Deiluaðilar funduðu frá klukkan 14 í dag en hafa greinilega ekki komist niðurstöðu.
Það þýðir að sex tíma vinnustöðvun flugumferðarstjóra fer fram frá fjögur í nótt til tíu í fyrramálið. Á þeim tíma verða engar lendingar eða flugtök frá Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli sem mun hafa áhrif á mörg þúsund farþega og tugi flugferða til og frá Íslandi.