Mál konunnar sem féll á bakkanum fer ekki lengra Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. desember 2023 13:56 Borgin telur málið fordæmisgefandi en Hæstiréttur fellst ekki á það. Reykjavíkurborg Hæstiréttur hefur hafnað beiðni um áfrýjunarleyfi vegna dóms Landsréttar í máli konu sem borginni hefur verið gert að greiða skaðabætur fyrir líkamstjón sem hún varð fyrir þegar hún féll á sundlaugarbakk í Sundhöll Reykjavíkur. Konan rann til á mottu sem hafði verið komið fyrir á bakkanum við útilaug Sundhallarinnar þann 6. desember 2018 að kvöldlagi þegar hún var á gangi frá kvennaklefa Sundhallarinnar í átt að heitum potti sem er á útisvæði samsíða útilauginni. Þegar konan gekk eftir blárri mottu sem komið hafði verið fyrir á gönguleiðinni hennar illi vaðlaugar og sundlaugarinnar skrikaði henni fótur og hún féll. Upprunalega féll héraðsdómur ekki á að sleipa sem varð konunni að falli hafi verið eðlileg þannig að fall hennar verði talið hafa átt sér stað vegna óhappatilviljunar. Því hafi ekkert komið fram í málinu sem hafi skotið stoðum undir málatilbúnað Reykjavíkurborgar að konan hafi á einhvern hátt gengið óvarlega fram eða átt hlut að því á annan hátt að slys hennar átti sér stað. Borgin telur málið fordæmisgefandi Landréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms. Rétturinn telur að sérstakrar varúðar skuli gætt um allan aðbúnað á sund-og baðstöðum og að ríkar kröfur megi gera til rekstraraðila slíkra staða um rannsókn á orsökum slysa og varðveislu gagna. Gögn málsins hafi bent til þess að mottan sem um ræðir hafi ekki verið sérstaklega skoðuð í kjölfar slyssins og því lægju ekki fyrir gögn um ástand hennar og eiginleika á slysdegi. Borginni hafi ekki tekist að hrekja staðhæfingu konunnar um að hún hafi dottið á mottunni vegna hættueiginleika hennar og ekkert hafi legið fyrir um það að konan hafi ekki sýnt fulla aðgæslu á bakkanum. Landsréttur komst að sömu niðurstöðu í málinu og héraðsdómur. Reykjavíkurborg Í beiðni sinni um áfrýjun til Hæstaréttar ber borgin meðal annars fyrir sig að niðurstaðan í málinu geti verið fordæmisgefandi. Settar séu fram ný viðmið og nýjar reglur um sönnunarbyrði í dómi Landsréttar. Niðurstaðan feli í sér slíkt frávik frá meginreglum um sönnun í líkamstjónsmálum sem varða ábyrgð fasteignaeigenda að nauðsynlegt sé að hæstiréttur taki afstöðu til þessara grundvallabreytinga. Þá segir borgin að alfarið hafi verið litið fram hjá ráðstöfunum starfsmanna sundlaugarinnar til að tryggja öryggi sundlaugargesta og aðgæsluskylda konunnar við hála sundlaugarbakka. Hæstiréttur fellst ekki á að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi og þá verði ekki séð að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur. Dómsmál Reykjavík Sundlaugar Tryggingar Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
Konan rann til á mottu sem hafði verið komið fyrir á bakkanum við útilaug Sundhallarinnar þann 6. desember 2018 að kvöldlagi þegar hún var á gangi frá kvennaklefa Sundhallarinnar í átt að heitum potti sem er á útisvæði samsíða útilauginni. Þegar konan gekk eftir blárri mottu sem komið hafði verið fyrir á gönguleiðinni hennar illi vaðlaugar og sundlaugarinnar skrikaði henni fótur og hún féll. Upprunalega féll héraðsdómur ekki á að sleipa sem varð konunni að falli hafi verið eðlileg þannig að fall hennar verði talið hafa átt sér stað vegna óhappatilviljunar. Því hafi ekkert komið fram í málinu sem hafi skotið stoðum undir málatilbúnað Reykjavíkurborgar að konan hafi á einhvern hátt gengið óvarlega fram eða átt hlut að því á annan hátt að slys hennar átti sér stað. Borgin telur málið fordæmisgefandi Landréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms. Rétturinn telur að sérstakrar varúðar skuli gætt um allan aðbúnað á sund-og baðstöðum og að ríkar kröfur megi gera til rekstraraðila slíkra staða um rannsókn á orsökum slysa og varðveislu gagna. Gögn málsins hafi bent til þess að mottan sem um ræðir hafi ekki verið sérstaklega skoðuð í kjölfar slyssins og því lægju ekki fyrir gögn um ástand hennar og eiginleika á slysdegi. Borginni hafi ekki tekist að hrekja staðhæfingu konunnar um að hún hafi dottið á mottunni vegna hættueiginleika hennar og ekkert hafi legið fyrir um það að konan hafi ekki sýnt fulla aðgæslu á bakkanum. Landsréttur komst að sömu niðurstöðu í málinu og héraðsdómur. Reykjavíkurborg Í beiðni sinni um áfrýjun til Hæstaréttar ber borgin meðal annars fyrir sig að niðurstaðan í málinu geti verið fordæmisgefandi. Settar séu fram ný viðmið og nýjar reglur um sönnunarbyrði í dómi Landsréttar. Niðurstaðan feli í sér slíkt frávik frá meginreglum um sönnun í líkamstjónsmálum sem varða ábyrgð fasteignaeigenda að nauðsynlegt sé að hæstiréttur taki afstöðu til þessara grundvallabreytinga. Þá segir borgin að alfarið hafi verið litið fram hjá ráðstöfunum starfsmanna sundlaugarinnar til að tryggja öryggi sundlaugargesta og aðgæsluskylda konunnar við hála sundlaugarbakka. Hæstiréttur fellst ekki á að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi og þá verði ekki séð að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur.
Dómsmál Reykjavík Sundlaugar Tryggingar Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira