Óskhyggja er ekki skjól Hörður Arnarson skrifar 9. desember 2023 10:01 Við vinnum eins mikla raforku og virkjanir okkar og vatnsbúskapur framast leyfa. Nýjar virkjanir eru löngu klárar á teikniborðinu en þær skila ekki orku til samfélagsins fyrr en að nokkrum árum liðnum. Erfitt er að tímasetja það með vissu, þar sem þær velkjast enn í löngu og flóknu leyfisveitingaferli. Við þessar aðstæður er raforkuöryggi heimilanna í landinu ógnað. Ekki bara heimilanna, heldur líka fyrirtækjanna sem kaupa raforku á sama markaði. Það eru öll smærri fyrirtæki landsins og um leið lang flest fyrirtæki og atvinnurekendur. Ýmsir lýsa furðu á þessari stöðu. Hún kemur okkur hjá Landsvirkjun ekkert á óvart, enda höfum við árum saman varað við þessari atburðarás. Við sáum að eftirspurnin jókst sífellt á sama tíma og leyfisveitingaferli nýrra virkjana, sem alltaf hefur verið langt og tyrfið, varð enn tímafrekara og flóknara. Við bentum á að orkuvinnslan gæti ekki mætt eftirspurn eftir rafmagni fyrir eðlilegan vöxt atvinnulífsins og margboðuð orkuskipti. Hörð samkeppni um orkuna Nú er svo komið að orkan er uppseld. Við þurfum að hafna mörgum góðum hugmyndum um áhugaverða uppbyggingu í atvinnulífinu af því að rafmagnið er ekki til. Það er nógu slæmt í sjálfu sér. Hitt er verra, að sívaxandi eftirspurn eftir rafmagni þýðir að heimili og smærri fyrirtæki mæta allt í einu harðari samkeppni um orkuna á heildsölumarkaði sem hingað til hefur verið örugg og þeim öllum tryggð. Það er við þessar aðstæður sem Alþingi ætlar að grípa í taumana og setja lög um raforkuöryggi. Frumvarpið gerir ráð fyrir að Orkustofnun fái heimild til að grípa inn í raforkumarkaðinn til að tryggja að ekki verði gengið á hlut heimila og smærri fyrirtækja, þannig að þau geti áfram treyst á örugga afhendingu orku á stöðugu verði. Ekki er um nein afskipti af sölu til stórnotenda að ræða, þeir munu áfram keppa um raforkuna á markaðsforsendum. Önnur leið væri að láta markaðslögmálin einfaldlega ráða. Sú færa leið myndi leiða til mikillar hækkunar á raforkuverði, a.m.k. þar til nýjar virkjanir kæmu í rekstur eftir 3-4 ár. Á því tímabili væri reyndar alls óvíst hvort öll heimili og smærri fyrirtæki fengju yfir höfuð raforku ef aðrir, t.d. aðilar sem stunda rafmyntagröft, byðu betur í þá orku sem fengist á markaði. Þessa leið eru án efa fáir ábyrgir stjórnmálamenn tilbúnir að styðja. Vandi nútíðar Að sjálfsögðu hefði verið ákjósanlegt að leysa vandann með því að tryggja nægilega uppbyggingu orkuvinnslu, fremur en með lagasetningu af þessu tagi. Það er þó því miður of seint í rassinn gripið, því jafnvel þótt Alþingi setti núna lög til að tryggja aukna orkuvinnslu myndu nokkur ár líða þar til ný virkjun yrði gangsett, hvers eðlis sem hún væri. Á þeim árum væri orkuöryggi heimila og smærri fyrirtækja ógnað. Við hjá Landsvirkjun höfum árum saman varað við þessum framtíðarvanda, sem er núna orðinn nútíðarvandi. Hann hefur þegar raungerst. Heimili og smærri fyrirtæki eru óvarin og Alþingi hefur kosið að koma þeim til varnar. Allir sem að málum koma vona auðvitað að ekki komi til þess að beita þurfi ákvæðum væntanlegra laga með inngripum á markaði. Við getum hins vegar ekki látið óskhyggjuna vera eina skjól þeirra sem eiga rétt á tryggri orku í daglegu lífi. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Orkuskipti Hörður Arnarson Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Sjá meira
Við vinnum eins mikla raforku og virkjanir okkar og vatnsbúskapur framast leyfa. Nýjar virkjanir eru löngu klárar á teikniborðinu en þær skila ekki orku til samfélagsins fyrr en að nokkrum árum liðnum. Erfitt er að tímasetja það með vissu, þar sem þær velkjast enn í löngu og flóknu leyfisveitingaferli. Við þessar aðstæður er raforkuöryggi heimilanna í landinu ógnað. Ekki bara heimilanna, heldur líka fyrirtækjanna sem kaupa raforku á sama markaði. Það eru öll smærri fyrirtæki landsins og um leið lang flest fyrirtæki og atvinnurekendur. Ýmsir lýsa furðu á þessari stöðu. Hún kemur okkur hjá Landsvirkjun ekkert á óvart, enda höfum við árum saman varað við þessari atburðarás. Við sáum að eftirspurnin jókst sífellt á sama tíma og leyfisveitingaferli nýrra virkjana, sem alltaf hefur verið langt og tyrfið, varð enn tímafrekara og flóknara. Við bentum á að orkuvinnslan gæti ekki mætt eftirspurn eftir rafmagni fyrir eðlilegan vöxt atvinnulífsins og margboðuð orkuskipti. Hörð samkeppni um orkuna Nú er svo komið að orkan er uppseld. Við þurfum að hafna mörgum góðum hugmyndum um áhugaverða uppbyggingu í atvinnulífinu af því að rafmagnið er ekki til. Það er nógu slæmt í sjálfu sér. Hitt er verra, að sívaxandi eftirspurn eftir rafmagni þýðir að heimili og smærri fyrirtæki mæta allt í einu harðari samkeppni um orkuna á heildsölumarkaði sem hingað til hefur verið örugg og þeim öllum tryggð. Það er við þessar aðstæður sem Alþingi ætlar að grípa í taumana og setja lög um raforkuöryggi. Frumvarpið gerir ráð fyrir að Orkustofnun fái heimild til að grípa inn í raforkumarkaðinn til að tryggja að ekki verði gengið á hlut heimila og smærri fyrirtækja, þannig að þau geti áfram treyst á örugga afhendingu orku á stöðugu verði. Ekki er um nein afskipti af sölu til stórnotenda að ræða, þeir munu áfram keppa um raforkuna á markaðsforsendum. Önnur leið væri að láta markaðslögmálin einfaldlega ráða. Sú færa leið myndi leiða til mikillar hækkunar á raforkuverði, a.m.k. þar til nýjar virkjanir kæmu í rekstur eftir 3-4 ár. Á því tímabili væri reyndar alls óvíst hvort öll heimili og smærri fyrirtæki fengju yfir höfuð raforku ef aðrir, t.d. aðilar sem stunda rafmyntagröft, byðu betur í þá orku sem fengist á markaði. Þessa leið eru án efa fáir ábyrgir stjórnmálamenn tilbúnir að styðja. Vandi nútíðar Að sjálfsögðu hefði verið ákjósanlegt að leysa vandann með því að tryggja nægilega uppbyggingu orkuvinnslu, fremur en með lagasetningu af þessu tagi. Það er þó því miður of seint í rassinn gripið, því jafnvel þótt Alþingi setti núna lög til að tryggja aukna orkuvinnslu myndu nokkur ár líða þar til ný virkjun yrði gangsett, hvers eðlis sem hún væri. Á þeim árum væri orkuöryggi heimila og smærri fyrirtækja ógnað. Við hjá Landsvirkjun höfum árum saman varað við þessum framtíðarvanda, sem er núna orðinn nútíðarvandi. Hann hefur þegar raungerst. Heimili og smærri fyrirtæki eru óvarin og Alþingi hefur kosið að koma þeim til varnar. Allir sem að málum koma vona auðvitað að ekki komi til þess að beita þurfi ákvæðum væntanlegra laga með inngripum á markaði. Við getum hins vegar ekki látið óskhyggjuna vera eina skjól þeirra sem eiga rétt á tryggri orku í daglegu lífi. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun