Fjögur mætast í kappræðum Repúblikanaflokksins á morgun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. desember 2023 11:16 Fjögur forsetaefni Repúblikanaflokksins uppfylltu skilyrði fyrir þátttöku í þriðju kappræðum forvalsins. Getty Fjögur forsetaefni Repúblikanaflokksins munu mætast í þriðju kappræðum sínum á morgun. Þrýstingur eykst á Chris Christie, sem hefur verið einna duglegastur að tala gegn Donald Trump, á að draga sig í hlé og lýsa yfir stuðningi við Nikki Haley. Auk Christie og Haley munu Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, og athafnamaðurinn Vivek Ramaswamy deila sviðinu í Tuscaloosa annað kvöld. Fjórmenningarnir voru þeir einu sem uppfylltu öll þátttökuskilyrði, meðal annars um 80.000 fjárhagslega stuðningsmenn og yfir sex prósent fylgi í tveimur skoðanakönnunum. Mjög hefur fjarað undan DeSantis, sem áður þótti einn helsti keppinautur Trump um útnefningu Repúblikanaflokksins. Hann virðist ekki hafa náð til kjósenda né hafa haft neitt bitastætt fram að færa. Þá hefur honum ekki tekist að sækja á Trump í skoðanakönnunum. Þannig þykir Haley nú líklegust til að höggva í hæla Trump, ekki síst eftir að pólitískur armur auðveldis Koch-bræðra lýsti yfir stuðningi við ríkisstjórann fyrrverandi. Haley hefur gengið afar vel að afla fjárframlaga og er sögð sitja á bústnum kosningasjóð. Þrýstingur á Christie Forvalið hefst í Iowa eftir sex vikur og þrýstingur hefur aukist á Christie að stíga til hliðar og helst að lýsa yfir stuðningi við Haley. Stuðningsmenn hans benda hins vegar á að hann sé sá eini af forsetaefnunum sem hefur ekkert dregið undan í gagnrýni sinni á Trump og rödd hans því nauðsynlegt innlegg í kosningabaráttuna. Þá hefur verið bent á að það sé mögulega ekki til svo mikils að vinna fyrir Haley, þar sem fylgi Christie myndi ekki þoka henni nema nokkrum prósentustigum nær Trump, sem leiðir með miklum mun víðast hvar og hefur til að mynda 30 prósenta forskot í New Hampshire. Christie hefur látið hafa eftir sér að ef honum mun ekki ganga vel í New Hampshire muni hann endurskoða heit sitt um að halda kosningabaráttunni áfram allt fram að landsfundi Repúblikanaflokksins. Trump verður, líkt og áður, fjarri góðu gamni á morgun en hann hefur neitað að taka þátt í kappræðum í forvalinu. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira
Auk Christie og Haley munu Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, og athafnamaðurinn Vivek Ramaswamy deila sviðinu í Tuscaloosa annað kvöld. Fjórmenningarnir voru þeir einu sem uppfylltu öll þátttökuskilyrði, meðal annars um 80.000 fjárhagslega stuðningsmenn og yfir sex prósent fylgi í tveimur skoðanakönnunum. Mjög hefur fjarað undan DeSantis, sem áður þótti einn helsti keppinautur Trump um útnefningu Repúblikanaflokksins. Hann virðist ekki hafa náð til kjósenda né hafa haft neitt bitastætt fram að færa. Þá hefur honum ekki tekist að sækja á Trump í skoðanakönnunum. Þannig þykir Haley nú líklegust til að höggva í hæla Trump, ekki síst eftir að pólitískur armur auðveldis Koch-bræðra lýsti yfir stuðningi við ríkisstjórann fyrrverandi. Haley hefur gengið afar vel að afla fjárframlaga og er sögð sitja á bústnum kosningasjóð. Þrýstingur á Christie Forvalið hefst í Iowa eftir sex vikur og þrýstingur hefur aukist á Christie að stíga til hliðar og helst að lýsa yfir stuðningi við Haley. Stuðningsmenn hans benda hins vegar á að hann sé sá eini af forsetaefnunum sem hefur ekkert dregið undan í gagnrýni sinni á Trump og rödd hans því nauðsynlegt innlegg í kosningabaráttuna. Þá hefur verið bent á að það sé mögulega ekki til svo mikils að vinna fyrir Haley, þar sem fylgi Christie myndi ekki þoka henni nema nokkrum prósentustigum nær Trump, sem leiðir með miklum mun víðast hvar og hefur til að mynda 30 prósenta forskot í New Hampshire. Christie hefur látið hafa eftir sér að ef honum mun ekki ganga vel í New Hampshire muni hann endurskoða heit sitt um að halda kosningabaráttunni áfram allt fram að landsfundi Repúblikanaflokksins. Trump verður, líkt og áður, fjarri góðu gamni á morgun en hann hefur neitað að taka þátt í kappræðum í forvalinu.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira