„Mjög skrítið að við séum ekki við þetta borð“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. desember 2023 10:42 Njörður Sigurðsson segir erindi frá Ölfusi hafa verið afrit af bréfi til Orkustofnunar. Vísir/Vilhelm Forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar segir bæjarstjórn strax hafa óskað eftir samráði við Sveitarfélagið Ölfus í febrúar þegar bæjarstjórninni barst erindi bæjarstjóra Ölfus til Orkustofnunar um fyriræt. Málið varði hagsmuni Hvergerðinga umfram alla aðra. „Þetta erindi sem barst bænum var bréf Sveitarfélagsins Ölfuss til Orkustofnunar með afriti til Hveragerðis,“ segir Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar í Hveragerði í samtali við Vísi. Bæjarstjórnin hafi þá þegar beðið um að vera höfð með í ráðum. Bæjarstjórn í Hveragerði hefur gagnrýnt Sveitarfélagið Ölfus og Orkuveitu Reykjavíkur fyrir samráðsleysi vegna áætlana um virkjun í Ölfusdal. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfus, sagðist í gær hissa á gagnrýninni. Hann hefði sent bæjarstjórn í Hveragerði erindi um málið í febrúar. Hafi beðið um samráð frá upphafi „Við tókum erindið fyrir í bæjarráði þann 2. mars og þar er hægt að sjá bókun okkar um hana, sem er alveg á sama veg og bókunin sem við vorum með í vikunni. Þannig að við óskuðum strax eftir samráði,“ segir Njörður. „Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar hefur rætt við bæjarstjórann í Ölfus um þetta allt saman en samt var ekki upplýst um þetta sem svo kom fram á fréttamannafundi í vikunni og þess vegna kom þetta flatt upp á okkur.“ Á fréttamannafundi rituðu Ölfus, Orkuveita Reykjavíkur og Títan undir viljayfirlýsingu um að sækja sameiginlega um rannsóknarleyfi með samstarf um nýtingu jarðhita í Ölfusdal í huga. Elliði lagði áherslu á það í samtali við Vísi í gær að um rannsóknarleyfi væri að ræða en ekki nýtingarleyfi. Í Facebook færslu um málið bendir Njörður meðal annars á að Elliði hafi einungis tilkynnt bænum um fyrirætlanir Ölfuss. „Í orðabók Árnastofnunar er samráð skilgreint sem „það að taka sameiginlegar ákvarðanir og samræma aðgerðir.“ Að tilkynna um fyrirætlanir er ekki samráð. Fyrsta spurningin í slíku samráði væri að spyrja (eins og kemur fram í bókun bæjarráðs frá 2. mars) hvort að það þjóni hagsmunum Hvergerðinga að sett verði virkjun við túnfót þeirra.“ Hagsmunir Hveragerðis meiri en Ölfuss Elliði sagði að það væri ekki of seint að eiga samtalið við nágranna sína í Hveragerði um málið. Sagðist Elliði raunar deila áhyggjum þeirra af mögulegum umhverfisáhrifum aukinnar virkjunar á náttúruperlur á svæðinu líkt og Reykjadal. Njörður segist fagna því að Elliði sé reiðubúinn í að eiga samtalið. Ljóst sé að um risamál sé að ræða. „Þetta er mjög stórt mál og þetta varðar hagsmuni okkar hér í Hveragerði umfram alla aðra. Þetta eru meiri hagsmunir fyrir okkur heldur en Sveitarfélagið Ölfus og Orkuveitu Reykjavíkur. Og þess vegna er mjög skrítið að við séum ekki við þetta borð og fáum að ráða hvort að þetta kemur upp eða ekki. Það er aðalatriðið í þessu máli.“ Hveragerði Ölfus Orkumál Jarðhiti Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
„Þetta erindi sem barst bænum var bréf Sveitarfélagsins Ölfuss til Orkustofnunar með afriti til Hveragerðis,“ segir Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar í Hveragerði í samtali við Vísi. Bæjarstjórnin hafi þá þegar beðið um að vera höfð með í ráðum. Bæjarstjórn í Hveragerði hefur gagnrýnt Sveitarfélagið Ölfus og Orkuveitu Reykjavíkur fyrir samráðsleysi vegna áætlana um virkjun í Ölfusdal. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfus, sagðist í gær hissa á gagnrýninni. Hann hefði sent bæjarstjórn í Hveragerði erindi um málið í febrúar. Hafi beðið um samráð frá upphafi „Við tókum erindið fyrir í bæjarráði þann 2. mars og þar er hægt að sjá bókun okkar um hana, sem er alveg á sama veg og bókunin sem við vorum með í vikunni. Þannig að við óskuðum strax eftir samráði,“ segir Njörður. „Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar hefur rætt við bæjarstjórann í Ölfus um þetta allt saman en samt var ekki upplýst um þetta sem svo kom fram á fréttamannafundi í vikunni og þess vegna kom þetta flatt upp á okkur.“ Á fréttamannafundi rituðu Ölfus, Orkuveita Reykjavíkur og Títan undir viljayfirlýsingu um að sækja sameiginlega um rannsóknarleyfi með samstarf um nýtingu jarðhita í Ölfusdal í huga. Elliði lagði áherslu á það í samtali við Vísi í gær að um rannsóknarleyfi væri að ræða en ekki nýtingarleyfi. Í Facebook færslu um málið bendir Njörður meðal annars á að Elliði hafi einungis tilkynnt bænum um fyrirætlanir Ölfuss. „Í orðabók Árnastofnunar er samráð skilgreint sem „það að taka sameiginlegar ákvarðanir og samræma aðgerðir.“ Að tilkynna um fyrirætlanir er ekki samráð. Fyrsta spurningin í slíku samráði væri að spyrja (eins og kemur fram í bókun bæjarráðs frá 2. mars) hvort að það þjóni hagsmunum Hvergerðinga að sett verði virkjun við túnfót þeirra.“ Hagsmunir Hveragerðis meiri en Ölfuss Elliði sagði að það væri ekki of seint að eiga samtalið við nágranna sína í Hveragerði um málið. Sagðist Elliði raunar deila áhyggjum þeirra af mögulegum umhverfisáhrifum aukinnar virkjunar á náttúruperlur á svæðinu líkt og Reykjadal. Njörður segist fagna því að Elliði sé reiðubúinn í að eiga samtalið. Ljóst sé að um risamál sé að ræða. „Þetta er mjög stórt mál og þetta varðar hagsmuni okkar hér í Hveragerði umfram alla aðra. Þetta eru meiri hagsmunir fyrir okkur heldur en Sveitarfélagið Ölfus og Orkuveitu Reykjavíkur. Og þess vegna er mjög skrítið að við séum ekki við þetta borð og fáum að ráða hvort að þetta kemur upp eða ekki. Það er aðalatriðið í þessu máli.“
Hveragerði Ölfus Orkumál Jarðhiti Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira