Edda Björk í gæsluvarðhaldi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 2. desember 2023 18:54 Edda Björk hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald í sama fangelsi og hryðjuverkamaðurinn Anders Breivik sat inni í. Edda Björk Arnardóttir, sem var framseld til Noregs í gær, hefur verið úrskurðuð í þrjátíu daga gæsluvarðhald í Þelamerkurfangelsi. Þetta staðfestir Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður Eddu í samtali við fréttastofu. Samkvæmt RÚV er Edda vistuð í sama fangelsi og Anders Behring Breivik var í í rúman áratug. Fangelsinu var þó breytt í kvennafangelsi fyrr á árinu og segir Jóhannes að ekki sé tilefni í að gera mál úr því. Strangara en á Íslandi Samskipti hennar utan fangelsisins eru mjög takmörkuð og hefur hún aðeins leyfi fyrir þrjátíu mínútna símtal á viku fresti við fjölskyldu sína. Jóhannes Karl segir Norðmenn vera töluvert strangari í þessum málum en við Íslendingar og aðspurður segir hann samskiptatakmarkanir sem Edda þurfi að sæta ekki eðlilegar. „Nei, þetta er strangara en við eigum að venjast. Í íslensku gæsluvarðhaldi eins og hún var í hérna áður mátti hún alveg fá heimsóknir frá ættingjum og hringja í lögmann hvenær sem var. En það eru miklu meiri hömlur þarna,“ segir Jóhannes. Gæti ekki meðalhófs Jafnframt segir Jóhannes að norsk yfirvöld séu ekki að gæta meðalhófs í málinu. „Nei, mér finnst það nú ekki. Sérstaklega í ljósi þess að hún hafi aldrei skrópað við nein réttarhöld,“ svarar hann. Ekki liggur fyrir hvenær mál Eddu Bjarkar verði tekið fyrir dóm. Fjölskyldumál Dómsmál Lögreglumál Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Segir málið á ábyrgð dómsmálaráðuneytisins Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að ráðuneytið sitt geti ekki blandað sér í mál Eddu Bjarkar Arnardóttur og barnanna hennar og segir málið alfarið vera á ábyrgð dómsmálaráðuneytisins. 2. desember 2023 17:53 Edda Björk farin úr landi Edda Björk Arnardóttir var framseld til Noregs seinni partinn í dag. Hún hefur verið sökuð um að hafa flutt börn sín í leyfisleysi frá Noregi til Íslands á síðasta ári. 1. desember 2023 18:00 Eddu Björk hafi verið gert að tala norsku við börnin sín Helga Vala Helgadóttir lögmaður og fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar segir ekki nóg hlustað á börnin í forsjármáli Eddu Bjarkar Arnardóttur sem framseld var til Noregs í dag. Hún gagnrýnir einnig framferði norskra yfirvalda í málum sem varða börn. Þetta og fleira ræddi hún í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag 1. desember 2023 21:28 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Sjá meira
Samkvæmt RÚV er Edda vistuð í sama fangelsi og Anders Behring Breivik var í í rúman áratug. Fangelsinu var þó breytt í kvennafangelsi fyrr á árinu og segir Jóhannes að ekki sé tilefni í að gera mál úr því. Strangara en á Íslandi Samskipti hennar utan fangelsisins eru mjög takmörkuð og hefur hún aðeins leyfi fyrir þrjátíu mínútna símtal á viku fresti við fjölskyldu sína. Jóhannes Karl segir Norðmenn vera töluvert strangari í þessum málum en við Íslendingar og aðspurður segir hann samskiptatakmarkanir sem Edda þurfi að sæta ekki eðlilegar. „Nei, þetta er strangara en við eigum að venjast. Í íslensku gæsluvarðhaldi eins og hún var í hérna áður mátti hún alveg fá heimsóknir frá ættingjum og hringja í lögmann hvenær sem var. En það eru miklu meiri hömlur þarna,“ segir Jóhannes. Gæti ekki meðalhófs Jafnframt segir Jóhannes að norsk yfirvöld séu ekki að gæta meðalhófs í málinu. „Nei, mér finnst það nú ekki. Sérstaklega í ljósi þess að hún hafi aldrei skrópað við nein réttarhöld,“ svarar hann. Ekki liggur fyrir hvenær mál Eddu Bjarkar verði tekið fyrir dóm.
Fjölskyldumál Dómsmál Lögreglumál Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Segir málið á ábyrgð dómsmálaráðuneytisins Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að ráðuneytið sitt geti ekki blandað sér í mál Eddu Bjarkar Arnardóttur og barnanna hennar og segir málið alfarið vera á ábyrgð dómsmálaráðuneytisins. 2. desember 2023 17:53 Edda Björk farin úr landi Edda Björk Arnardóttir var framseld til Noregs seinni partinn í dag. Hún hefur verið sökuð um að hafa flutt börn sín í leyfisleysi frá Noregi til Íslands á síðasta ári. 1. desember 2023 18:00 Eddu Björk hafi verið gert að tala norsku við börnin sín Helga Vala Helgadóttir lögmaður og fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar segir ekki nóg hlustað á börnin í forsjármáli Eddu Bjarkar Arnardóttur sem framseld var til Noregs í dag. Hún gagnrýnir einnig framferði norskra yfirvalda í málum sem varða börn. Þetta og fleira ræddi hún í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag 1. desember 2023 21:28 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Sjá meira
Segir málið á ábyrgð dómsmálaráðuneytisins Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að ráðuneytið sitt geti ekki blandað sér í mál Eddu Bjarkar Arnardóttur og barnanna hennar og segir málið alfarið vera á ábyrgð dómsmálaráðuneytisins. 2. desember 2023 17:53
Edda Björk farin úr landi Edda Björk Arnardóttir var framseld til Noregs seinni partinn í dag. Hún hefur verið sökuð um að hafa flutt börn sín í leyfisleysi frá Noregi til Íslands á síðasta ári. 1. desember 2023 18:00
Eddu Björk hafi verið gert að tala norsku við börnin sín Helga Vala Helgadóttir lögmaður og fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar segir ekki nóg hlustað á börnin í forsjármáli Eddu Bjarkar Arnardóttur sem framseld var til Noregs í dag. Hún gagnrýnir einnig framferði norskra yfirvalda í málum sem varða börn. Þetta og fleira ræddi hún í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag 1. desember 2023 21:28