Ökumaður að öllum líkindum sofandi þegar slysið varð Lovísa Arnardóttir skrifar 24. nóvember 2023 12:02 Bílunum lenti saman í harkalegum árekstri. RNSA Ökumaður Kia bifreiðar sem lést í bílslysi á Suðurlandsvegi í júní í fyrra var að öllum líkindum sofandi þegar slysið átti sér stað. Slitlag á vegi var einnig ekki samkvæmt nýjustu viðmiðum Vegagerðar. Einn slasaðist alvarlega í slysinu sem átti sér stað seinni part dags 16. júní. Ökumaður Kia Picanto fólksbifreiðar var að öllum líkindum sofandi þegar hann ók inn á vinstri vegarhelming Suðurlandsvegar og framan á sendibifreið í hörðum árekstri. Ökumaður bílsins, karlmaður á sjötugsaldri, lést í slysinu og farþegi bílsins slasaðist alvarlega. Ökumaður sendibifreiðarinnar slasaðist lítillega. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) sem birt var á vef þeirra í dag. Slysið átti sér stað skammt vestan Kúðafljóts, þann 16. júní í fyrra. Um 31 kílómetra vestan Kirkjubæjarklausturs. Slysið var tilkynnt til lögreglu kl. 15:50 og viðbragðsaðilar fóru á vettvang. Fjarskiptamiðstöð lögreglunnar tilkynnti Rannsóknarnefnd samgönguslysa um slysið kl. 16:02 sama dag. Vegurinn var þurr þegar slysið varð en það rigndi eftir að björgunaraðilar komu á vettvang. Hiti var 10 til 11°C, vindur hægur og skúrir í grennd. Yfirlitsmynd af slysstað.RNSA Árekstri bílanna tveggja er lýst með þessum hætti í skýrslunni: „Við áreksturinn lyftist Kia bifreiðin upp frá veginum, snerist um 90 gráður, rann því næst afturábak út af veginum og stöðvaðist um 7 metra til austurs frá ætluðum árekstrarstað. Mercedes Benz sendibifreiðin kastaðist út fyrir veg og stöðvaðist um 11 metra suðvestan við ætlaðan árekstrarstað (mynd 3). Um eins metra löng dragför sáust á jarðvegi utan vegar eftir hjólbarða hægri hliðar og vinstra afturhjól sendibifreiðarinnar þegar hún lenti utan vegar.“ Höfðu dvalið tvær nætur á landinu Ökumaður og farþegi bílsins voru ferðamenn sem höfðu komið til landsins tveimur dögum fyrir slysið. Þau lentu á Keflavíkurflugvelli í kringum miðnætti þann 14. og höfðu því dvalið á landinu í tvær nætur þegar slysið átti sér stað. Miðað við viðmið sem eru gefin í rannsókn slíkra slysa um þreyta segir í skýrslunni að það megi gefa sér að þreyta hafi sennilega átt þátt í slysinu. Farþegi segist ekki muna eftir því. Í skýrslu RNSA kemur fram að Kia bifreiðinni hafi verið ekið á stöðugum hraða, á milli á 88 til 90 kílómetrum á klukkustund, í um sautján sekúndur fyrir slysið á sama tíma og bifreiðinni var ekið rólega á vinstri vegarhelminginn þar sem mjúkri hægri beygju á veginum var nýlokið og beinn kafli tók við. Gögn úr vöktunarhugbúnaði í bifreiðinni sýndu að engin hraðabreyting varð á bifreiðinni í nokkrar sekúndur fyrir slysið og er því talið sennilegt að ökumaðurinn hafi verið sofandi. Því er talið líklegt að hann hafi ekki tekið eftir því að hann ók inn á vinstri helming vegarins. Engin ummerki voru á slysstað um hemlun eða viðbrögð ökumanns. Yfirlitsmynd af bifreiðunum á slysstað og útskýringar rannsóknarnefndarinnar. RNSA Þá kemur einnig fram í orsakagreiningunni að slitlag vegarins á slysstað hafi verið lagt áður en núgildandi hönnunarreglur tóku gildi og að breidd bundins slitlags hafi verið undir viðmiðum um lágmarksbreidd. Fram kemur í skýrslunni að vegyfirborðið hafi verið lagt árið 2002 með klæðningu, sem er bundið slitlag. „…þar sem þjálbik eða bikþeyta er lögð út og möl dreift yfir og hún þjöppuð. Ekki er mögulegt að fræsa rifflur í bundið slitlag vegs með klæðningu. Breidd vegarins og yfirborð vegaxla gerðu það auk þess að verkum að ekki var mögulegt að fræsa rifflur til hliðar við akreinarnar,“ segir í skýrslunni. Sá í hvað stefndi Þar er einnig að finna frásögn ökumanns bifreiðarinnar sem ekið var á. Hann segir að hann hafi séð Kia bifreiðina ekið á móti sér rólega inn á hans vegarhelming. „Þannig hafi Kia bifreiðin haldið beinni stefnu þrátt fyrir að vera á leið úr mjúkri hægri beygju. Hann kvaðst hafa verið búinn að hægja verulega á ferðinni rétt fyrir slysið, þar sem hann hafi áttað sig á því hvað væri yfirvofandi, og verið búinn að aka til hægri nánast út fyrir slitlag vegarins að vestanverðu þegar áreksturinn varð,“ segir í skýrslunni. Þreyttir ökumenn jafn hættulegir og ölvaðir ökumenn Í lok skýrslunnar beinir nefndin þeirri tillögu til Samgöngustofu að leggja áherslu á forvarnir vegna svefns og þreytu ökumanna. Þreyttir ökumenn geti verið jafn hættulegir og ölvaðir ökumenn og mikilvægt sé að ferðamenn sem komi til landsins séu upplýstir um mikilvægi svefns fyrir akstur. Þá kemur fram að Evrópska umferðaröryggisráðið hefur staðfest að svefnleysi og þreyta sé veigamikill orsakaþáttur í minnst fimmta hverju umferðarslysi. Þá beinir nefndin þeirri tillögu að Vegagerðinni að vinna að heildaráætlun um samræmingu vegflokka við vegtegundir á vegakerfi landsins. Einnig að endurskoða/yfirfara verklag og kostnaðarlíkön við ákvarðanir á gerð slitlags á vegi nr. 1 meðal annars að teknu tilliti til möguleika á fræsun riffla og áhrifa þeirra á umferðaröryggi. Skýrsluna er hægt að lesa hér í heild sinni. Samgönguslys Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Tengdar fréttir Alvarlegt umferðarslys austur af Vík Alvarlegt umferðarslys varð á Þjóðvegi 1 við Kúðafljót austur af Vík um klukkan 15:50 í dag þar sem bifreiðar úr gagnstæðum áttum rákust saman. 16. júní 2022 17:09 Einn fluttur með þyrlu Gæslunnar á Landspítalann Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti við Landspítalann með mann sem slasaðist í alvarlegu umferðarslysi austan við Vík í Mýrdal nú um klukkan 18:00. Bifreiðar úr gangstæðri átt skullu saman á þjóðvegi 1 við Kúðafljót. 16. júní 2022 18:11 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira
Ökumaður Kia Picanto fólksbifreiðar var að öllum líkindum sofandi þegar hann ók inn á vinstri vegarhelming Suðurlandsvegar og framan á sendibifreið í hörðum árekstri. Ökumaður bílsins, karlmaður á sjötugsaldri, lést í slysinu og farþegi bílsins slasaðist alvarlega. Ökumaður sendibifreiðarinnar slasaðist lítillega. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) sem birt var á vef þeirra í dag. Slysið átti sér stað skammt vestan Kúðafljóts, þann 16. júní í fyrra. Um 31 kílómetra vestan Kirkjubæjarklausturs. Slysið var tilkynnt til lögreglu kl. 15:50 og viðbragðsaðilar fóru á vettvang. Fjarskiptamiðstöð lögreglunnar tilkynnti Rannsóknarnefnd samgönguslysa um slysið kl. 16:02 sama dag. Vegurinn var þurr þegar slysið varð en það rigndi eftir að björgunaraðilar komu á vettvang. Hiti var 10 til 11°C, vindur hægur og skúrir í grennd. Yfirlitsmynd af slysstað.RNSA Árekstri bílanna tveggja er lýst með þessum hætti í skýrslunni: „Við áreksturinn lyftist Kia bifreiðin upp frá veginum, snerist um 90 gráður, rann því næst afturábak út af veginum og stöðvaðist um 7 metra til austurs frá ætluðum árekstrarstað. Mercedes Benz sendibifreiðin kastaðist út fyrir veg og stöðvaðist um 11 metra suðvestan við ætlaðan árekstrarstað (mynd 3). Um eins metra löng dragför sáust á jarðvegi utan vegar eftir hjólbarða hægri hliðar og vinstra afturhjól sendibifreiðarinnar þegar hún lenti utan vegar.“ Höfðu dvalið tvær nætur á landinu Ökumaður og farþegi bílsins voru ferðamenn sem höfðu komið til landsins tveimur dögum fyrir slysið. Þau lentu á Keflavíkurflugvelli í kringum miðnætti þann 14. og höfðu því dvalið á landinu í tvær nætur þegar slysið átti sér stað. Miðað við viðmið sem eru gefin í rannsókn slíkra slysa um þreyta segir í skýrslunni að það megi gefa sér að þreyta hafi sennilega átt þátt í slysinu. Farþegi segist ekki muna eftir því. Í skýrslu RNSA kemur fram að Kia bifreiðinni hafi verið ekið á stöðugum hraða, á milli á 88 til 90 kílómetrum á klukkustund, í um sautján sekúndur fyrir slysið á sama tíma og bifreiðinni var ekið rólega á vinstri vegarhelminginn þar sem mjúkri hægri beygju á veginum var nýlokið og beinn kafli tók við. Gögn úr vöktunarhugbúnaði í bifreiðinni sýndu að engin hraðabreyting varð á bifreiðinni í nokkrar sekúndur fyrir slysið og er því talið sennilegt að ökumaðurinn hafi verið sofandi. Því er talið líklegt að hann hafi ekki tekið eftir því að hann ók inn á vinstri helming vegarins. Engin ummerki voru á slysstað um hemlun eða viðbrögð ökumanns. Yfirlitsmynd af bifreiðunum á slysstað og útskýringar rannsóknarnefndarinnar. RNSA Þá kemur einnig fram í orsakagreiningunni að slitlag vegarins á slysstað hafi verið lagt áður en núgildandi hönnunarreglur tóku gildi og að breidd bundins slitlags hafi verið undir viðmiðum um lágmarksbreidd. Fram kemur í skýrslunni að vegyfirborðið hafi verið lagt árið 2002 með klæðningu, sem er bundið slitlag. „…þar sem þjálbik eða bikþeyta er lögð út og möl dreift yfir og hún þjöppuð. Ekki er mögulegt að fræsa rifflur í bundið slitlag vegs með klæðningu. Breidd vegarins og yfirborð vegaxla gerðu það auk þess að verkum að ekki var mögulegt að fræsa rifflur til hliðar við akreinarnar,“ segir í skýrslunni. Sá í hvað stefndi Þar er einnig að finna frásögn ökumanns bifreiðarinnar sem ekið var á. Hann segir að hann hafi séð Kia bifreiðina ekið á móti sér rólega inn á hans vegarhelming. „Þannig hafi Kia bifreiðin haldið beinni stefnu þrátt fyrir að vera á leið úr mjúkri hægri beygju. Hann kvaðst hafa verið búinn að hægja verulega á ferðinni rétt fyrir slysið, þar sem hann hafi áttað sig á því hvað væri yfirvofandi, og verið búinn að aka til hægri nánast út fyrir slitlag vegarins að vestanverðu þegar áreksturinn varð,“ segir í skýrslunni. Þreyttir ökumenn jafn hættulegir og ölvaðir ökumenn Í lok skýrslunnar beinir nefndin þeirri tillögu til Samgöngustofu að leggja áherslu á forvarnir vegna svefns og þreytu ökumanna. Þreyttir ökumenn geti verið jafn hættulegir og ölvaðir ökumenn og mikilvægt sé að ferðamenn sem komi til landsins séu upplýstir um mikilvægi svefns fyrir akstur. Þá kemur fram að Evrópska umferðaröryggisráðið hefur staðfest að svefnleysi og þreyta sé veigamikill orsakaþáttur í minnst fimmta hverju umferðarslysi. Þá beinir nefndin þeirri tillögu að Vegagerðinni að vinna að heildaráætlun um samræmingu vegflokka við vegtegundir á vegakerfi landsins. Einnig að endurskoða/yfirfara verklag og kostnaðarlíkön við ákvarðanir á gerð slitlags á vegi nr. 1 meðal annars að teknu tilliti til möguleika á fræsun riffla og áhrifa þeirra á umferðaröryggi. Skýrsluna er hægt að lesa hér í heild sinni.
Samgönguslys Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Tengdar fréttir Alvarlegt umferðarslys austur af Vík Alvarlegt umferðarslys varð á Þjóðvegi 1 við Kúðafljót austur af Vík um klukkan 15:50 í dag þar sem bifreiðar úr gagnstæðum áttum rákust saman. 16. júní 2022 17:09 Einn fluttur með þyrlu Gæslunnar á Landspítalann Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti við Landspítalann með mann sem slasaðist í alvarlegu umferðarslysi austan við Vík í Mýrdal nú um klukkan 18:00. Bifreiðar úr gangstæðri átt skullu saman á þjóðvegi 1 við Kúðafljót. 16. júní 2022 18:11 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira
Alvarlegt umferðarslys austur af Vík Alvarlegt umferðarslys varð á Þjóðvegi 1 við Kúðafljót austur af Vík um klukkan 15:50 í dag þar sem bifreiðar úr gagnstæðum áttum rákust saman. 16. júní 2022 17:09
Einn fluttur með þyrlu Gæslunnar á Landspítalann Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti við Landspítalann með mann sem slasaðist í alvarlegu umferðarslysi austan við Vík í Mýrdal nú um klukkan 18:00. Bifreiðar úr gangstæðri átt skullu saman á þjóðvegi 1 við Kúðafljót. 16. júní 2022 18:11