúblikanar hafa varið mörgum mánuðum og jafnvel árum í að rannsaka Hunter og Joe Biden. Þeir hafa ítrekað haldið því fram að Joe Biden hafi hagnast á viðskiptum Hunters á erlendri grundu og tekið við mútum gegnum fjölskyldumeðlimi sína. Leiðtogar rannsóknarinnar hafa haldið því fram í viðtölum við Fox og aðra íhaldsmiðla að Biden sé jafnvel spilltasti forseti sögunnar. Þrátt fyrir það hafa þeir ekki getað sýnt fram á neinar vísbendingar sem styðja ásakanir þeirra. Óheiðarleg framsetning á ávísunum Í lok nóvember héldu leiðtogar rannsóknarinnar blaðamannafund þar sem þeir sýndu ávísanir sem Joe Biden hafði fengið frá mágkonu sinni. James Comer, yfirmaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildarinnar sagði á fundinum að Repúblikanar hefðu fundið vísbendingar um að Joe Biden hefði tekið við peningum sem hefðu verið þvættaðir í Kína frá mágkonu sinni. Þessir fjármunir hefðu verið fengnir af fjölskyldumeðlimum hans með því að hagnast á Biden-nafninu. Hið rétta er að þann 28. júlí 2017 sendi Joe Biden, sem þá var óbreyttur borgari og sat ekki í opinberu embætti, bróður sínum James og konu hans Söru fjörutíu þúsund dali. Nokkrum vikum síðar skrifaði Sara ávísun til Bidens upp á fjörutíu þúsund dali, sem á stóð endurgreiðsla láns. Þann 3. janúar 2018 sendi Biden þeim hjónum aftur peninga og nú tvö hundruð þúsund dali. Það lán var endurgreitt, eins og það fyrra, nokkrum vikum síðar eða þann 1. mars. Fjörutíu þúsund dala ávísunin til Bidens var skrifuð skömmu eftir að ráðgjafafyrirtæki sem James Biden leiðir fékk 150 þúsund dali frá félagi í eigu Hunters. Það félag hafði viku áður fengið fjögur hundruð þúsund dali sem taldir eru hafa komið að hluta til frá kínversku orkufyrirtæki. Þessar endurgreiðslur eru fjármunirnir sem Comer segir að hafi verið þvættaðir í Kína. Ávísunin var frá mágkonu Bidens og var endurgreiðsla á láni. Joe Biden fékk ekki peningana frá Kína. Í greininni hér að neðan er farið ítarlega yfir nokkar af ásökunum Repúblikana gegn Joe og Hunter Biden. Þegar blaðamenn Washington post sýndu Comer gögn sem sýndu að tvö hundruð þúsund dala endurgreiðslan til Joe Biden hefði ekki komið frá Kína, sakaði þingmaðurinn lögmannafyrirtæki forsetans um fjárþvætti, án þess að hafa nokkuð fyrir sér um slíkt. Þá sýndu Repúblikanar aðrar ávísanir fyrr í desember, sem þeir sögðu sanna að Joe Biden hefði tekið við mánaðarlegum greiðslum frá Hunter, á sama tíma og sá síðarnefndi var í neyslu og átti í viðskiptum í Kína og víðar. Comer staðhæfði þá að ávísanirnar sýndu fram á að Joe Biden hefði vitað af og tekið þátt í tilraunum Hunter til að græða peninga á nafni sínu. Var að borga fyrir bíl Þessar mánaðarlegu greiðslur voru gerðar í september, október og nóvember 2018, þegar Joe Biden var ekki í opinberu embætti. Þar að auki voru greiðslurnar upp á 1.380 dali hver og var Hunter Biden að endurgreiða föður sínum fyrir bíl sem Joe Biden hafði keypt fyrir Hunter og verið með á sínu nafni, þar sem Hunter var í mikilli neyslu og skuldaði mikið á þeim tíma. Heildarupphæðin var 4.140 dalir, sem samsvarar á gengi dagsins í dag um það bil 580 þúsund krónum. Abbe Lowell, lögmaður Hunters, sendi þá út yfirlýsingu þar sem hann sakaði Comer um að segja ósatt, enn eina ferðina, til að reyna að endurlífga falska rannsókn sína. „Sannleikurinn er sá að faðir Hunters hjálpaði honum þegar hann átti í fjárhagsvandræðum vegna fíknar sinnar og gat ekki keypt sér bíl sjálfur. Þegar Hunter gat, endurgreiddi hann föður sínum og tók við greiðslunum sjálfur,“ sagði Lowell. Blaðamenn gengu á Comer á blaðamannafundi í dag um ávísanirnar sem hann hefur staðhæft um að undanförnu en sjá má samskiptin hér að neðan. this isn't going well for Comer pic.twitter.com/S4ZzUc55Wz— Aaron Rupar (@atrupar) December 13, 2023 Repúblikanar ætla að greiða atkvæði um formlega rannsókn þeirra á meintum embættisbrotum Joe Biden í kvöld. Joe Biden Bandaríkin Tengdar fréttir Segir engan hafa staðið í vegi rannsóknar á Hunter Biden David Weiss, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem haft hefur Hunter Biden, son Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, til rannsóknar, segir embættismenn ekki hafa staðið í vegi sér. Hann sagðist hafa fullt yfirráð yfir rannsókninni og enginn hefði reynt að grípa fram fyrir hendurnar á sér. 7. nóvember 2023 22:08 Lítið nýtt á „hörmulegum“ fundi um Biden Repúblikanar héldu í gær fyrsta nefndarfundinn um rannsókn þeirra á Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, varðandi mögulega ákæru fyrir embættisbrot. Fundurinn stóð yfir í rúma sex tíma en ekkert nýtt kom fram sem gaf til kynna að Biden hefði brotið af sér í starfi eða væri sekur um spillingu. 29. september 2023 11:04 Hunter Biden ákærður Alríkissaksóknarar hafa gefið út ákæru á hendur Hunter Biden, syni Joe Biden Bandaríkjaforseta, þar sem hann er sagður hafa komist ólöglega yfir skotvopn í október árið 2018, eftir að hafa logið til um að neyta ekki né vera háður fíkniefnum. 15. september 2023 07:10 Hefja formlega rannsókn á Biden Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, tilkynnti í dag að opnuð yrði formleg rannsókn sem beinist að Joe Biden, forseta, og ætlað væri að kanna hvort tilefni væri til að ákæra hann fyrir embættisbrot. Rannsóknin á að beinast að viðskiptaumsvifum fjölskyldu Bidens. 12. september 2023 20:17 Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira
Repúblikanar höfðu krafist þess að hann mætti á lokaðan nefndarfund í dag. Hann svaraði og sagðist eingöngu ætla að mæta á opinn fund, þar sem Repúblikanar hefðu ítrekað logið um sig þeim væri ekki treystandi til að segja satt og rétt frá hvað fram færi á lokuðum fundi. Því höfnuðu Repúblikanar og stefndu þeir Hunter, sem ákvað að mæta ekki. „Repúblikanar vilja ekki opið ferli þar sem Bandaríkjamenn geta séð aðferðir þeirra, opinberað stoðlausa rannsókn þeirra eða heyra hvað ég hef að segja,“ sagði Hunter Biden fyrir utan þinghúsið í dag. Hann viðurkenndi að hafa gert mistök sagðist bera ábyrgð á þeim. Hann sagði Repúblikana þó hafa logið um sig í pólitískum tilgangi. „Þegar ég barðist við fíkn, voru foreldrar mínir mér til staðar. Þau björguðu bókstaflega lífi mínu,“ sagði Hunter. Hann sagðist aldrei geta endurgoldið þeim aðstoðina og þar að auki myndu þau aldrei búast við slíku. „Í hyldýpi fíknar minnar var ég gífulega óábyrgur með fjármuni mína. En að leggja til að það sé grunnur til ákæru fyrir embættisbrot er fáránlegt. Það er skammarlegt,“ sagði hann. Hunter sagði ekkert styðja þær ásakanir að faðir hans hefði tengst viðskiptum hans á nokkurn hátt, því það væri sannleikurinn. Hunter sakaði Repúblikana um að hafa brotið á friðhelgi einkalífs hans og níðst á honum í sex ár með því markmiði að koma höggi á föður hans. Hann sagði þá hafa hæðst að baráttu hans við fíknina, gert lítið úr bata hans og reynt að lítillægja hann á almannafæri. Meðal annars hafa Repúblikanar sýnt nektarmyndir af Hunter Biden á opnum nefndarfundum, sem teknar voru af tölvu sem hann ku hafa gleymt að sækja í viðgerð þegar hann var í neyslu. „Allt til að reyna að smána eða skaða föður minn, sem hefur varið ævi sinn í almannaþjónustu,“ sagði Hunter. Var í mikilli neyslu Hunter Biden var á árum áður í mikilli neyslu og var nýverið ákærður vegna ásakana um að hann hefði svikist um að greiða 1,4 milljónir dala í skatt á árunum 2016 til 2019. Þá var hann áður ákærður fyrir að hafa logið á eyðublaði vegna byssukaupa , þar sem hann hakaði við að hann væri ekki í neyslu, sem var ekki rétt. Sjá einnig: Sagður hafa eytt fúlgum fjár í vændiskonur og lúxuslíf Repúblikanar hafa varið mörgum mánuðum og jafnvel árum í að rannsaka Hunter og Joe Biden. Þeir hafa ítrekað haldið því fram að Joe Biden hafi hagnast á viðskiptum Hunters á erlendri grundu og tekið við mútum gegnum fjölskyldumeðlimi sína. Leiðtogar rannsóknarinnar hafa haldið því fram í viðtölum við Fox og aðra íhaldsmiðla að Biden sé jafnvel spilltasti forseti sögunnar. Þrátt fyrir það hafa þeir ekki getað sýnt fram á neinar vísbendingar sem styðja ásakanir þeirra. Óheiðarleg framsetning á ávísunum Í lok nóvember héldu leiðtogar rannsóknarinnar blaðamannafund þar sem þeir sýndu ávísanir sem Joe Biden hafði fengið frá mágkonu sinni. James Comer, yfirmaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildarinnar sagði á fundinum að Repúblikanar hefðu fundið vísbendingar um að Joe Biden hefði tekið við peningum sem hefðu verið þvættaðir í Kína frá mágkonu sinni. Þessir fjármunir hefðu verið fengnir af fjölskyldumeðlimum hans með því að hagnast á Biden-nafninu. Hið rétta er að þann 28. júlí 2017 sendi Joe Biden, sem þá var óbreyttur borgari og sat ekki í opinberu embætti, bróður sínum James og konu hans Söru fjörutíu þúsund dali. Nokkrum vikum síðar skrifaði Sara ávísun til Bidens upp á fjörutíu þúsund dali, sem á stóð endurgreiðsla láns. Þann 3. janúar 2018 sendi Biden þeim hjónum aftur peninga og nú tvö hundruð þúsund dali. Það lán var endurgreitt, eins og það fyrra, nokkrum vikum síðar eða þann 1. mars. Fjörutíu þúsund dala ávísunin til Bidens var skrifuð skömmu eftir að ráðgjafafyrirtæki sem James Biden leiðir fékk 150 þúsund dali frá félagi í eigu Hunters. Það félag hafði viku áður fengið fjögur hundruð þúsund dali sem taldir eru hafa komið að hluta til frá kínversku orkufyrirtæki. Þessar endurgreiðslur eru fjármunirnir sem Comer segir að hafi verið þvættaðir í Kína. Ávísunin var frá mágkonu Bidens og var endurgreiðsla á láni. Joe Biden fékk ekki peningana frá Kína. Í greininni hér að neðan er farið ítarlega yfir nokkar af ásökunum Repúblikana gegn Joe og Hunter Biden. Þegar blaðamenn Washington post sýndu Comer gögn sem sýndu að tvö hundruð þúsund dala endurgreiðslan til Joe Biden hefði ekki komið frá Kína, sakaði þingmaðurinn lögmannafyrirtæki forsetans um fjárþvætti, án þess að hafa nokkuð fyrir sér um slíkt. Þá sýndu Repúblikanar aðrar ávísanir fyrr í desember, sem þeir sögðu sanna að Joe Biden hefði tekið við mánaðarlegum greiðslum frá Hunter, á sama tíma og sá síðarnefndi var í neyslu og átti í viðskiptum í Kína og víðar. Comer staðhæfði þá að ávísanirnar sýndu fram á að Joe Biden hefði vitað af og tekið þátt í tilraunum Hunter til að græða peninga á nafni sínu. Var að borga fyrir bíl Þessar mánaðarlegu greiðslur voru gerðar í september, október og nóvember 2018, þegar Joe Biden var ekki í opinberu embætti. Þar að auki voru greiðslurnar upp á 1.380 dali hver og var Hunter Biden að endurgreiða föður sínum fyrir bíl sem Joe Biden hafði keypt fyrir Hunter og verið með á sínu nafni, þar sem Hunter var í mikilli neyslu og skuldaði mikið á þeim tíma. Heildarupphæðin var 4.140 dalir, sem samsvarar á gengi dagsins í dag um það bil 580 þúsund krónum. Abbe Lowell, lögmaður Hunters, sendi þá út yfirlýsingu þar sem hann sakaði Comer um að segja ósatt, enn eina ferðina, til að reyna að endurlífga falska rannsókn sína. „Sannleikurinn er sá að faðir Hunters hjálpaði honum þegar hann átti í fjárhagsvandræðum vegna fíknar sinnar og gat ekki keypt sér bíl sjálfur. Þegar Hunter gat, endurgreiddi hann föður sínum og tók við greiðslunum sjálfur,“ sagði Lowell. Blaðamenn gengu á Comer á blaðamannafundi í dag um ávísanirnar sem hann hefur staðhæft um að undanförnu en sjá má samskiptin hér að neðan. this isn't going well for Comer pic.twitter.com/S4ZzUc55Wz— Aaron Rupar (@atrupar) December 13, 2023 Repúblikanar ætla að greiða atkvæði um formlega rannsókn þeirra á meintum embættisbrotum Joe Biden í kvöld.
Joe Biden Bandaríkin Tengdar fréttir Segir engan hafa staðið í vegi rannsóknar á Hunter Biden David Weiss, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem haft hefur Hunter Biden, son Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, til rannsóknar, segir embættismenn ekki hafa staðið í vegi sér. Hann sagðist hafa fullt yfirráð yfir rannsókninni og enginn hefði reynt að grípa fram fyrir hendurnar á sér. 7. nóvember 2023 22:08 Lítið nýtt á „hörmulegum“ fundi um Biden Repúblikanar héldu í gær fyrsta nefndarfundinn um rannsókn þeirra á Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, varðandi mögulega ákæru fyrir embættisbrot. Fundurinn stóð yfir í rúma sex tíma en ekkert nýtt kom fram sem gaf til kynna að Biden hefði brotið af sér í starfi eða væri sekur um spillingu. 29. september 2023 11:04 Hunter Biden ákærður Alríkissaksóknarar hafa gefið út ákæru á hendur Hunter Biden, syni Joe Biden Bandaríkjaforseta, þar sem hann er sagður hafa komist ólöglega yfir skotvopn í október árið 2018, eftir að hafa logið til um að neyta ekki né vera háður fíkniefnum. 15. september 2023 07:10 Hefja formlega rannsókn á Biden Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, tilkynnti í dag að opnuð yrði formleg rannsókn sem beinist að Joe Biden, forseta, og ætlað væri að kanna hvort tilefni væri til að ákæra hann fyrir embættisbrot. Rannsóknin á að beinast að viðskiptaumsvifum fjölskyldu Bidens. 12. september 2023 20:17 Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira
Segir engan hafa staðið í vegi rannsóknar á Hunter Biden David Weiss, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem haft hefur Hunter Biden, son Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, til rannsóknar, segir embættismenn ekki hafa staðið í vegi sér. Hann sagðist hafa fullt yfirráð yfir rannsókninni og enginn hefði reynt að grípa fram fyrir hendurnar á sér. 7. nóvember 2023 22:08
Lítið nýtt á „hörmulegum“ fundi um Biden Repúblikanar héldu í gær fyrsta nefndarfundinn um rannsókn þeirra á Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, varðandi mögulega ákæru fyrir embættisbrot. Fundurinn stóð yfir í rúma sex tíma en ekkert nýtt kom fram sem gaf til kynna að Biden hefði brotið af sér í starfi eða væri sekur um spillingu. 29. september 2023 11:04
Hunter Biden ákærður Alríkissaksóknarar hafa gefið út ákæru á hendur Hunter Biden, syni Joe Biden Bandaríkjaforseta, þar sem hann er sagður hafa komist ólöglega yfir skotvopn í október árið 2018, eftir að hafa logið til um að neyta ekki né vera háður fíkniefnum. 15. september 2023 07:10
Hefja formlega rannsókn á Biden Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, tilkynnti í dag að opnuð yrði formleg rannsókn sem beinist að Joe Biden, forseta, og ætlað væri að kanna hvort tilefni væri til að ákæra hann fyrir embættisbrot. Rannsóknin á að beinast að viðskiptaumsvifum fjölskyldu Bidens. 12. september 2023 20:17