Lögregla skoðar að senda fulltrúa út Lovísa Arnardóttir skrifar 30. nóvember 2023 09:10 Magnús Kristinn er einn besti borðtennisspilari sem Ísland hefur alið. Hann er margfaldur Íslandsmeistari en hann keppti fyrir Víking í íþróttinni. Lögreglan á von á skýrslu frá lögreglunni í Dóminíska lýðveldinu í næstu viku er varðar rannsókn þeirra á hvarfi Magnúsar Kristins Magnússonar í Dóminíska lýðveldinu í september á þessu ári. Ekkert hefur heyrst frá Magnúsi síðan í september. „Við erum í stöðugu sambandi við lögregluna erlendis og munu þeir upplýsa okkur um leið og nýjar upplýsingar berast,“ segir í svari frá embætti ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu um málið. Þar kemur einnig fram að það sé í skoðun að fulltrúi frá embætti ríkislögreglustjóra fylgi skýrslunni eftir og fari til Santo Domingo. „Það hefur bókstaflega ekkert gerst. Við erum engu nær og maður hefur á tilfinningunni að það sé afskaplega lítið að gerast, bæði þar og hér,“ segir Rannveig Karlsdóttir systir Magnúsar. Hún segir að fjölskyldan hafi fengið skýrslu frá lögreglunni úti fyrir nokkrum vikum en þar hafi ekkert komið fram sem þau hafi ekki vitað fyrir. „Þar er verið að rekja ferðir hans þetta kvöld. En svo ekkert meir að utan.“ Kom með töskuna í síðasta mánuði Magnús fór til Dóminíska Lýðveldisins eftir að hafa verið á ferðalagi á Spáni. Ferðin var ekki plönuð og er enn sem komið er lítið er vitað um tilgang ferðarinnar. Fjölskyldan komst þó að því eftir að hann fór að hann fór í spilavíti og að skemmta sér. Fjölskyldan heyrði svo síðast í honum þegar hann var á leið út á völl, á heimleið. Magnús átti að fljúga heim í gegnum Frankfurt. Hann mætti á flugvöllinn en fór aldrei í flugið. Fram kom í viðtali við Rannveigu systur hans um miðjan október að Magnús hefði við komu á flugvöllinn gengið frá farangrinum og farið svo út. Þar hefði hann klifrað yfir girðingu og þar sé tún. Við túnið stendur vegur og þaðan tekur við klettótt strönd. „Þar eru mjög hrikalegir klettar. Hann semsagt fer úr mynd ef ég skil rétt, svona um það bil við veginn eða þar sem hann er að fara yfir veginn. Það er búið að reyna skoða myndir hjá fyrirtækjum og stöðum sem eru nálægt þessum vegi en hann hefur ekki fundist á neinum þeirra,“ sagði Rannveig í viðtali þá. Ekki útilokað að fjölskyldan fari aftur út Bróðir Rannveigar kom heim með tösku Magnúsar um miðjan október en Rannveig segir ekkert í töskunni varpa ljósi á ferðir hans eða framhaldið. Fyrr hefur verið greint frá því að hann fundaði í ferðinni með lögreglu, yfirvöldum, lögfræðingum ásamt því að hann fór sjálfur yfir ýmis gögn eins og myndefni. Þá fór hann einnig í viðamikla leit með her og lögreglu þar sem gengið var ströndina ásamt því að leitað var á bátum og með drónum. Rannveig segir ekki útilokað að fjölskyldan fari aftur út en að það sé ekkert ákveðið um það. Magnús Kristinn er fæddur 1987, um það bil 1,85 sentímetrar á hæð, grann- og íþróttamannslega vaxinn. Hann er með gráblá augu, dökkhærður, mjög snöggklipptur og með dökka skeggrót. Hafi fólk upplýsingar um ferðir Magnúsar er þeim bent á að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000. Leitin að Magnúsi Kristni Lögreglumál Dóminíska lýðveldið Tengdar fréttir Bróðir Magnúsar á leið út og farangurinn á leið heim Ekkert hefur enn spurst til Magnúsar Kristins í Dóminíska lýðveldinu. Bróðir hans er nú á leið út en fyrir fjölskylduna starfar nú innlendur lögmaður. Hluti af farangri Magnúsar er á leið til landsins. 3. október 2023 16:38 Rannsókn á hvarfi Magnúsar heldur áfram Rannsókn lögreglu á máli Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er í Dóminíska lýðveldinu, heldur áfram. 20. september 2023 18:31 Útskýrir hvað gerist þegar Íslendingur týnist erlendis Það eru ekki margir Íslendingar sem týnast á erlendri grundu, en þó koma upp nokkur slík mál á ári hverju, að sögn Karls Steinars Valssonar yfirlögregluþjónar hjá Ríkislögreglustjóra. Hann ræddi um mannshvörf Íslendinga erlendis í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. 18. september 2023 21:30 Óttast að andleg veikindi hafi tekið sig upp á ný Systir Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er í Dóminíska lýðveldinu, segir hann hafa glímt við andleg veikindi fyrir nokkrum árum. Hún óttast að veikindin hafi hugsanlega tekið sig upp á ný og hann sé á slæmum stað andlega. Fjölskyldan sé örmagna en reyni að einbeita sér að leitinni auk þess að hlúa að ungum syni Magnúsar og fóstursyni. 18. september 2023 09:59 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Sjá meira
„Við erum í stöðugu sambandi við lögregluna erlendis og munu þeir upplýsa okkur um leið og nýjar upplýsingar berast,“ segir í svari frá embætti ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu um málið. Þar kemur einnig fram að það sé í skoðun að fulltrúi frá embætti ríkislögreglustjóra fylgi skýrslunni eftir og fari til Santo Domingo. „Það hefur bókstaflega ekkert gerst. Við erum engu nær og maður hefur á tilfinningunni að það sé afskaplega lítið að gerast, bæði þar og hér,“ segir Rannveig Karlsdóttir systir Magnúsar. Hún segir að fjölskyldan hafi fengið skýrslu frá lögreglunni úti fyrir nokkrum vikum en þar hafi ekkert komið fram sem þau hafi ekki vitað fyrir. „Þar er verið að rekja ferðir hans þetta kvöld. En svo ekkert meir að utan.“ Kom með töskuna í síðasta mánuði Magnús fór til Dóminíska Lýðveldisins eftir að hafa verið á ferðalagi á Spáni. Ferðin var ekki plönuð og er enn sem komið er lítið er vitað um tilgang ferðarinnar. Fjölskyldan komst þó að því eftir að hann fór að hann fór í spilavíti og að skemmta sér. Fjölskyldan heyrði svo síðast í honum þegar hann var á leið út á völl, á heimleið. Magnús átti að fljúga heim í gegnum Frankfurt. Hann mætti á flugvöllinn en fór aldrei í flugið. Fram kom í viðtali við Rannveigu systur hans um miðjan október að Magnús hefði við komu á flugvöllinn gengið frá farangrinum og farið svo út. Þar hefði hann klifrað yfir girðingu og þar sé tún. Við túnið stendur vegur og þaðan tekur við klettótt strönd. „Þar eru mjög hrikalegir klettar. Hann semsagt fer úr mynd ef ég skil rétt, svona um það bil við veginn eða þar sem hann er að fara yfir veginn. Það er búið að reyna skoða myndir hjá fyrirtækjum og stöðum sem eru nálægt þessum vegi en hann hefur ekki fundist á neinum þeirra,“ sagði Rannveig í viðtali þá. Ekki útilokað að fjölskyldan fari aftur út Bróðir Rannveigar kom heim með tösku Magnúsar um miðjan október en Rannveig segir ekkert í töskunni varpa ljósi á ferðir hans eða framhaldið. Fyrr hefur verið greint frá því að hann fundaði í ferðinni með lögreglu, yfirvöldum, lögfræðingum ásamt því að hann fór sjálfur yfir ýmis gögn eins og myndefni. Þá fór hann einnig í viðamikla leit með her og lögreglu þar sem gengið var ströndina ásamt því að leitað var á bátum og með drónum. Rannveig segir ekki útilokað að fjölskyldan fari aftur út en að það sé ekkert ákveðið um það. Magnús Kristinn er fæddur 1987, um það bil 1,85 sentímetrar á hæð, grann- og íþróttamannslega vaxinn. Hann er með gráblá augu, dökkhærður, mjög snöggklipptur og með dökka skeggrót. Hafi fólk upplýsingar um ferðir Magnúsar er þeim bent á að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000.
Leitin að Magnúsi Kristni Lögreglumál Dóminíska lýðveldið Tengdar fréttir Bróðir Magnúsar á leið út og farangurinn á leið heim Ekkert hefur enn spurst til Magnúsar Kristins í Dóminíska lýðveldinu. Bróðir hans er nú á leið út en fyrir fjölskylduna starfar nú innlendur lögmaður. Hluti af farangri Magnúsar er á leið til landsins. 3. október 2023 16:38 Rannsókn á hvarfi Magnúsar heldur áfram Rannsókn lögreglu á máli Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er í Dóminíska lýðveldinu, heldur áfram. 20. september 2023 18:31 Útskýrir hvað gerist þegar Íslendingur týnist erlendis Það eru ekki margir Íslendingar sem týnast á erlendri grundu, en þó koma upp nokkur slík mál á ári hverju, að sögn Karls Steinars Valssonar yfirlögregluþjónar hjá Ríkislögreglustjóra. Hann ræddi um mannshvörf Íslendinga erlendis í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. 18. september 2023 21:30 Óttast að andleg veikindi hafi tekið sig upp á ný Systir Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er í Dóminíska lýðveldinu, segir hann hafa glímt við andleg veikindi fyrir nokkrum árum. Hún óttast að veikindin hafi hugsanlega tekið sig upp á ný og hann sé á slæmum stað andlega. Fjölskyldan sé örmagna en reyni að einbeita sér að leitinni auk þess að hlúa að ungum syni Magnúsar og fóstursyni. 18. september 2023 09:59 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Sjá meira
Bróðir Magnúsar á leið út og farangurinn á leið heim Ekkert hefur enn spurst til Magnúsar Kristins í Dóminíska lýðveldinu. Bróðir hans er nú á leið út en fyrir fjölskylduna starfar nú innlendur lögmaður. Hluti af farangri Magnúsar er á leið til landsins. 3. október 2023 16:38
Rannsókn á hvarfi Magnúsar heldur áfram Rannsókn lögreglu á máli Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er í Dóminíska lýðveldinu, heldur áfram. 20. september 2023 18:31
Útskýrir hvað gerist þegar Íslendingur týnist erlendis Það eru ekki margir Íslendingar sem týnast á erlendri grundu, en þó koma upp nokkur slík mál á ári hverju, að sögn Karls Steinars Valssonar yfirlögregluþjónar hjá Ríkislögreglustjóra. Hann ræddi um mannshvörf Íslendinga erlendis í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. 18. september 2023 21:30
Óttast að andleg veikindi hafi tekið sig upp á ný Systir Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er í Dóminíska lýðveldinu, segir hann hafa glímt við andleg veikindi fyrir nokkrum árum. Hún óttast að veikindin hafi hugsanlega tekið sig upp á ný og hann sé á slæmum stað andlega. Fjölskyldan sé örmagna en reyni að einbeita sér að leitinni auk þess að hlúa að ungum syni Magnúsar og fóstursyni. 18. september 2023 09:59