Dauðþreytt á kolniðamyrkri: „Ég er bara dauð ef ég dett“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. desember 2023 16:04 Þóra Berg Jónsdóttir á göngustígnum í Laugardalnum í niðamyrkri. Engin lýsing er á göngustígnum. Vísir/Vilhelm Þóra Berg Jónsdóttir, eldri borgari í Laugardal, segist vera orðin dauðþreytt á myrkri og lélegri lýsingu í dalnum þar sem hún gengur frá sjúkraþjálfara við Laugardalshöll og í líkamsrækt í World Class við Laugardalslaug. Hún segir ónæga lýsinguna lífshættulega og segist vilja lifa lengur. „Þetta er bara mjög alvarlegt mál. Þetta er svo ofboðslegt myrkur, um leið og þú kemur út. Þú sérð varla neitt. Ég er búin að kaupa mér ennisljós en það bara dugar ekki,“ segir Þóra í samtali við Vísi. Þóra fer til sjúkraþjálfara hjá Atlas endurhæfingu á Engjavegi 6 klukkan 08:00 á þriðjudags og fimmtudagsmorgnum. Þaðan gengur hún í World Class líkamsræktarstöðina við Laugardalsvöll þar sem hún fer meðal annars í spa og sundleikfimi. Hún hafði samband við fréttastofu vegna málsins og segist áður hafa kvartað yfir myrkrinu á gönguleiðinni til Reykjavíkurborgar. Það hafi ekki borið árangur. Kort af leiðinni sem Þóra gengur í Laugardalnum og er öll í niðamyrkri.Google Maps Bíður eftir að hún slasi sig „Það er myrkur um leið og þú kemur út hjá Atlas. Þær hafa oft hringt þar og látið vita af þessu. Svo er gönguljós þegar þú kemur að götunni en síðan er bara ekkert ljós frá Þróttaraheimilinu og alveg niður að svæðinu hjá fótboltavellinum.“ Þóra ítrekar að myrkrið sé engu líkt. Hún sé orðin 69 ára gömul, hætt að vinna og megi alls ekki við því að detta í slíkum aðstæðum. „Mig langar ekkert til að detta. Ég er bara dauð ef ég dett. Það er bara þannig.“ Þóra Berg Jónsdóttir fer til sjúkraþjálfara og í sundleikfimi og spa í dalnum tvisvar í viku. Maðurinn hennar er á bílnum og hún gengur því á milli, sem erfitt í kolniðamyrkri.Vísir/Vilhelm Verðmæt með tíu barnabörn Þú hefur sloppið við að slasa þig? „Nei en ég bara bíð eftir því að það gerist. Þá borgar bara Dagur. Þetta er allt í lagi,“ segir Þóra. Hún segist hafa grínast með það við sína yngri ræktarfélaga að hún fengi líklegast töluvert minna í skaðabætur en þær. Ljóst er að þrátt fyrir alvarleika málsins hefur Þóra húmor fyrir sjálfri sér. „Ég var að pæla í því nefnilega sko að mig langar til að lifa lengur,“ segir Þóra létt í bragði. „Það er kannski líka það. Svo er það líka það að ég er bara búin að gera það fimm sinnum, með manni sem ég er búin að vera gift í fimmtíu ár. Og svo á ég tíu barnabörn. Er ég ekki svolítið dýrmæt?“ Reykjavík Eldri borgarar Slysavarnir Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
„Þetta er bara mjög alvarlegt mál. Þetta er svo ofboðslegt myrkur, um leið og þú kemur út. Þú sérð varla neitt. Ég er búin að kaupa mér ennisljós en það bara dugar ekki,“ segir Þóra í samtali við Vísi. Þóra fer til sjúkraþjálfara hjá Atlas endurhæfingu á Engjavegi 6 klukkan 08:00 á þriðjudags og fimmtudagsmorgnum. Þaðan gengur hún í World Class líkamsræktarstöðina við Laugardalsvöll þar sem hún fer meðal annars í spa og sundleikfimi. Hún hafði samband við fréttastofu vegna málsins og segist áður hafa kvartað yfir myrkrinu á gönguleiðinni til Reykjavíkurborgar. Það hafi ekki borið árangur. Kort af leiðinni sem Þóra gengur í Laugardalnum og er öll í niðamyrkri.Google Maps Bíður eftir að hún slasi sig „Það er myrkur um leið og þú kemur út hjá Atlas. Þær hafa oft hringt þar og látið vita af þessu. Svo er gönguljós þegar þú kemur að götunni en síðan er bara ekkert ljós frá Þróttaraheimilinu og alveg niður að svæðinu hjá fótboltavellinum.“ Þóra ítrekar að myrkrið sé engu líkt. Hún sé orðin 69 ára gömul, hætt að vinna og megi alls ekki við því að detta í slíkum aðstæðum. „Mig langar ekkert til að detta. Ég er bara dauð ef ég dett. Það er bara þannig.“ Þóra Berg Jónsdóttir fer til sjúkraþjálfara og í sundleikfimi og spa í dalnum tvisvar í viku. Maðurinn hennar er á bílnum og hún gengur því á milli, sem erfitt í kolniðamyrkri.Vísir/Vilhelm Verðmæt með tíu barnabörn Þú hefur sloppið við að slasa þig? „Nei en ég bara bíð eftir því að það gerist. Þá borgar bara Dagur. Þetta er allt í lagi,“ segir Þóra. Hún segist hafa grínast með það við sína yngri ræktarfélaga að hún fengi líklegast töluvert minna í skaðabætur en þær. Ljóst er að þrátt fyrir alvarleika málsins hefur Þóra húmor fyrir sjálfri sér. „Ég var að pæla í því nefnilega sko að mig langar til að lifa lengur,“ segir Þóra létt í bragði. „Það er kannski líka það. Svo er það líka það að ég er bara búin að gera það fimm sinnum, með manni sem ég er búin að vera gift í fimmtíu ár. Og svo á ég tíu barnabörn. Er ég ekki svolítið dýrmæt?“
Reykjavík Eldri borgarar Slysavarnir Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira