Mbl greindi fyrst frá en Arndís staðfesti handtökuna í samtali við miðilinn. Segir hún ástæðu handtökunnar vera þá að hún hafi verið of lengi inn á salerni skemmtistaðarins. Af þeim sökum hafi átt að vísa henni út af staðnum, en hún hafi streist á móti og lögregla verið kölluð til.
Fagnar viðbrögðum lögreglu en segir handtökuna tilefnislausa
Atvikið átti sér stað inn á skemmtistaðnum Kíkí. Arndís segist fagna viðbrögðum lögreglu vegna þess að Kíkí sé hinsegin staður þar sem einstaklingar í viðkvæmri stöðu komi saman. Þess vegna sé mikilvægt að lögregla hafi brugðist við án þess að spyrja spurninga.
„Bara þakkir fyrir hröð viðbrögð, þó þeir hafi ekkert vitað hvað var í gangi og að mínu mati að þetta væri með öllu tilefnislaust, sem sagt það sem gerist.“
Arndís segir við mbl að lögregla hafi keyrt sig heim og engin eftirmál hafi verið vegna málsins.
Ekki náðist í Arndísi Önnu við skrif fréttarinnar.