Hvernig fæ ég manninn minn til að lesa þetta? Hulda Tölgyes og Þorsteinn V. Einarsson skrifa 5. desember 2023 10:00 Konur kannast vel við þriðju vaktina og eru farnar að hafa hátt um ósanngirnina sem felst í því að bera byrðina af henni einar. Karlar kannast hins vegar síður við þriðju vaktina, hæðast að henni, efast um tilvist hennar eða í besta falli gera lítið úr umfanginu. Það er lýsandi fyrir eðli vandans. Viðkvæmir karlar Í samhengi íhaldssamra rótgróinna karlmennskuhugmynda er frekar merkilegt, eða raunar sorglegt, hvað þarf lítið til að koma fullorðnum körlum algjörlega úr jafnvægi. Nóg virðist vera að benda á hið augljósa og vel rannsakaða mynstur að karlar axli ekki þá ábyrgð sem þeim ber og þeir komi sér kerfisbundið undan heimilis- og fjölskyldustörfum. Bera margir fyrir sig fyrirvinnuhlutverkið eða tína til hæfilega íþyngjandi og tilfallandi verkefni annarrar vaktarinnar sem þeir sinntu — einhvern tímann. Staðreyndin er sú að það er oft meiri vinna fyrir konu að vera í sambúð með karlmanni en ekki. Staðreynd sem er of óþægileg og fær bestu karla til að hrökklast í vörn, væla yfir ósanngirni árásargjörnu femínistanna og telja sig ekki njóta þeirrar virðingar sem þeim ber. Líklega þá virðingu að vera hlíft við þeim óþægindum að þurfa að horfast í augu við staðreyndir. Með því að veita athygli þeim óþægindum karla sem upplifa þessa umræðu sem persónulega árás á sig missum við sjónar á þeim sálrænu og líkamlegu afleiðingum sem konur verða fyrir vegna of mikils álags á vöktunum. Við missum sjónar á alvarleika vandans vegna viðkvæmni íhaldssamra karla. Undanbragðafimi Fimi karla við að koma sér undan ábyrgð er svo algeng og útbreidd að hún er orðin að sjálfstæðu vandamáli sem bætist á þriðju vakt kvenna. Vegna viðkvæmni karla og inngróinnar karllægni virðist fólk frekar til í að viðhalda misréttinu og kæfa konur í verkefnum þriðju vaktarinnar en að krefja karla um ábyrgð og að dvelja í eigin óþægindum. Óþægindum sem er engum nema þeim og karllægni samfélagsins um að kenna. Konur spyrja okkur oft hvernig þær geti fengið karlinn sinn til að lesa bókina okkar, mæta á námskeið eða hlusta á hlaðvarpsþátt. Þær hugsa leiðir til að hvetja þá, virkja og styðja á eins blíðlegan hátt og hugsast getur. Þær undirbúa sig fyrir samtalið og reyna að velja sem heppilegasta tímasetningu til að ræða þriðju vaktina. Þetta bætist ofan á öll önnur verkefni sem liggja á herðum kvenna á sama tíma og þær vilja ekki styggja karlana sína, ekki koma þeim úr jafnvægi. Aukavinna þriðju vaktarinnar Rannsóknir hafa dregið fram hvernig konur forgangsraða tilfinningum og þörfum annarra umfram sinna eigin. Þetta á við um þriðju vaktina líka þar sem konur þurfa ekki bara að gera hluti sem þær nenna ekki neitt með tilheyrandi persónulegum og samfélagslegum fórnarkostnaði. Konur reyna líka að finna leiðir til að koma körlunum sínum ekki úr tilfinningalegu jafnvægi við að benda þeim á hluti sem þær ættu yfir höfuð ekki einu sinni að þurfa að benda á. Konur hafa í þessu samhengi líst körlunum sínum, mökunum, sem aukabarni sem þurfi að sinna, taka til eftir, þrífa upp eftir og leiðbeina. Og auk þess gera þeir tilkall til þess að stunda kynlíf með þeim líka, jafnvel algjörlega óháð eigin löngunum. Við erum farin að dansa óþægilega á línu kynferðisofbeldis þegar kynlíf er stundað á forsendum annars aðilans. Þessi forgangsröðun kvenna og ögun eigin tilfinninga til að mæta kröfum annarra er kölluð aukavinna þriðju vaktarinnar. Hver er lausnin? Konur velta fyrir sér hvernig þær geti fengið karlana sína til að hlusta á sig og skilja álagið, byrðina og misréttið en karlar krefjast þess að fá lausnina. „Segðu mér bara hvað ég á að gera“, „skrifaðu bara lista“ og sjá fyrir sér nokkrar mínútur þar sem þeir kippa þessu í liðinn, eflaust undir yfirumsjón og með svörum frá konu sem er á vaktinni. Þetta er dæmigerð karllæg hugsun þótt það myndi vissulega gera gagn ef karlar myndu bara axla jafna ábyrgð á öllum störfum sem tilheyra heimilis- og fjölskyldulífi. En jafnvel þótt þeir reyndu er það ekki nóg. Hindranirnar er nefnilega líka að finna í kerfisbundnum aðstöðumun þar sem kynjaður vinnumarkaður, launamunur og rótgrónar karlmennsku- og kvenleikahugmyndir hafa stýrandi áhrif. Lausnin felst til að byrja með í fúsleikanum, viljanum til ábyrgðar og þess að þola við í óþægindunum. Til dæmis að dvelja í óþægindunum sem þessi stutti pistill olli þér í stað þess að beina þeim að okkur eða makanum þínum (fyrir að senda þér hann) eða leitast við að rökræða hvernig þú ert nú ekki svo slæmur. Hulda Tölgyes sálfræðingur og Þorsteinn V. Einarsson kynjafræðingur. Höfundar eru stofnendur thridja.is og höfundar bókarinnar Þriðja vaktin – Jafnréttishandbók heimilisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hulda Jónsdóttir Tölgyes Þorsteinn V. Einarsson Jafnréttismál Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Konur kannast vel við þriðju vaktina og eru farnar að hafa hátt um ósanngirnina sem felst í því að bera byrðina af henni einar. Karlar kannast hins vegar síður við þriðju vaktina, hæðast að henni, efast um tilvist hennar eða í besta falli gera lítið úr umfanginu. Það er lýsandi fyrir eðli vandans. Viðkvæmir karlar Í samhengi íhaldssamra rótgróinna karlmennskuhugmynda er frekar merkilegt, eða raunar sorglegt, hvað þarf lítið til að koma fullorðnum körlum algjörlega úr jafnvægi. Nóg virðist vera að benda á hið augljósa og vel rannsakaða mynstur að karlar axli ekki þá ábyrgð sem þeim ber og þeir komi sér kerfisbundið undan heimilis- og fjölskyldustörfum. Bera margir fyrir sig fyrirvinnuhlutverkið eða tína til hæfilega íþyngjandi og tilfallandi verkefni annarrar vaktarinnar sem þeir sinntu — einhvern tímann. Staðreyndin er sú að það er oft meiri vinna fyrir konu að vera í sambúð með karlmanni en ekki. Staðreynd sem er of óþægileg og fær bestu karla til að hrökklast í vörn, væla yfir ósanngirni árásargjörnu femínistanna og telja sig ekki njóta þeirrar virðingar sem þeim ber. Líklega þá virðingu að vera hlíft við þeim óþægindum að þurfa að horfast í augu við staðreyndir. Með því að veita athygli þeim óþægindum karla sem upplifa þessa umræðu sem persónulega árás á sig missum við sjónar á þeim sálrænu og líkamlegu afleiðingum sem konur verða fyrir vegna of mikils álags á vöktunum. Við missum sjónar á alvarleika vandans vegna viðkvæmni íhaldssamra karla. Undanbragðafimi Fimi karla við að koma sér undan ábyrgð er svo algeng og útbreidd að hún er orðin að sjálfstæðu vandamáli sem bætist á þriðju vakt kvenna. Vegna viðkvæmni karla og inngróinnar karllægni virðist fólk frekar til í að viðhalda misréttinu og kæfa konur í verkefnum þriðju vaktarinnar en að krefja karla um ábyrgð og að dvelja í eigin óþægindum. Óþægindum sem er engum nema þeim og karllægni samfélagsins um að kenna. Konur spyrja okkur oft hvernig þær geti fengið karlinn sinn til að lesa bókina okkar, mæta á námskeið eða hlusta á hlaðvarpsþátt. Þær hugsa leiðir til að hvetja þá, virkja og styðja á eins blíðlegan hátt og hugsast getur. Þær undirbúa sig fyrir samtalið og reyna að velja sem heppilegasta tímasetningu til að ræða þriðju vaktina. Þetta bætist ofan á öll önnur verkefni sem liggja á herðum kvenna á sama tíma og þær vilja ekki styggja karlana sína, ekki koma þeim úr jafnvægi. Aukavinna þriðju vaktarinnar Rannsóknir hafa dregið fram hvernig konur forgangsraða tilfinningum og þörfum annarra umfram sinna eigin. Þetta á við um þriðju vaktina líka þar sem konur þurfa ekki bara að gera hluti sem þær nenna ekki neitt með tilheyrandi persónulegum og samfélagslegum fórnarkostnaði. Konur reyna líka að finna leiðir til að koma körlunum sínum ekki úr tilfinningalegu jafnvægi við að benda þeim á hluti sem þær ættu yfir höfuð ekki einu sinni að þurfa að benda á. Konur hafa í þessu samhengi líst körlunum sínum, mökunum, sem aukabarni sem þurfi að sinna, taka til eftir, þrífa upp eftir og leiðbeina. Og auk þess gera þeir tilkall til þess að stunda kynlíf með þeim líka, jafnvel algjörlega óháð eigin löngunum. Við erum farin að dansa óþægilega á línu kynferðisofbeldis þegar kynlíf er stundað á forsendum annars aðilans. Þessi forgangsröðun kvenna og ögun eigin tilfinninga til að mæta kröfum annarra er kölluð aukavinna þriðju vaktarinnar. Hver er lausnin? Konur velta fyrir sér hvernig þær geti fengið karlana sína til að hlusta á sig og skilja álagið, byrðina og misréttið en karlar krefjast þess að fá lausnina. „Segðu mér bara hvað ég á að gera“, „skrifaðu bara lista“ og sjá fyrir sér nokkrar mínútur þar sem þeir kippa þessu í liðinn, eflaust undir yfirumsjón og með svörum frá konu sem er á vaktinni. Þetta er dæmigerð karllæg hugsun þótt það myndi vissulega gera gagn ef karlar myndu bara axla jafna ábyrgð á öllum störfum sem tilheyra heimilis- og fjölskyldulífi. En jafnvel þótt þeir reyndu er það ekki nóg. Hindranirnar er nefnilega líka að finna í kerfisbundnum aðstöðumun þar sem kynjaður vinnumarkaður, launamunur og rótgrónar karlmennsku- og kvenleikahugmyndir hafa stýrandi áhrif. Lausnin felst til að byrja með í fúsleikanum, viljanum til ábyrgðar og þess að þola við í óþægindunum. Til dæmis að dvelja í óþægindunum sem þessi stutti pistill olli þér í stað þess að beina þeim að okkur eða makanum þínum (fyrir að senda þér hann) eða leitast við að rökræða hvernig þú ert nú ekki svo slæmur. Hulda Tölgyes sálfræðingur og Þorsteinn V. Einarsson kynjafræðingur. Höfundar eru stofnendur thridja.is og höfundar bókarinnar Þriðja vaktin – Jafnréttishandbók heimilisins.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun