Fjögur mætast í kappræðum Repúblikanaflokksins á morgun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. desember 2023 11:16 Fjögur forsetaefni Repúblikanaflokksins uppfylltu skilyrði fyrir þátttöku í þriðju kappræðum forvalsins. Getty Fjögur forsetaefni Repúblikanaflokksins munu mætast í þriðju kappræðum sínum á morgun. Þrýstingur eykst á Chris Christie, sem hefur verið einna duglegastur að tala gegn Donald Trump, á að draga sig í hlé og lýsa yfir stuðningi við Nikki Haley. Auk Christie og Haley munu Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, og athafnamaðurinn Vivek Ramaswamy deila sviðinu í Tuscaloosa annað kvöld. Fjórmenningarnir voru þeir einu sem uppfylltu öll þátttökuskilyrði, meðal annars um 80.000 fjárhagslega stuðningsmenn og yfir sex prósent fylgi í tveimur skoðanakönnunum. Mjög hefur fjarað undan DeSantis, sem áður þótti einn helsti keppinautur Trump um útnefningu Repúblikanaflokksins. Hann virðist ekki hafa náð til kjósenda né hafa haft neitt bitastætt fram að færa. Þá hefur honum ekki tekist að sækja á Trump í skoðanakönnunum. Þannig þykir Haley nú líklegust til að höggva í hæla Trump, ekki síst eftir að pólitískur armur auðveldis Koch-bræðra lýsti yfir stuðningi við ríkisstjórann fyrrverandi. Haley hefur gengið afar vel að afla fjárframlaga og er sögð sitja á bústnum kosningasjóð. Þrýstingur á Christie Forvalið hefst í Iowa eftir sex vikur og þrýstingur hefur aukist á Christie að stíga til hliðar og helst að lýsa yfir stuðningi við Haley. Stuðningsmenn hans benda hins vegar á að hann sé sá eini af forsetaefnunum sem hefur ekkert dregið undan í gagnrýni sinni á Trump og rödd hans því nauðsynlegt innlegg í kosningabaráttuna. Þá hefur verið bent á að það sé mögulega ekki til svo mikils að vinna fyrir Haley, þar sem fylgi Christie myndi ekki þoka henni nema nokkrum prósentustigum nær Trump, sem leiðir með miklum mun víðast hvar og hefur til að mynda 30 prósenta forskot í New Hampshire. Christie hefur látið hafa eftir sér að ef honum mun ekki ganga vel í New Hampshire muni hann endurskoða heit sitt um að halda kosningabaráttunni áfram allt fram að landsfundi Repúblikanaflokksins. Trump verður, líkt og áður, fjarri góðu gamni á morgun en hann hefur neitað að taka þátt í kappræðum í forvalinu. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira
Auk Christie og Haley munu Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, og athafnamaðurinn Vivek Ramaswamy deila sviðinu í Tuscaloosa annað kvöld. Fjórmenningarnir voru þeir einu sem uppfylltu öll þátttökuskilyrði, meðal annars um 80.000 fjárhagslega stuðningsmenn og yfir sex prósent fylgi í tveimur skoðanakönnunum. Mjög hefur fjarað undan DeSantis, sem áður þótti einn helsti keppinautur Trump um útnefningu Repúblikanaflokksins. Hann virðist ekki hafa náð til kjósenda né hafa haft neitt bitastætt fram að færa. Þá hefur honum ekki tekist að sækja á Trump í skoðanakönnunum. Þannig þykir Haley nú líklegust til að höggva í hæla Trump, ekki síst eftir að pólitískur armur auðveldis Koch-bræðra lýsti yfir stuðningi við ríkisstjórann fyrrverandi. Haley hefur gengið afar vel að afla fjárframlaga og er sögð sitja á bústnum kosningasjóð. Þrýstingur á Christie Forvalið hefst í Iowa eftir sex vikur og þrýstingur hefur aukist á Christie að stíga til hliðar og helst að lýsa yfir stuðningi við Haley. Stuðningsmenn hans benda hins vegar á að hann sé sá eini af forsetaefnunum sem hefur ekkert dregið undan í gagnrýni sinni á Trump og rödd hans því nauðsynlegt innlegg í kosningabaráttuna. Þá hefur verið bent á að það sé mögulega ekki til svo mikils að vinna fyrir Haley, þar sem fylgi Christie myndi ekki þoka henni nema nokkrum prósentustigum nær Trump, sem leiðir með miklum mun víðast hvar og hefur til að mynda 30 prósenta forskot í New Hampshire. Christie hefur látið hafa eftir sér að ef honum mun ekki ganga vel í New Hampshire muni hann endurskoða heit sitt um að halda kosningabaráttunni áfram allt fram að landsfundi Repúblikanaflokksins. Trump verður, líkt og áður, fjarri góðu gamni á morgun en hann hefur neitað að taka þátt í kappræðum í forvalinu.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira