Fjögur mætast í kappræðum Repúblikanaflokksins á morgun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. desember 2023 11:16 Fjögur forsetaefni Repúblikanaflokksins uppfylltu skilyrði fyrir þátttöku í þriðju kappræðum forvalsins. Getty Fjögur forsetaefni Repúblikanaflokksins munu mætast í þriðju kappræðum sínum á morgun. Þrýstingur eykst á Chris Christie, sem hefur verið einna duglegastur að tala gegn Donald Trump, á að draga sig í hlé og lýsa yfir stuðningi við Nikki Haley. Auk Christie og Haley munu Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, og athafnamaðurinn Vivek Ramaswamy deila sviðinu í Tuscaloosa annað kvöld. Fjórmenningarnir voru þeir einu sem uppfylltu öll þátttökuskilyrði, meðal annars um 80.000 fjárhagslega stuðningsmenn og yfir sex prósent fylgi í tveimur skoðanakönnunum. Mjög hefur fjarað undan DeSantis, sem áður þótti einn helsti keppinautur Trump um útnefningu Repúblikanaflokksins. Hann virðist ekki hafa náð til kjósenda né hafa haft neitt bitastætt fram að færa. Þá hefur honum ekki tekist að sækja á Trump í skoðanakönnunum. Þannig þykir Haley nú líklegust til að höggva í hæla Trump, ekki síst eftir að pólitískur armur auðveldis Koch-bræðra lýsti yfir stuðningi við ríkisstjórann fyrrverandi. Haley hefur gengið afar vel að afla fjárframlaga og er sögð sitja á bústnum kosningasjóð. Þrýstingur á Christie Forvalið hefst í Iowa eftir sex vikur og þrýstingur hefur aukist á Christie að stíga til hliðar og helst að lýsa yfir stuðningi við Haley. Stuðningsmenn hans benda hins vegar á að hann sé sá eini af forsetaefnunum sem hefur ekkert dregið undan í gagnrýni sinni á Trump og rödd hans því nauðsynlegt innlegg í kosningabaráttuna. Þá hefur verið bent á að það sé mögulega ekki til svo mikils að vinna fyrir Haley, þar sem fylgi Christie myndi ekki þoka henni nema nokkrum prósentustigum nær Trump, sem leiðir með miklum mun víðast hvar og hefur til að mynda 30 prósenta forskot í New Hampshire. Christie hefur látið hafa eftir sér að ef honum mun ekki ganga vel í New Hampshire muni hann endurskoða heit sitt um að halda kosningabaráttunni áfram allt fram að landsfundi Repúblikanaflokksins. Trump verður, líkt og áður, fjarri góðu gamni á morgun en hann hefur neitað að taka þátt í kappræðum í forvalinu. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Auk Christie og Haley munu Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, og athafnamaðurinn Vivek Ramaswamy deila sviðinu í Tuscaloosa annað kvöld. Fjórmenningarnir voru þeir einu sem uppfylltu öll þátttökuskilyrði, meðal annars um 80.000 fjárhagslega stuðningsmenn og yfir sex prósent fylgi í tveimur skoðanakönnunum. Mjög hefur fjarað undan DeSantis, sem áður þótti einn helsti keppinautur Trump um útnefningu Repúblikanaflokksins. Hann virðist ekki hafa náð til kjósenda né hafa haft neitt bitastætt fram að færa. Þá hefur honum ekki tekist að sækja á Trump í skoðanakönnunum. Þannig þykir Haley nú líklegust til að höggva í hæla Trump, ekki síst eftir að pólitískur armur auðveldis Koch-bræðra lýsti yfir stuðningi við ríkisstjórann fyrrverandi. Haley hefur gengið afar vel að afla fjárframlaga og er sögð sitja á bústnum kosningasjóð. Þrýstingur á Christie Forvalið hefst í Iowa eftir sex vikur og þrýstingur hefur aukist á Christie að stíga til hliðar og helst að lýsa yfir stuðningi við Haley. Stuðningsmenn hans benda hins vegar á að hann sé sá eini af forsetaefnunum sem hefur ekkert dregið undan í gagnrýni sinni á Trump og rödd hans því nauðsynlegt innlegg í kosningabaráttuna. Þá hefur verið bent á að það sé mögulega ekki til svo mikils að vinna fyrir Haley, þar sem fylgi Christie myndi ekki þoka henni nema nokkrum prósentustigum nær Trump, sem leiðir með miklum mun víðast hvar og hefur til að mynda 30 prósenta forskot í New Hampshire. Christie hefur látið hafa eftir sér að ef honum mun ekki ganga vel í New Hampshire muni hann endurskoða heit sitt um að halda kosningabaráttunni áfram allt fram að landsfundi Repúblikanaflokksins. Trump verður, líkt og áður, fjarri góðu gamni á morgun en hann hefur neitað að taka þátt í kappræðum í forvalinu.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira