Ekki fallist á neyðarvörn og Talik dæmdur í sextán ára fangelsi Árni Sæberg skrifar 6. desember 2023 16:18 Maciej Jakub Talik játaði að hafa stungið Jaroslaw Kaminski til bana, en bar við sjálfsvörn. Vísir/Vilhelm Maciej Jakub Talik var í dag dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á herbergisfélaga sínum að Drangahrauni í Hafnarfirði í sumar. Hann stakk Jaroslaw Kaminski fimm sinnum með hnífi en bar fyrir sig sjálfsvörn og fór fram á sýknu. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness nú síðdegis. Ríkisútvarpið greinir frá niðurstöðu dómsins. Auk þess að vera dæmdur til sextán ára fangelsisvistar var Talik dæmdur til þess að greiða dóttur Kaminskis 35 milljónir króna í bætur. Rifust um peninga Talik var sakfelldur fyrir að hafa aðfaranótt 17. júní svipt Jaroslaw Kaminski, sem var meðleigjandi hans í Drangahrauni í Hafnarfirði, lífi með því að stinga hann fimm sinnum með hnífi í höfuð, háls og búk. Sárin voru á afturhluta hægri axlarinnar, á vinstri kinn, neðst á framanverðum hálsi, ofarlega á vinstri hlið brjóstins og í vinstri holhönd með sárgangi inn í hjartað. Við skýrslutöku fyrir dómi sagði Talik að þeir Kaminski hefðu rifist um peninga kvöldið örlagaríka eftir að hafa setið að sumbli. Þeir hafi þá ákveðið að fara út á lífið í Hafnarfirði og verið að fram á morgun. Þegar heim hafi verið komið hafi hann ákveðið að vera mjög ákveðinn, segja meðleigjandanum að hann myndi ekkert greiða honum umfram það sem samið hafði verið um í leigu. „Hann var með hníf í hendinni, ég veit ekki hvaðan hann kom, við fórum að hrinda hvor öðrum. Ég veit ekki hvernig ég náði hnífnum af honum eða hvort hann hafi misst hann. Ég stakk hann.“ Þá hafi hann stungið hann nokkrum sinnum í viðbót inni í íbúðinni. Bar við sjálfsvörn en hafði sagst ætla að myrða meðleigjandann Sem áður segir fór Talik fram á sýknu í málinu, þrátt fyrir að hafa játað að hafa stungið Kaminski, á grundvelli neyðarvarnar. Meðal gagna málsins eru skilaboð frá Talik til Símons vinar hans sama kvöld og hann myrti Kaminski. Þar virðist hann hóta að myrða Kaminski. „Þessi vitleysingur, fyrst drep ég hann svo hengi ég mig“ stóð í textaskilaboðunum sem hann sendi rétt eftir miðnætti, aðfaranótt dagsins örlagaríka. Hann segir að hann hafi iðullega sent slík skilaboð úti í Póllandi og að hann hafi ekkert meint með þeim. „Ég var pirraður út í Jaroslaw en ég vildi ekki drepa hann. Ég var rosalega stressaður, ég hef aldrei verið með svona mikið adrenalín.“ Dómsmál Hafnarfjörður Manndráp í Drangahrauni Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Sjá meira
Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness nú síðdegis. Ríkisútvarpið greinir frá niðurstöðu dómsins. Auk þess að vera dæmdur til sextán ára fangelsisvistar var Talik dæmdur til þess að greiða dóttur Kaminskis 35 milljónir króna í bætur. Rifust um peninga Talik var sakfelldur fyrir að hafa aðfaranótt 17. júní svipt Jaroslaw Kaminski, sem var meðleigjandi hans í Drangahrauni í Hafnarfirði, lífi með því að stinga hann fimm sinnum með hnífi í höfuð, háls og búk. Sárin voru á afturhluta hægri axlarinnar, á vinstri kinn, neðst á framanverðum hálsi, ofarlega á vinstri hlið brjóstins og í vinstri holhönd með sárgangi inn í hjartað. Við skýrslutöku fyrir dómi sagði Talik að þeir Kaminski hefðu rifist um peninga kvöldið örlagaríka eftir að hafa setið að sumbli. Þeir hafi þá ákveðið að fara út á lífið í Hafnarfirði og verið að fram á morgun. Þegar heim hafi verið komið hafi hann ákveðið að vera mjög ákveðinn, segja meðleigjandanum að hann myndi ekkert greiða honum umfram það sem samið hafði verið um í leigu. „Hann var með hníf í hendinni, ég veit ekki hvaðan hann kom, við fórum að hrinda hvor öðrum. Ég veit ekki hvernig ég náði hnífnum af honum eða hvort hann hafi misst hann. Ég stakk hann.“ Þá hafi hann stungið hann nokkrum sinnum í viðbót inni í íbúðinni. Bar við sjálfsvörn en hafði sagst ætla að myrða meðleigjandann Sem áður segir fór Talik fram á sýknu í málinu, þrátt fyrir að hafa játað að hafa stungið Kaminski, á grundvelli neyðarvarnar. Meðal gagna málsins eru skilaboð frá Talik til Símons vinar hans sama kvöld og hann myrti Kaminski. Þar virðist hann hóta að myrða Kaminski. „Þessi vitleysingur, fyrst drep ég hann svo hengi ég mig“ stóð í textaskilaboðunum sem hann sendi rétt eftir miðnætti, aðfaranótt dagsins örlagaríka. Hann segir að hann hafi iðullega sent slík skilaboð úti í Póllandi og að hann hafi ekkert meint með þeim. „Ég var pirraður út í Jaroslaw en ég vildi ekki drepa hann. Ég var rosalega stressaður, ég hef aldrei verið með svona mikið adrenalín.“
Dómsmál Hafnarfjörður Manndráp í Drangahrauni Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Sjá meira