Túristi verður FF7 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2023 15:09 Óðinn Jónsson og Kristján Sigurjónsson eru ritstjórar FF7 - frásagna og frétta alla daga. Ferðamálavefurinn Túristi fær innan tíðar nýtt nafn, FF7 - Frásagnir og fréttir alla daga. Áfram verður ferðamál í öndvegi en til stendur að leita fanga víðar með tilliti til áhuga áskrifenda miðilsins. Greint er frá tíðindunum á vef Túrista þar sem segir að ritstjórar FF7 verði Kristján Sigurjónsson (útgefandi og ábyrgðarmaður) og Óðinn Jónsson. Vefurinn er rúmlega fjórtán ára gamall en breytir nú aðeins um kúrs ekki ólíkt því sem íslensk ferðaþjónusta hefur breyst á tæpum hálfum öðrum áratug. „Þá var þetta lítil atvinnugrein en í dag snertir hún flest svið samfélagsins. Við sjáum það líka á ört stækkandi áskrifendahópi að umfjöllun okkar nær langt út fyrir raðir fagfólks í ferðaþjónustu. Sífellt fleiri auglýsendur sjá líka kostina í fjölmiðli sem skrifar fyrst og fremst fyrir áskrifendur. Við ætlum því að grípa það tækifæri sem við erum með í höndunum til að efla útgáfuna. Sú breyting kallar á nýtt nafn,“ segir Kristján. Vefurinn Túristi hóf vegferð sína frá eldhúsborði Kristjáns Sigurjónssonar og fjölskyldu í Kaupmannahöfn árið 2009 og þremur árum síðan fluttu þau til Stokkhólms. Allt til ársins 2022 var Túristi eins manns útgerð en í fyrra gekk Óðinn Jónsson, fyrrverandi fréttastjóri RÚV, til liðs við Kristján. Reksturinn heyrir nú undir útgáfufélagið Farteski ehf. Vefurinn hafði til ársins 2020 rekið sig á auglýsingum en breyttist þá um haustið í áskriftarvef. Það hafi reynst rétt ákvörðun, tekjur aukist og blaðamönnum verður fjölgað um þrjá. Halla Ólafsdóttir, blaðamaður á Ísafirði, Sólveig Jónsdóttir, rithöfundur og blaðamaður í Reykjavík, og Snæbjörn Arngrímsson, rithöfundur og fyrrverandi útgefandi í Kaupmannahöfn bætast í hópinn. Von sé á frekari fjölgun í hópi þeirra sem skrifa hjá FF7. Fjölmiðlar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira
Greint er frá tíðindunum á vef Túrista þar sem segir að ritstjórar FF7 verði Kristján Sigurjónsson (útgefandi og ábyrgðarmaður) og Óðinn Jónsson. Vefurinn er rúmlega fjórtán ára gamall en breytir nú aðeins um kúrs ekki ólíkt því sem íslensk ferðaþjónusta hefur breyst á tæpum hálfum öðrum áratug. „Þá var þetta lítil atvinnugrein en í dag snertir hún flest svið samfélagsins. Við sjáum það líka á ört stækkandi áskrifendahópi að umfjöllun okkar nær langt út fyrir raðir fagfólks í ferðaþjónustu. Sífellt fleiri auglýsendur sjá líka kostina í fjölmiðli sem skrifar fyrst og fremst fyrir áskrifendur. Við ætlum því að grípa það tækifæri sem við erum með í höndunum til að efla útgáfuna. Sú breyting kallar á nýtt nafn,“ segir Kristján. Vefurinn Túristi hóf vegferð sína frá eldhúsborði Kristjáns Sigurjónssonar og fjölskyldu í Kaupmannahöfn árið 2009 og þremur árum síðan fluttu þau til Stokkhólms. Allt til ársins 2022 var Túristi eins manns útgerð en í fyrra gekk Óðinn Jónsson, fyrrverandi fréttastjóri RÚV, til liðs við Kristján. Reksturinn heyrir nú undir útgáfufélagið Farteski ehf. Vefurinn hafði til ársins 2020 rekið sig á auglýsingum en breyttist þá um haustið í áskriftarvef. Það hafi reynst rétt ákvörðun, tekjur aukist og blaðamönnum verður fjölgað um þrjá. Halla Ólafsdóttir, blaðamaður á Ísafirði, Sólveig Jónsdóttir, rithöfundur og blaðamaður í Reykjavík, og Snæbjörn Arngrímsson, rithöfundur og fyrrverandi útgefandi í Kaupmannahöfn bætast í hópinn. Von sé á frekari fjölgun í hópi þeirra sem skrifa hjá FF7.
Fjölmiðlar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira