Segir nýja Bjarna gagnrýna gamla Bjarna Jón Þór Stefánsson skrifar 6. desember 2023 21:02 Að mati Sigmars er nýi Bjarni að gagnrýna gamla Bjarna. Vísir/Vilhelm Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi fjölmiðlamaður, segist ósammála Bjarna Benediktssyni, utanríkisráðherra og fyrrverandi fjármálaráðherra, um Kveiksþátt sem var sýndur í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi. Bjarni deildi þeirri skoðun sinni í dag að þátturinn innihéldi áróður og væri „eiginlega hneyksli“, en Sigmar segir hins vegar þáttinn stórfínan og hið raunverulega hneyksli vera gagnrýni Bjarna. Umfjöllunarefni Kveiks í gær var íslenska krónan, sem hefur veikst mikið að undanförnu í samanburði við aðra stærri gjaldmiðla. Yfirskrift þáttarins var að útflutningsfyrirtæki flýi krónuna en heimilin sitji uppi með hana. „Í heildina skorti í þennan þátt allt jafnvægi, alla fagmennsku og yfirvegun í efnahagslega samhenginu. Það er hálf sorglegt að boðið sé upp á svona efni á Ríkisútvarpinu.“ skrifaði Bjarni meðal annars á Facebook-síðu sína í gær að þættinum loknum. Sigmar gerði gagnrýni Bjarna að umfjöllunarefni sínu í ræðustól á Alþingi í dag. Þar vildi hann meina að Bjarni hefði ekki minnst á eina einustu staðreyndavillu sem hafi borið á góma í þættinum, og að í honum hafi mismunandi sjónarmið komið fram. „Bjarni, sem ber auðvitað mikla ábyrgð á vaxtabrjálæðinu sem núna er allt að drepa, segir að í þáttinn hafi vantað umræðu um gengisáhættu og er þar að vísa í myntkörfulánin fyrir hrun. En hvað sagði Bjarni Benediktsson um nákvæmlega þetta í lok árs 2008 þegar þjóðin sleikti sár sín, meðal annars vegna þess að gjaldmiðillinn hrundi?“ spurði Sigmar. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, starfaði hjá RÚV í rúma tvo áratugi og segir þátt sem var í Ríkissjónvarpinu í gær vera stórgóðan.Vísir/Vilhelm Vísaði í gamla grein Hann vísaði í grein sem Bjarni skrifaði ásamt Illuga Gunnarssyni, fyrrverandi ráðherra, í Fréttablaðinu þann 13 ágúst 2008, sem bar heitið Endurreisn á nýjum grunni. Þar skrifuðu þeir: „Sé horft til lengri tíma er hætt við að krónan verði okkur fjötur um fót. Sá sveigjanleiki sem krónan veitir okkur til að kljást við afleiðingar mistaka í hagstjórn eða til að bregðast við ytri áföllum á sér því miður þá skuggahlið að vera sveifluvaldandi og geta ýtt undir óstöðugleika í hagkerfinu. Óstöðugur gjaldmiðill dregur úr trausti á hagkerfinu.“ Að mati Sigmars er Bjarni dagsins í dag að gagnrýna Bjarna ársins 2008 og saka um áróður. „Þegar nákvæmlega sömu sjónarmið og hans árið 2008 eru viðruð í gær af virtum hagfræðingum þá heitir það hneyksli og áróður gegn krónunni. Nýi Bjarni er sem sagt að gagnrýna gamla Bjarna fyrir áróður og er hneykslaður.“ Þá vill Sigmar meina að Bjarni gleymi viljandi að nefna okurvexti og verðbólgu sem sé miklu hærri á Íslandi en annars staðar, sem og hagstjórnarmistök Sjálfstæðisflokksins „Minnisleysið náði líka yfir langvarandi lágvaxtarskeiðið sem hann lofaði fyrir tveimur árum og stóð yfir í korter,“ segir Sigmar sem heldur því fram að það sé ekki Kveiksþátturinn sem sé hneyksli. „Það er ekki Kveiksþátturinn sem er hneyksli, það er ábyrgðarflótti Sjálfstæðisflokksins sem er hneyksli. Það að saka fjölmiðil um áróður þegar fjölmiðillinn er að vinna vinnuna sína er hneyksli og hæstvirtur fyrrverandi fjármálaráðherra ætti að hafa það í huga.“ Íslenska krónan Ríkisútvarpið Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Umfjöllunarefni Kveiks í gær var íslenska krónan, sem hefur veikst mikið að undanförnu í samanburði við aðra stærri gjaldmiðla. Yfirskrift þáttarins var að útflutningsfyrirtæki flýi krónuna en heimilin sitji uppi með hana. „Í heildina skorti í þennan þátt allt jafnvægi, alla fagmennsku og yfirvegun í efnahagslega samhenginu. Það er hálf sorglegt að boðið sé upp á svona efni á Ríkisútvarpinu.“ skrifaði Bjarni meðal annars á Facebook-síðu sína í gær að þættinum loknum. Sigmar gerði gagnrýni Bjarna að umfjöllunarefni sínu í ræðustól á Alþingi í dag. Þar vildi hann meina að Bjarni hefði ekki minnst á eina einustu staðreyndavillu sem hafi borið á góma í þættinum, og að í honum hafi mismunandi sjónarmið komið fram. „Bjarni, sem ber auðvitað mikla ábyrgð á vaxtabrjálæðinu sem núna er allt að drepa, segir að í þáttinn hafi vantað umræðu um gengisáhættu og er þar að vísa í myntkörfulánin fyrir hrun. En hvað sagði Bjarni Benediktsson um nákvæmlega þetta í lok árs 2008 þegar þjóðin sleikti sár sín, meðal annars vegna þess að gjaldmiðillinn hrundi?“ spurði Sigmar. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, starfaði hjá RÚV í rúma tvo áratugi og segir þátt sem var í Ríkissjónvarpinu í gær vera stórgóðan.Vísir/Vilhelm Vísaði í gamla grein Hann vísaði í grein sem Bjarni skrifaði ásamt Illuga Gunnarssyni, fyrrverandi ráðherra, í Fréttablaðinu þann 13 ágúst 2008, sem bar heitið Endurreisn á nýjum grunni. Þar skrifuðu þeir: „Sé horft til lengri tíma er hætt við að krónan verði okkur fjötur um fót. Sá sveigjanleiki sem krónan veitir okkur til að kljást við afleiðingar mistaka í hagstjórn eða til að bregðast við ytri áföllum á sér því miður þá skuggahlið að vera sveifluvaldandi og geta ýtt undir óstöðugleika í hagkerfinu. Óstöðugur gjaldmiðill dregur úr trausti á hagkerfinu.“ Að mati Sigmars er Bjarni dagsins í dag að gagnrýna Bjarna ársins 2008 og saka um áróður. „Þegar nákvæmlega sömu sjónarmið og hans árið 2008 eru viðruð í gær af virtum hagfræðingum þá heitir það hneyksli og áróður gegn krónunni. Nýi Bjarni er sem sagt að gagnrýna gamla Bjarna fyrir áróður og er hneykslaður.“ Þá vill Sigmar meina að Bjarni gleymi viljandi að nefna okurvexti og verðbólgu sem sé miklu hærri á Íslandi en annars staðar, sem og hagstjórnarmistök Sjálfstæðisflokksins „Minnisleysið náði líka yfir langvarandi lágvaxtarskeiðið sem hann lofaði fyrir tveimur árum og stóð yfir í korter,“ segir Sigmar sem heldur því fram að það sé ekki Kveiksþátturinn sem sé hneyksli. „Það er ekki Kveiksþátturinn sem er hneyksli, það er ábyrgðarflótti Sjálfstæðisflokksins sem er hneyksli. Það að saka fjölmiðil um áróður þegar fjölmiðillinn er að vinna vinnuna sína er hneyksli og hæstvirtur fyrrverandi fjármálaráðherra ætti að hafa það í huga.“
Íslenska krónan Ríkisútvarpið Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira