Talsmenn einfaldara skattkerfis og lækkun skatta, koma á fót nýjum og flóknum skatti Jónas Godsk Rögnvaldsson skrifar 29. nóvember 2023 08:00 Hvati stjórnvalda, til kaupa á hreinorkubílum, breytist í refsingu um áramótin. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn, fremstur í flokki, kemur á fót nýjum skatti, sem þekkist hvergi í Evrópu. Kílómetragjald á hreinorkubíla er grófur landsbyggðarskattur, sem er flókinn í framkvæmd, auðvelt að sneiða hjá og/eða fresta afborgunum af. Rafbílaeigendur sem aka um langan veg til að sækja þjónustu og atvinnu fá nú á baukinn fyrir að vera framsýnir. Þeim er refsað fyrir að aka á hreinni íslenskri orku og að spara gjaldeyri landsmanna sem annars færi til olíukaupa. Svo ekki sé minnst á framlag þeirra til orkuskipta. Yfirlýst markmið er að fjármagna vegakerfið þegar það liggur í augum uppi að hvorki þessar fjárhæðir verða eyrnamerktar vegakerfinu né þær sem fást með olíugjöldum - þetta er einfaldlega ný og aukin skattheimta. Miklu nær væri að þrepaskipta bifreiðagjöldunum í takt við þyngd bifreiða, enda hefur hún mikil áhrif á slit vega. Ef menn vilja halda áfram á braut sérstakrar gjaldtöku á hreinorkubílum, þá má hækka bifreiðargjöldin á þeim. Hver mun sinna eftirliti á því að einstaklingurinn skrái fjölda ekna kílómetra rétt? Kemur starfsmaður skattsins í eftirlit í heimahús einu sinni á ári? Hver er kostnaðurinn við hinn nýja skatt í eftirlit og innheimtu? Mörgum spurningum er enn ósvarað. Einnig má bæta við að fyrir einstaklinga með ágætis tölvukunnáttu og leiðbeiningum er hægðarleikur að breyta kílómetrastöðu bílsins. Íslendingar hafa áður haft kílómetragjald (á olíuknúnum fólksbílum) og gáfust upp á því fyrirkomulagi. Er ástæða til að endurtaka leikinn? Eigendur hreinorkubíla eru ekki mótfallnir aukinni gjaldtöku en þessi áform eru illa ígrunduð og taka ekkert tillit til loftslagsmála. Höfundur er rafbílaeigandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bílar Vistvænir bílar Samgöngur Loftslagsmál Mest lesið Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Sjá meira
Hvati stjórnvalda, til kaupa á hreinorkubílum, breytist í refsingu um áramótin. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn, fremstur í flokki, kemur á fót nýjum skatti, sem þekkist hvergi í Evrópu. Kílómetragjald á hreinorkubíla er grófur landsbyggðarskattur, sem er flókinn í framkvæmd, auðvelt að sneiða hjá og/eða fresta afborgunum af. Rafbílaeigendur sem aka um langan veg til að sækja þjónustu og atvinnu fá nú á baukinn fyrir að vera framsýnir. Þeim er refsað fyrir að aka á hreinni íslenskri orku og að spara gjaldeyri landsmanna sem annars færi til olíukaupa. Svo ekki sé minnst á framlag þeirra til orkuskipta. Yfirlýst markmið er að fjármagna vegakerfið þegar það liggur í augum uppi að hvorki þessar fjárhæðir verða eyrnamerktar vegakerfinu né þær sem fást með olíugjöldum - þetta er einfaldlega ný og aukin skattheimta. Miklu nær væri að þrepaskipta bifreiðagjöldunum í takt við þyngd bifreiða, enda hefur hún mikil áhrif á slit vega. Ef menn vilja halda áfram á braut sérstakrar gjaldtöku á hreinorkubílum, þá má hækka bifreiðargjöldin á þeim. Hver mun sinna eftirliti á því að einstaklingurinn skrái fjölda ekna kílómetra rétt? Kemur starfsmaður skattsins í eftirlit í heimahús einu sinni á ári? Hver er kostnaðurinn við hinn nýja skatt í eftirlit og innheimtu? Mörgum spurningum er enn ósvarað. Einnig má bæta við að fyrir einstaklinga með ágætis tölvukunnáttu og leiðbeiningum er hægðarleikur að breyta kílómetrastöðu bílsins. Íslendingar hafa áður haft kílómetragjald (á olíuknúnum fólksbílum) og gáfust upp á því fyrirkomulagi. Er ástæða til að endurtaka leikinn? Eigendur hreinorkubíla eru ekki mótfallnir aukinni gjaldtöku en þessi áform eru illa ígrunduð og taka ekkert tillit til loftslagsmála. Höfundur er rafbílaeigandi.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun