Gjörðir okkar hafa veruleg áhrif á tilfinningar okkar Ingrid Kuhlman skrifar 28. nóvember 2023 08:01 Í bók sinni, The Happiness Project, setur Gretchen Rubin fram hugmynd sem byggir m.a. á hugrænni atferlismeðferð um að tilfinningar hafa áhrif á hegðun okkar en gjörðir okkar móta aftur á móti líka tilfinningar okkar og viðhorf. Þetta virkar á eftirfarandi hátt: Hegðun okkar hefur áhrif á tilfinningar okkar: Með því að breyta hegðun okkar getum við haft áhrif á tilfinningalegt ástand okkar. Ef við viljum til dæmis vera hamingjusamari getur það að taka þátt í athöfnum sem stuðla að hamingju, eins og að verja tíma með öðru fólki, stunda hreyfingu úti í náttúrunni eða iðka þakklæti, aukið vellíðan. Jafnvel að þvinga fram bros eða hlátur getur kallað fram aukna vellíðan. Að snúa við neikvæðri atburðarás: Þegar við finnum fyrir kvíða höfum við oft tilhneigingu til að sýna hegðun sem styrkir kvíðatilfinningarnar, eins og t.d. eins og að draga okkur í hlé eða sýna aðgerðaleysi. Að bregðast við á þann hátt sem stangast á við þessar tilfinningar, eins og að vera virkur eða sækjast eftir félagsskap, getur hjálpað til við að snúa þessari neikvæðu atburðarás við. Að skapa jákvæða upplifun: Að taka þátt í einhverju jákvæðu, jafnvel þó að manni finnist það ekki skemmtilegt í upphafi, getur skapað jákvæða reynslu, sem getur síðan dregið úr neikvæðu hugsunarmynstri og leitt til jákvæðra tilfinninga. Með tímanum getur þessi jákvæða reynsla stuðlað að varanlegri breytingum á líðan. Dæmi um þetta er að þegar við upplifum okkur einmana að hafa samband við einhvern sem okkur langar að hitta eða tala við. Að breyta sjónarhorninu: Að bregðast við á annan hátt en líðan okkur gefur til kynna getur breytt sjónarhorni okkar. Það er hægt að nota þessa aðferð við hversdagslegar athafnir og markmið, hvort sem það er að vilja vera skipulagðari, félagslyndari, virkari eða öruggari. Með því að haga okkur eins og við séum nú þegar með þessa eiginleika er líklegra að við tileinkum okkur þá í raun og veru. Líkamlegar breytingar leiða til tilfinningalegra breytinga: Líkamlegar athafnir eins og að brosa eða sitja uppréttur geta leitt til breytinga á líðan vegna þess að mikil tengsl eru milli líkamlegs og tilfinningalegs ástands. Að byggja upp nýjar venjur: Að hegða sér stöðugt í takt við æskilega líðan getur með tímanum stuðlað að nýjum og heilbrigðari venjum. Í stuttu máli snýst þetta sem sagt um að velja meðvitað hegðun sem samræmist æskilegu hugarástandi og nota hana sem tæki til að hafa áhrif á og bæta líðan. Aðferðin snýst ekki um að þykjast vera hamingjusamur allan tímann eða bæla niður neikvæðar tilfinningar heldur um að stýra hegðun sinni vísvitandi í átt að þeim tilfinningum sem við viljum upplifa. Það er mikilvægt að hafa í huga að þótt þessi aðferð geti verið árangursrík er hún ekki lausn fyrir alla. Ef um er að ræða alvarlegt þunglyndi, kvíða eða önnur geðheilbrigðisvandamál getur fagleg aðstoð eins og meðferð eða lyf verið nauðsynleg. Nokkur fleiri dæmi Hér fyrir neðan eru fleiri dæmi um hvernig er hægt að nota þessi áhrif: Ef þú finnur fyrir feimni skaltu reyna að koma fram á sjálfsöruggan hátt. Ef þú nennir ekki fram úr rúminu skaltu hegða þér eins og þú sér nú þegar full/ur orku t.d. með því að kveikja á hvetjandi tónlist, taka þátt í jákvæðu sjálfsspjalli og nálgast verkefni þín af eldmóði. Þegar þú upplifir sjálfsefasemdir skaltu standa upprétt/ur, halda augnsambandi og tala af ákveðni. Þegar þú finnur fyrir reiði skaltu gera hlé og velja yfirvegað svar. Þegar þér líður illa skaltu taka þátt í athöfnum sem hafa glatt þig áður. Þegar þú finnur fyrir þreytu á göngu skaltu ganga á kraftmikinn hátt. Þegar þú finnur fyrir stressi skaltu koma þér fyrir í slakri líkamsstöðu og æfa djúpöndun eða slökun. Til að byrja með geta þessar aðgerðir virkað óeðlilegar eða ónáttúrulegar en með reglulegri æfingu byrja þær að móta tilfinningar okkar og verða hluti af persónu okkar og lífsviðhorfi. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og með MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Í bók sinni, The Happiness Project, setur Gretchen Rubin fram hugmynd sem byggir m.a. á hugrænni atferlismeðferð um að tilfinningar hafa áhrif á hegðun okkar en gjörðir okkar móta aftur á móti líka tilfinningar okkar og viðhorf. Þetta virkar á eftirfarandi hátt: Hegðun okkar hefur áhrif á tilfinningar okkar: Með því að breyta hegðun okkar getum við haft áhrif á tilfinningalegt ástand okkar. Ef við viljum til dæmis vera hamingjusamari getur það að taka þátt í athöfnum sem stuðla að hamingju, eins og að verja tíma með öðru fólki, stunda hreyfingu úti í náttúrunni eða iðka þakklæti, aukið vellíðan. Jafnvel að þvinga fram bros eða hlátur getur kallað fram aukna vellíðan. Að snúa við neikvæðri atburðarás: Þegar við finnum fyrir kvíða höfum við oft tilhneigingu til að sýna hegðun sem styrkir kvíðatilfinningarnar, eins og t.d. eins og að draga okkur í hlé eða sýna aðgerðaleysi. Að bregðast við á þann hátt sem stangast á við þessar tilfinningar, eins og að vera virkur eða sækjast eftir félagsskap, getur hjálpað til við að snúa þessari neikvæðu atburðarás við. Að skapa jákvæða upplifun: Að taka þátt í einhverju jákvæðu, jafnvel þó að manni finnist það ekki skemmtilegt í upphafi, getur skapað jákvæða reynslu, sem getur síðan dregið úr neikvæðu hugsunarmynstri og leitt til jákvæðra tilfinninga. Með tímanum getur þessi jákvæða reynsla stuðlað að varanlegri breytingum á líðan. Dæmi um þetta er að þegar við upplifum okkur einmana að hafa samband við einhvern sem okkur langar að hitta eða tala við. Að breyta sjónarhorninu: Að bregðast við á annan hátt en líðan okkur gefur til kynna getur breytt sjónarhorni okkar. Það er hægt að nota þessa aðferð við hversdagslegar athafnir og markmið, hvort sem það er að vilja vera skipulagðari, félagslyndari, virkari eða öruggari. Með því að haga okkur eins og við séum nú þegar með þessa eiginleika er líklegra að við tileinkum okkur þá í raun og veru. Líkamlegar breytingar leiða til tilfinningalegra breytinga: Líkamlegar athafnir eins og að brosa eða sitja uppréttur geta leitt til breytinga á líðan vegna þess að mikil tengsl eru milli líkamlegs og tilfinningalegs ástands. Að byggja upp nýjar venjur: Að hegða sér stöðugt í takt við æskilega líðan getur með tímanum stuðlað að nýjum og heilbrigðari venjum. Í stuttu máli snýst þetta sem sagt um að velja meðvitað hegðun sem samræmist æskilegu hugarástandi og nota hana sem tæki til að hafa áhrif á og bæta líðan. Aðferðin snýst ekki um að þykjast vera hamingjusamur allan tímann eða bæla niður neikvæðar tilfinningar heldur um að stýra hegðun sinni vísvitandi í átt að þeim tilfinningum sem við viljum upplifa. Það er mikilvægt að hafa í huga að þótt þessi aðferð geti verið árangursrík er hún ekki lausn fyrir alla. Ef um er að ræða alvarlegt þunglyndi, kvíða eða önnur geðheilbrigðisvandamál getur fagleg aðstoð eins og meðferð eða lyf verið nauðsynleg. Nokkur fleiri dæmi Hér fyrir neðan eru fleiri dæmi um hvernig er hægt að nota þessi áhrif: Ef þú finnur fyrir feimni skaltu reyna að koma fram á sjálfsöruggan hátt. Ef þú nennir ekki fram úr rúminu skaltu hegða þér eins og þú sér nú þegar full/ur orku t.d. með því að kveikja á hvetjandi tónlist, taka þátt í jákvæðu sjálfsspjalli og nálgast verkefni þín af eldmóði. Þegar þú upplifir sjálfsefasemdir skaltu standa upprétt/ur, halda augnsambandi og tala af ákveðni. Þegar þú finnur fyrir reiði skaltu gera hlé og velja yfirvegað svar. Þegar þér líður illa skaltu taka þátt í athöfnum sem hafa glatt þig áður. Þegar þú finnur fyrir þreytu á göngu skaltu ganga á kraftmikinn hátt. Þegar þú finnur fyrir stressi skaltu koma þér fyrir í slakri líkamsstöðu og æfa djúpöndun eða slökun. Til að byrja með geta þessar aðgerðir virkað óeðlilegar eða ónáttúrulegar en með reglulegri æfingu byrja þær að móta tilfinningar okkar og verða hluti af persónu okkar og lífsviðhorfi. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og með MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun