Loka nú öllum landamærunum við Rússland Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2023 16:38 Landamæraverðir í austurhluta Finnlands. AP/Emmi Korhonen Ríkisstjórn Finnlands hefur tekið þá ákvörðun að loka öllum landamærastöðvum við landamæri Rússlands til 13. desember. Eingöngu vörur munu komast yfir landamærin á einum stað. Petteri Orpo, forsætisráðherra, tilkynnti ákvörðunina í dag og sagði að hún tæki gildi þann 30. nóvember, samkvæmt ríkisútvarpi YLE. Lokuninni er ætlað að stöðva flæði innflytjenda að landamærum Finnlands. Ráðamenn þar hafa sakað ráðamenn í Kreml um að gera fólkinu kleift að fara til Finnlands eða jafnvel flytja þau. „Markmið okkar er að binda enda á þetta fordæmalausa ástand á austurlandamærum Finnlands eins fljótt og auðið er,“ sagði Orpo á blaðamannafundi í dag. „Við sættum okkur ekki um tilraunir til að grafa undan þjóðaröryggi okkar. Rússland hefur skapað þetta ástand og getur einnig bundið enda á það.“ All border crossing points on the land border between Finland and Russia will be closed until 13 December. Prime Minister @PetteriOrpo: "We don t accept any attempts to undermine our national security." More https://t.co/KqzKNIG0GE pic.twitter.com/RJom22v6Qn— Finnish Government (@FinGovernment) November 28, 2023 Finnar lokuðu öllum landamærastöðvunum nema einni í síðustu viku vegna fjölda hælisleitenda sem komið hafa að landamærunum. Í frétt Reuters segir að um níu hundrað manns frá Kenía, Marokkó, Pakistan, Sómalíu, Sýrlandi og Jemen hafi farið yfir landamærin í þessum mánuði. Í október var fjöldinn undir einum manni á dag. Sjá einnig: Finnar loka landamærastöðvum við Rússland Eins og áður segir saka Finnar Rússa um að auðvelda fólkinu að komast að landamærum Finnlands. Það er sagt vera vegna þess að Finnland gekk til liðs við Atlantshafsbandalagið fyrr á árinu, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Orpo sagði í gær að yfirvöld í Finnlandi hefðu upplýsingar um að Rússar hefðu aðstoða fólkið og að hælisleitendur stefndu enn að landamærunum. Pólverjar sökuðu Rússa um að flytja farand- og flóttafólk og skapa flóttamannakrísu við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands árið 2021. Þá reistu Pólverjar girðingu við landamærin og sakaði Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, Vladimír Pútín, forseta Rússlands, um að hafa skipulagt þetta. Finnland Rússland Hælisleitendur Flóttamenn Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Petteri Orpo, forsætisráðherra, tilkynnti ákvörðunina í dag og sagði að hún tæki gildi þann 30. nóvember, samkvæmt ríkisútvarpi YLE. Lokuninni er ætlað að stöðva flæði innflytjenda að landamærum Finnlands. Ráðamenn þar hafa sakað ráðamenn í Kreml um að gera fólkinu kleift að fara til Finnlands eða jafnvel flytja þau. „Markmið okkar er að binda enda á þetta fordæmalausa ástand á austurlandamærum Finnlands eins fljótt og auðið er,“ sagði Orpo á blaðamannafundi í dag. „Við sættum okkur ekki um tilraunir til að grafa undan þjóðaröryggi okkar. Rússland hefur skapað þetta ástand og getur einnig bundið enda á það.“ All border crossing points on the land border between Finland and Russia will be closed until 13 December. Prime Minister @PetteriOrpo: "We don t accept any attempts to undermine our national security." More https://t.co/KqzKNIG0GE pic.twitter.com/RJom22v6Qn— Finnish Government (@FinGovernment) November 28, 2023 Finnar lokuðu öllum landamærastöðvunum nema einni í síðustu viku vegna fjölda hælisleitenda sem komið hafa að landamærunum. Í frétt Reuters segir að um níu hundrað manns frá Kenía, Marokkó, Pakistan, Sómalíu, Sýrlandi og Jemen hafi farið yfir landamærin í þessum mánuði. Í október var fjöldinn undir einum manni á dag. Sjá einnig: Finnar loka landamærastöðvum við Rússland Eins og áður segir saka Finnar Rússa um að auðvelda fólkinu að komast að landamærum Finnlands. Það er sagt vera vegna þess að Finnland gekk til liðs við Atlantshafsbandalagið fyrr á árinu, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Orpo sagði í gær að yfirvöld í Finnlandi hefðu upplýsingar um að Rússar hefðu aðstoða fólkið og að hælisleitendur stefndu enn að landamærunum. Pólverjar sökuðu Rússa um að flytja farand- og flóttafólk og skapa flóttamannakrísu við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands árið 2021. Þá reistu Pólverjar girðingu við landamærin og sakaði Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, Vladimír Pútín, forseta Rússlands, um að hafa skipulagt þetta.
Finnland Rússland Hælisleitendur Flóttamenn Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira