Fjárhagsvandi bænda og loftslagshamfarir Halldór Reynisson skrifar 8. desember 2023 11:31 Vandi bænda hefur verið í brennidepli upp á síðkastið. Talað er um að 12 milljarða vanti við búvörusamninga til að leysa í bráð. Rætt er um að ríkisstjórnin sé reiðubúin til að leggja fram 1600 milljónir strax til bænda í fjárhagserfiðleikum, þar af 600 milljónir fyrir unga bændur. Á sama tíma er verið að ræða um á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna COP28 að skoða þurfi kolefnisfótspor landbúnaðarins sem er víst töluverður hluti þess loftslagsvanda sem við blasir, sérstaklega framleiðsla á kjöti. Ég held að flestir geti verið sammála um að grípa til aðgerða fyrir íslenska bændur enda er landbúnaður helsta forsenda fyrir byggð í mörgum héröðum landsins, auk heldur sem gæta þarf að fæðuöryggi. Á sama tíma er samt nauðsyn að horfast í augu við að við getum ekki haldið áfram með hefðbundinn landbúnað í sama farinu og áður. Flestar atvinnugreinar þurfa að fara í gegnum róttæka endurskoðun á kolefnisfótspori sínu frammi fyrir þeirri fortakslausu hamfarahlýnun sem nú á sér stað; iðnaður, sjávarútvegur, ferðaþjónusta, samgöngur auk landbúnaðar. Hamfarir knýja á um breytta hugsun og aðgerðir. Væri hægt að hugsa sér að bændur í hefðbundnum búgreinum væru vörslumenn jarða sinna og afrétta í loftslagsmálum, meira en nú er um leið og dregið væri úr kjötframleiðslu sem er hluti loftslagsvandans? Væri ekki ráð að hluti fjárframlaga sem rætt er um vegna bráðavanda bænda, færu til að endurheimta votlendi og bændur önnuðust þá vinnu? Landnýting er einn stærsti þátturinn í kolefnisfótspori okkar Íslendinga og sérstaklega á það við um framræst votlendi. Það er viðurkennt að fljótvirkasta leiðin til að minnka kolefnisfótspor landsins sé að endurheimta votlendi. Ég sé ekki betur en að hægt sé að sameina hagsmuni bænda og þau stóru skref sem við Íslendingar þurfum að taka í loftslagsmálum. Höfundur er eldri aðgerðarsinni í loftslagsmálum og fyrrverandi smábóndi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Landbúnaður Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Búvörusamningar Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Vandi bænda hefur verið í brennidepli upp á síðkastið. Talað er um að 12 milljarða vanti við búvörusamninga til að leysa í bráð. Rætt er um að ríkisstjórnin sé reiðubúin til að leggja fram 1600 milljónir strax til bænda í fjárhagserfiðleikum, þar af 600 milljónir fyrir unga bændur. Á sama tíma er verið að ræða um á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna COP28 að skoða þurfi kolefnisfótspor landbúnaðarins sem er víst töluverður hluti þess loftslagsvanda sem við blasir, sérstaklega framleiðsla á kjöti. Ég held að flestir geti verið sammála um að grípa til aðgerða fyrir íslenska bændur enda er landbúnaður helsta forsenda fyrir byggð í mörgum héröðum landsins, auk heldur sem gæta þarf að fæðuöryggi. Á sama tíma er samt nauðsyn að horfast í augu við að við getum ekki haldið áfram með hefðbundinn landbúnað í sama farinu og áður. Flestar atvinnugreinar þurfa að fara í gegnum róttæka endurskoðun á kolefnisfótspori sínu frammi fyrir þeirri fortakslausu hamfarahlýnun sem nú á sér stað; iðnaður, sjávarútvegur, ferðaþjónusta, samgöngur auk landbúnaðar. Hamfarir knýja á um breytta hugsun og aðgerðir. Væri hægt að hugsa sér að bændur í hefðbundnum búgreinum væru vörslumenn jarða sinna og afrétta í loftslagsmálum, meira en nú er um leið og dregið væri úr kjötframleiðslu sem er hluti loftslagsvandans? Væri ekki ráð að hluti fjárframlaga sem rætt er um vegna bráðavanda bænda, færu til að endurheimta votlendi og bændur önnuðust þá vinnu? Landnýting er einn stærsti þátturinn í kolefnisfótspori okkar Íslendinga og sérstaklega á það við um framræst votlendi. Það er viðurkennt að fljótvirkasta leiðin til að minnka kolefnisfótspor landsins sé að endurheimta votlendi. Ég sé ekki betur en að hægt sé að sameina hagsmuni bænda og þau stóru skref sem við Íslendingar þurfum að taka í loftslagsmálum. Höfundur er eldri aðgerðarsinni í loftslagsmálum og fyrrverandi smábóndi.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun