Hvers vegna eru biðlistar í fangelsi? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 28. nóvember 2023 07:30 Þrátt fyrir að fólk almennt leiði hugann ekki að því þá er staðan sú að fangelsi eru talin nauðsynleg breyta í hverju samfélagi. Refsingar á borð við fangavist eru taldar hafa varnaðaráhrif og að fólk sem dæmt sé í fangelsi komi þaðan út betri manneskjur. Allt er þetta auðvitað hugarburður og í nútímasamfélögum þar sem endurhæfing hefur tekið við af refsistefnu hefur þetta komið sífellt betur í ljós. Við erum ekki eitt af þeim löndum sem hefur endurhæfingarstefnu. Það er afskaplega kostnaðarsamt fyrir íslenska ríkið að halda úti fangelsiskerfi og sérhver fangi kostar um 20 milljónir á ári og hækkar kostnaðurinn árlega, en það eru um 170 fangelsispláss.. Þannig að jafnvel þrátt fyrir að stór hluti fangelsisdóma sé með öllu tilgangslaus og þar að auki mjög íþyngjandi fjárhagslega fyrir ríkið höldum við áfram að útdeila fangelsisdómum í öllum mögulegum málum. Í raun má færa fyrir því rök að núverandi staða í fangelsismálum leiði til þess að fangelsisdómar auki líkur á endurteknum afbrotum og þar af leiðandi fjölgi afbrotum í samfélaginu. Eitt er það í okkar fangelsiskerfi sem er sérstaklega bagalegt, nefnilega biðlistar. Ef við tökum sektargreiðslur fyrir þá er ljóst að hinir efnameiri borga sínar sektir en fólk sem ekki getur greitt fer á biðlista eftir afplánun í fangelsi. Þegar röðin kemur að viðkomandi getur hann hafa komið sér upp nýju lífi, með fjölskyldu og starfi. En ekkert tillit er tekið til þess. Það er með öllu ólíðandi vegna þess að biðlistar eru í raun mælikvarði á almannahagsmuni. Í þessu samhengi er bent á að biðlistum mætti eyða með einföldum hætti og afnema þá. Á biðlista eftir plássi í fangelsi finnst ekki fólk sem er hættulegt samfélaginu og því má kannski spyrja sig hvers vegna biðlistar eftir fangavist séu til yfir höfuð? Almenn þróun mannréttinda í Evrópu og hinar auknar kröfur sem gerðar eru um mannréttindavernd vekja óneitanlega upp spurningar um hvort ekki sé kominn tími hér á landi til að endurskoða þá stefnu sem við erum á í fangelsismálum, við þurfum að ræða í heild sinni um tilgang refsinga, fangavist, sektir, ný úrræði og hvernig við viljum byggja upp sanngjarnt og réttlátt samfélag. Höfundur er formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Mannréttindi Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að fólk almennt leiði hugann ekki að því þá er staðan sú að fangelsi eru talin nauðsynleg breyta í hverju samfélagi. Refsingar á borð við fangavist eru taldar hafa varnaðaráhrif og að fólk sem dæmt sé í fangelsi komi þaðan út betri manneskjur. Allt er þetta auðvitað hugarburður og í nútímasamfélögum þar sem endurhæfing hefur tekið við af refsistefnu hefur þetta komið sífellt betur í ljós. Við erum ekki eitt af þeim löndum sem hefur endurhæfingarstefnu. Það er afskaplega kostnaðarsamt fyrir íslenska ríkið að halda úti fangelsiskerfi og sérhver fangi kostar um 20 milljónir á ári og hækkar kostnaðurinn árlega, en það eru um 170 fangelsispláss.. Þannig að jafnvel þrátt fyrir að stór hluti fangelsisdóma sé með öllu tilgangslaus og þar að auki mjög íþyngjandi fjárhagslega fyrir ríkið höldum við áfram að útdeila fangelsisdómum í öllum mögulegum málum. Í raun má færa fyrir því rök að núverandi staða í fangelsismálum leiði til þess að fangelsisdómar auki líkur á endurteknum afbrotum og þar af leiðandi fjölgi afbrotum í samfélaginu. Eitt er það í okkar fangelsiskerfi sem er sérstaklega bagalegt, nefnilega biðlistar. Ef við tökum sektargreiðslur fyrir þá er ljóst að hinir efnameiri borga sínar sektir en fólk sem ekki getur greitt fer á biðlista eftir afplánun í fangelsi. Þegar röðin kemur að viðkomandi getur hann hafa komið sér upp nýju lífi, með fjölskyldu og starfi. En ekkert tillit er tekið til þess. Það er með öllu ólíðandi vegna þess að biðlistar eru í raun mælikvarði á almannahagsmuni. Í þessu samhengi er bent á að biðlistum mætti eyða með einföldum hætti og afnema þá. Á biðlista eftir plássi í fangelsi finnst ekki fólk sem er hættulegt samfélaginu og því má kannski spyrja sig hvers vegna biðlistar eftir fangavist séu til yfir höfuð? Almenn þróun mannréttinda í Evrópu og hinar auknar kröfur sem gerðar eru um mannréttindavernd vekja óneitanlega upp spurningar um hvort ekki sé kominn tími hér á landi til að endurskoða þá stefnu sem við erum á í fangelsismálum, við þurfum að ræða í heild sinni um tilgang refsinga, fangavist, sektir, ný úrræði og hvernig við viljum byggja upp sanngjarnt og réttlátt samfélag. Höfundur er formaður Afstöðu.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar