Gagnrýna seinagang ríkisstjórnarinnar: „Hvaða endemis della er þetta?“ Árni Sæberg skrifar 29. nóvember 2023 18:30 Stjórnarandstöðuþingmenn eru ekki sáttir. Vísir/Vilhelm Þingmenn úr öllum flokkum stjórnarandstöðu stigu í pontu Alþingis síðdegis til að gagnrýna vinnubrögð ríkisstjórnarinnar en þingflokksformenn fengu skilaboð um kvöldmatarleytið í gær um að til stæði að taka fyrir 56 blaðsíðna frumvarp umhverfisráðherra í dag sem meðal annars inniheldur fjórtán ESB lagagerðir. Þingmennirnir voru einhuga um að þetta væru ófagleg vinnubrögð sem byðu hættunni heim þegar stór mál sem þetta sé tekið fyrir í miklum flýti. Mistök við slíkar aðstæður væru fyrirsjáanleg. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins kallaði Sjálfstæðisflokkinn Brusselflokkinn og flokksbróðir hans, Bergþór Ólason, var allt annað en ánægður með vinnubrögðin. „Það er auðvitað alveg forkastanlegt að mál eins og þetta sé að koma hér inn í þingið ellefu dögum fyrir áætlaða jólafrestun þingsins og með kröfum um að það sé klárað fyrir árámót. Hvaða endemis della er þetta? Burtséð frá því hver afstaða þingmanna er til málsins.“ Ekki í fyrsta skiptið Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, var sama sinnis. Þetta væri ekki í fyrsta sinn sem slík vinnubrögð væru viðhöfð. „Þetta er viðverandi vandamál að það er ætlast til þess að þingið klári einhver risastór mál á handahlaupum út af því að við fáum málin ekki tímanlega frá ráðuneytinu. Við erum búin að vera hérna núna í marga mánuði með eiginlega engin mál frá ríkisstjórninni. Það er ekkert búið að vera að frétta af ríkisstjórnarmálum, þingmannamál eru búin að halda þinginu hérna gangandi. Svo þegar koma mál sem eiga að vera dagsetningarmál, risastór mál, fjórtán EES-gerðir, þá eigum við að afgreiða það á handahlaupum.“ Þetta bjóði upp á mistök og það sé ólíðandi að slík mál séu unnin ófaglega. „Ég skil ekki hvernig stendur á því að ríkisstjórnin og ráðherrar geta ekki tryggt það að málin þeirra komi til þingsins tímanlega til þess að við getum afgreitt þau á faglegan máta. Það er óþolandi,“ sagði Halldóra og uppskar heyr, heyr úr þingsal. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Miðflokkurinn Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Þingmennirnir voru einhuga um að þetta væru ófagleg vinnubrögð sem byðu hættunni heim þegar stór mál sem þetta sé tekið fyrir í miklum flýti. Mistök við slíkar aðstæður væru fyrirsjáanleg. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins kallaði Sjálfstæðisflokkinn Brusselflokkinn og flokksbróðir hans, Bergþór Ólason, var allt annað en ánægður með vinnubrögðin. „Það er auðvitað alveg forkastanlegt að mál eins og þetta sé að koma hér inn í þingið ellefu dögum fyrir áætlaða jólafrestun þingsins og með kröfum um að það sé klárað fyrir árámót. Hvaða endemis della er þetta? Burtséð frá því hver afstaða þingmanna er til málsins.“ Ekki í fyrsta skiptið Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, var sama sinnis. Þetta væri ekki í fyrsta sinn sem slík vinnubrögð væru viðhöfð. „Þetta er viðverandi vandamál að það er ætlast til þess að þingið klári einhver risastór mál á handahlaupum út af því að við fáum málin ekki tímanlega frá ráðuneytinu. Við erum búin að vera hérna núna í marga mánuði með eiginlega engin mál frá ríkisstjórninni. Það er ekkert búið að vera að frétta af ríkisstjórnarmálum, þingmannamál eru búin að halda þinginu hérna gangandi. Svo þegar koma mál sem eiga að vera dagsetningarmál, risastór mál, fjórtán EES-gerðir, þá eigum við að afgreiða það á handahlaupum.“ Þetta bjóði upp á mistök og það sé ólíðandi að slík mál séu unnin ófaglega. „Ég skil ekki hvernig stendur á því að ríkisstjórnin og ráðherrar geta ekki tryggt það að málin þeirra komi til þingsins tímanlega til þess að við getum afgreitt þau á faglegan máta. Það er óþolandi,“ sagði Halldóra og uppskar heyr, heyr úr þingsal.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Miðflokkurinn Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira