Landsliðsmaðurinn Ómar Ingi Magnússon var á meðal markahæstu leikmanna Magdeburg í dag og skoraði fimm mörk og þá bætti Janus Daði Smárason við þremur mörkum. Þriðji Íslendingurinn í herbúðum Magdeburg, Gísli Þorgeir Kristjánsson, er enn fjarri góðu gamni en hann fór úr axlarlið í sumar í leik Magdeburg og Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.
Magdeburg er á toppi deildarinnar, ásamt Fusche Berlin, en bæði lið eru með 23 stig eftir 13 leiki. Var þetta sjöundi sigurleikur liðsins í röð í deildinni og 17. sigur þess í röð í öllum keppnum.
Önnur úrslit dagsins:
Fusche Berlin - Hamburg 37-31
Rhein-Necker Löwen - Wetzlar 26-21