Af hverju förum við á loftslagsráðstefnur? Haukur Logi Jóhannsson skrifar 8. desember 2023 12:31 Sumstaðar á samfélagsmiðlum og í samfélagslegri umræðu verður maður var við vangaveltur fólks um að það hljóti að vera hámark hræsninnar að fólk sé að koma saman á loftslagsráðstefnum og ferðast á þær um langa leið með tilheyrandi umhverfisáhrifum. Gott og vel, alveg lögmætar vangaveltur sem vel er hægt að ræða. Það sem er rætt á þessum ráðstefnum er ekkert smámál sem afgreitt verður með einu pennastriki. Við erum að ræða um grundvallarbreytingar á því hvernig samfélögin okkar virka. Hvernig við breytum því sem við gerum í dag. Eins og hvernig við framleiðum raforku, hvernig við byggjum upp samgöngukerfið, hvernig við framleiðum matvæli, hvernig við nýtum land og listinn heldur bara áfram. Þetta og meira til þarf allt saman að vera reitt fram án þess að við séum að brenna jarðefnaeldsneyti. Þetta eru ekki engin smámál sem verða afgreitt á stuttum Teams fundi. Eina leiðin til að ná árangri í þessum efnum og tryggja það að allir séu að róa í sömu átt, er að hittast, ræða og tryggja það að það sé pólitískur vilji fyrir þeim breytingum sem við þurfum að innleiða á alheimsvísu. Það þýðir, því miður, að við verðum að ferðast á ráðstefnur og viðburði. Taka þátt í samræðunum og leggja okkar af mörkum því við þurfum allar hendur á dekk í þessu stóra viðfangsefni sem loftslagsbreytingar eru. Við Íslendingar erum ansi framarlega á mörgum sviðum og höfum einnig oft meiri hagsmuna að gæta en margar aðrar þjóðir. Þess vegna þarf að senda hlutfallslega fleiri héðan en víðast annarsstaðar frá til að tryggja það að okkar sjónarmið og hagsmunir verði virtir. Ég geri mér grein fyrir að með þessum orðum er ég líklegast ekki að fara að vinna moggabloggarana á mitt band. Þeir munu samt sem áður afneita því að loftslagsbreytingar séu að eiga sér stað eða í það minnsta afneita því að maðurinn eigi þar nokkra sök að máli. Þetta er allt bara sólinni að kenna eða eldfjöllunum. Við skulum bara fara á rúntinn og ekki láta ykkur segjast. Staðreyndir eða vísindalegar rannsóknir skipta þar engu máli og við öll sem höldum öðru fram erum bara „sauðir“, eins og einn „ágætur“ maður kallaði mig eitt sinn fyrir að halda þessari vitleysu fram. Staðan er samt þessi. 99% loftslagsvísindamanna eru sammála því að loftslagsbreytingar séu að eiga sér stað og hlýnunin sem er að eiga sér stað er af mannavöldum. Þetta er stutt af ýmsum rannsóknum þessara sömu vísindamanna sem milliríkjanefnd um loftslagsbreytingar (IPCC) tekur saman ár hvert og birtir í sínum skýrslum. Við erum að tala um þúsundir vísindamanna og eitthvað annað eins af vísindalegum rannsóknum, sem eru ritrýndar, endurteknar, staðfestar og stimplaðar. Það litla magn af rannsóknum sem eru á öndverðu meiði innihalda undantekningarlaust villur eða ekki er hægt að endurtaka rannsóknina. Þær fáu rannsóknir eru því ekki markverðar sem telja að loftslagsbreytingar hafi ekkert með mannskepnuna að gera. Þetta er einfalt! Loftslagsbreytingar eru af mannavöldum og þar spilar stærstan þáttinn bruni á jarðefnaeldsneyti (aukning á koltvísýring í andrúmsloftinu okkar sem festir inni geisla frá sólinni í stað þess að þeim sé endurkastað út í geim), sementsframleiðsla og svo eyðing skóga (sem eru náttúruleg binding á kolefni úr andrúmsloftinu okkar). Þetta kemur allt fram í þessum rannsóknum og vísindagreinum sem IPCC tekur saman. Maður deilir ekki við eðlisfræðina og það er ekki hægt að hrekja hana alveg sama hversu margar greinar eru skrifaðar um slíkt á moggablogginu eða í Reykjavíkurbréfi moggans. Sem betur fer eru flestir á því að loftslagsbreytingar séu raunverulegar og að þær séu af mannavöldum. Þess vegna þurfum við að fara á loftslagsráðstefnur. Vonandi hef ég mögulega skýrt þetta vel fyrir einhverjum sem hafa smá efa þótt hinum hörðu afneiturum verði ekki breytt sama hvað. En jörðin er kannski flöt líka. Höfundur er umhverfis- og auðlindafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Haukur Logi Jóhannsson Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Sumstaðar á samfélagsmiðlum og í samfélagslegri umræðu verður maður var við vangaveltur fólks um að það hljóti að vera hámark hræsninnar að fólk sé að koma saman á loftslagsráðstefnum og ferðast á þær um langa leið með tilheyrandi umhverfisáhrifum. Gott og vel, alveg lögmætar vangaveltur sem vel er hægt að ræða. Það sem er rætt á þessum ráðstefnum er ekkert smámál sem afgreitt verður með einu pennastriki. Við erum að ræða um grundvallarbreytingar á því hvernig samfélögin okkar virka. Hvernig við breytum því sem við gerum í dag. Eins og hvernig við framleiðum raforku, hvernig við byggjum upp samgöngukerfið, hvernig við framleiðum matvæli, hvernig við nýtum land og listinn heldur bara áfram. Þetta og meira til þarf allt saman að vera reitt fram án þess að við séum að brenna jarðefnaeldsneyti. Þetta eru ekki engin smámál sem verða afgreitt á stuttum Teams fundi. Eina leiðin til að ná árangri í þessum efnum og tryggja það að allir séu að róa í sömu átt, er að hittast, ræða og tryggja það að það sé pólitískur vilji fyrir þeim breytingum sem við þurfum að innleiða á alheimsvísu. Það þýðir, því miður, að við verðum að ferðast á ráðstefnur og viðburði. Taka þátt í samræðunum og leggja okkar af mörkum því við þurfum allar hendur á dekk í þessu stóra viðfangsefni sem loftslagsbreytingar eru. Við Íslendingar erum ansi framarlega á mörgum sviðum og höfum einnig oft meiri hagsmuna að gæta en margar aðrar þjóðir. Þess vegna þarf að senda hlutfallslega fleiri héðan en víðast annarsstaðar frá til að tryggja það að okkar sjónarmið og hagsmunir verði virtir. Ég geri mér grein fyrir að með þessum orðum er ég líklegast ekki að fara að vinna moggabloggarana á mitt band. Þeir munu samt sem áður afneita því að loftslagsbreytingar séu að eiga sér stað eða í það minnsta afneita því að maðurinn eigi þar nokkra sök að máli. Þetta er allt bara sólinni að kenna eða eldfjöllunum. Við skulum bara fara á rúntinn og ekki láta ykkur segjast. Staðreyndir eða vísindalegar rannsóknir skipta þar engu máli og við öll sem höldum öðru fram erum bara „sauðir“, eins og einn „ágætur“ maður kallaði mig eitt sinn fyrir að halda þessari vitleysu fram. Staðan er samt þessi. 99% loftslagsvísindamanna eru sammála því að loftslagsbreytingar séu að eiga sér stað og hlýnunin sem er að eiga sér stað er af mannavöldum. Þetta er stutt af ýmsum rannsóknum þessara sömu vísindamanna sem milliríkjanefnd um loftslagsbreytingar (IPCC) tekur saman ár hvert og birtir í sínum skýrslum. Við erum að tala um þúsundir vísindamanna og eitthvað annað eins af vísindalegum rannsóknum, sem eru ritrýndar, endurteknar, staðfestar og stimplaðar. Það litla magn af rannsóknum sem eru á öndverðu meiði innihalda undantekningarlaust villur eða ekki er hægt að endurtaka rannsóknina. Þær fáu rannsóknir eru því ekki markverðar sem telja að loftslagsbreytingar hafi ekkert með mannskepnuna að gera. Þetta er einfalt! Loftslagsbreytingar eru af mannavöldum og þar spilar stærstan þáttinn bruni á jarðefnaeldsneyti (aukning á koltvísýring í andrúmsloftinu okkar sem festir inni geisla frá sólinni í stað þess að þeim sé endurkastað út í geim), sementsframleiðsla og svo eyðing skóga (sem eru náttúruleg binding á kolefni úr andrúmsloftinu okkar). Þetta kemur allt fram í þessum rannsóknum og vísindagreinum sem IPCC tekur saman. Maður deilir ekki við eðlisfræðina og það er ekki hægt að hrekja hana alveg sama hversu margar greinar eru skrifaðar um slíkt á moggablogginu eða í Reykjavíkurbréfi moggans. Sem betur fer eru flestir á því að loftslagsbreytingar séu raunverulegar og að þær séu af mannavöldum. Þess vegna þurfum við að fara á loftslagsráðstefnur. Vonandi hef ég mögulega skýrt þetta vel fyrir einhverjum sem hafa smá efa þótt hinum hörðu afneiturum verði ekki breytt sama hvað. En jörðin er kannski flöt líka. Höfundur er umhverfis- og auðlindafræðingur.
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun