Rennur vatnið upp í móti? Jón Trausti Kárason skrifar 6. desember 2023 10:00 Það var framsýnt fólk sem ákvað fyrir meira en heilli öld að sækja vatn fyrir Reykvíkinga í Gvendarbrunnana í Heiðmörk. Þegar vatnsveitan tók til starfa, sumarið 1909, komu fyrstu vatnsgusurnar reyndar úr Elliðaánum en strax um haustið var búið að leggja lögn alla leið í Heiðmörkina og alla tíð síðan hafa gljúp hraunin þar boðið borgarbúum upp á náttúrulega síun á neysluvatninu. Þá var Heiðmörkin langt upp í sveit og þéttbýlið í Reykjavík bundið við Kvosina og Þingholtin. Síðan þá hefur íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgað úr 14 þúsund í 250 þúsund og ennþá stendur Heiðmörkin undir nánast allri vatnsöflun svæðisins, hvort tveggja til heimila og kröftugs atvinnulífs, sem að talsverðu leyti var mögulegt vegna öflugrar vatnsveitu. Okkur hefur borið gæfa til að standa vörð um þá náttúrugjöf sem vatnið í Heiðmörkinni er í meira en öld. Í gegnum tíðina hefur það kallað á ýmsar ráðstafanir og ákvarðanir þar sem almannahagurinn af vatnsverndinni hefur vegið þyngra en aðrir hagsmunir. Áformum um ný hverfi hefur verið breytt því þau þóttu þrengja að, rammi hefur verið settur um frístundaiðkun, bílaumferð takmörkuð, sérstakt eftirlit haft með olíuflutningum og svo framvegis og svo framvegis. Síðasta endurskoðun vatnsverndarinnar var gerð í samstarfi allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu árið 2015. Þá voru núverandi vatnsverndarsvæði á öllu höfuðborgarsvæðinu skilgreind og settar reglur um hvað mætti fara fram innan þeirra. Svæðin skiptast í; Brunnsvæði, þar sem sjálf vatnstakan fer fram. Þau skulu vera afgirt og innan þeirra má engin starfsemi vera nema í þágu vatnsveitunnar. Grannsvæði, sem eru svæðin næst brunnsvæðunum og vatnið þar rennur til brunnsvæðanna. Fjarsvæði tekur við af grannsvæði og nær frá mörkum grannsvæðis allt til enda aðrennslissvæðis vatnsbólanna. Öryggissvæði eru síðan skilgreind vegna staðbundinna aðstæðna, til dæmis ef grunnvatn eða yfirborðsvatn af slíku svæði er talið geta borist inn á hin svæðin við tilteknar aðstæður. Í umræðum um vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu hefur vaknað spurningin hvers vegna vatnsverndarsvæðin í Heiðmörkinni nái „niður fyrir“ vatnsbólin sjálf. Ekki rennur vatnið upp í móti, eða hvað? Því er til að svara að rennsli grunnvatns er oft eftir einstökum sprungum þar sem stefna og dýpt sprungunnar ræður meiru en almenn hæð landsins í kring. Þá getur það líka gerst, einkum í leysingum á frosinni jörð, að yfirborðsvatn flæmist um stór svæði. Við þetta hækkaða vatnsborð getur vatn af svæðum undan straumi flætt um miklu stærra svæði en alla jafna og yfir land sem hærra stendur. Vatnstakan sjálf, dælingin úr bolholunum, hefur líka staðbundin áhrif. Dælingin lækkar vatnsborðið í grennd við holuna og getur með því dregið að vatn af svæði sem lægra stendur í landinu. Afmörkun vatnsverndarsvæðanna og einstakra hluta þeirra byggir á áratugalöngum rannsóknum á straumi vatnsins á og í hraununum austan byggðarinnar á höfuðborgarsvæðinu. Grunnvatnslíkanið sem afmörkunin byggir á er endurskoðað árlega þannig að sífellt eykst þekking okkar á þessari líklega mikilvægustu náttúrugjöf sem höfuðborgarsvæðið býr að. Okkur hjá Veitum er treyst fyrir því að standa vörð um þessa auðlind þannig að hún standi afkomendum okkar jafnfersk til boða og hún hefur þjónað okkur og forfeðrum okkar og -mæðrum síðustu 114 árin. Við viljum standa undir því trausti og tryggja lífsgæði til framtíðar. Höfundur er forstöðumaður Vatns- og fráveitu hjá Veitum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vatn Reykjavík Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það var framsýnt fólk sem ákvað fyrir meira en heilli öld að sækja vatn fyrir Reykvíkinga í Gvendarbrunnana í Heiðmörk. Þegar vatnsveitan tók til starfa, sumarið 1909, komu fyrstu vatnsgusurnar reyndar úr Elliðaánum en strax um haustið var búið að leggja lögn alla leið í Heiðmörkina og alla tíð síðan hafa gljúp hraunin þar boðið borgarbúum upp á náttúrulega síun á neysluvatninu. Þá var Heiðmörkin langt upp í sveit og þéttbýlið í Reykjavík bundið við Kvosina og Þingholtin. Síðan þá hefur íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgað úr 14 þúsund í 250 þúsund og ennþá stendur Heiðmörkin undir nánast allri vatnsöflun svæðisins, hvort tveggja til heimila og kröftugs atvinnulífs, sem að talsverðu leyti var mögulegt vegna öflugrar vatnsveitu. Okkur hefur borið gæfa til að standa vörð um þá náttúrugjöf sem vatnið í Heiðmörkinni er í meira en öld. Í gegnum tíðina hefur það kallað á ýmsar ráðstafanir og ákvarðanir þar sem almannahagurinn af vatnsverndinni hefur vegið þyngra en aðrir hagsmunir. Áformum um ný hverfi hefur verið breytt því þau þóttu þrengja að, rammi hefur verið settur um frístundaiðkun, bílaumferð takmörkuð, sérstakt eftirlit haft með olíuflutningum og svo framvegis og svo framvegis. Síðasta endurskoðun vatnsverndarinnar var gerð í samstarfi allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu árið 2015. Þá voru núverandi vatnsverndarsvæði á öllu höfuðborgarsvæðinu skilgreind og settar reglur um hvað mætti fara fram innan þeirra. Svæðin skiptast í; Brunnsvæði, þar sem sjálf vatnstakan fer fram. Þau skulu vera afgirt og innan þeirra má engin starfsemi vera nema í þágu vatnsveitunnar. Grannsvæði, sem eru svæðin næst brunnsvæðunum og vatnið þar rennur til brunnsvæðanna. Fjarsvæði tekur við af grannsvæði og nær frá mörkum grannsvæðis allt til enda aðrennslissvæðis vatnsbólanna. Öryggissvæði eru síðan skilgreind vegna staðbundinna aðstæðna, til dæmis ef grunnvatn eða yfirborðsvatn af slíku svæði er talið geta borist inn á hin svæðin við tilteknar aðstæður. Í umræðum um vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu hefur vaknað spurningin hvers vegna vatnsverndarsvæðin í Heiðmörkinni nái „niður fyrir“ vatnsbólin sjálf. Ekki rennur vatnið upp í móti, eða hvað? Því er til að svara að rennsli grunnvatns er oft eftir einstökum sprungum þar sem stefna og dýpt sprungunnar ræður meiru en almenn hæð landsins í kring. Þá getur það líka gerst, einkum í leysingum á frosinni jörð, að yfirborðsvatn flæmist um stór svæði. Við þetta hækkaða vatnsborð getur vatn af svæðum undan straumi flætt um miklu stærra svæði en alla jafna og yfir land sem hærra stendur. Vatnstakan sjálf, dælingin úr bolholunum, hefur líka staðbundin áhrif. Dælingin lækkar vatnsborðið í grennd við holuna og getur með því dregið að vatn af svæði sem lægra stendur í landinu. Afmörkun vatnsverndarsvæðanna og einstakra hluta þeirra byggir á áratugalöngum rannsóknum á straumi vatnsins á og í hraununum austan byggðarinnar á höfuðborgarsvæðinu. Grunnvatnslíkanið sem afmörkunin byggir á er endurskoðað árlega þannig að sífellt eykst þekking okkar á þessari líklega mikilvægustu náttúrugjöf sem höfuðborgarsvæðið býr að. Okkur hjá Veitum er treyst fyrir því að standa vörð um þessa auðlind þannig að hún standi afkomendum okkar jafnfersk til boða og hún hefur þjónað okkur og forfeðrum okkar og -mæðrum síðustu 114 árin. Við viljum standa undir því trausti og tryggja lífsgæði til framtíðar. Höfundur er forstöðumaður Vatns- og fráveitu hjá Veitum.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun