Þingmenn xD í Suðvestur mega ekki verða veikir Jakob Bjarnar skrifar 22. nóvember 2023 14:35 Arnar Þór er 1. varamaður og ef hann á ekki að sleppa inná þing, þá má þeim Bjarna, Jóni, Bryndísi og Óla Birni ekki verða misdægurt. vísir/vilhelm Arnar Þór Jónsson lögmaður, fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, segist hafa öruggar heimildir fyrir því að ekki megi til þess koma að hann taki sæti á þingi. „Kannski hef ég verið of leiðinlegur / of hvass við kjörna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Í gagngjald hef ég fengið þau skilaboð að mér verði aldrei hleypt aftur inn á Alþingi sem varamanni,“ segir Arnar Þór á bloggsíðu sinni. Arnar Þór lætur sér þetta í léttu rúmi liggja, sérstaklega þegar slík útilokun er lögð á á vogarskálar samvisku, sannfæringar og innri heilinda. „En að því sögðu óska ég Sjálfstæðisflokknum alls góðs og bind enn vonir við að allt það góða fólk sem þar er finni hjá sér styrk til að rísa undir merkjum flokksins og vera „arftakar Kennedys, Reagans og Lincolns“.“ Segir Arnar sem leggur út af pistli Óla Björns Kárasonar sem fjallar um pólitíska arfleifð John F. Kennedy. Vísir heyrði því fleygt þegar ráðherraskipti voru nýverið, þegar Jón Gunnarsson vék fyrir Guðrúnu Hafsteinsdóttur í dómsmálaráðuneytinu, að hann hafi „ekki mátt hætta“ á þingi af þessum sökum. Bjarni hafi því þurft að lofa honum einhverju fyrir sinn snúð en Jón hafði velt því fyrir sér að láta alfarið af störfum. Þetta var kenning sem þótti óvarlegt að fara með út þá en Arnar Þór segist nú hafa fyrir því áreiðanlegar heimildir að allt verði gert til að hann taki ekki sæti á þinginu af hálfu Sjálfstæðismanna. „Þau boð hafi verið látin út ganga að enginn þingmaður í SV kjördæmi megi forfallast til að tryggja að ég komi ekki aftur inn,“ segir Arnar Þór í samtali við Vísi. Og bætir við: „Örugg heimild.“ Arnar er 1. varaþingmaður kjördæmisins sem þýðir þá að Sjálfstæðismenn verða að gæta þess vandlega að ekkert hendi þau Bjarna Benediktsson, Jón Gunnarsson, Bryndísi Haraldsdóttur og Óla Björn Kárason, þau mega helst ekki fá kvef. Annars er voðinn vís og „minkurinn“ sleppur inn í hænsnahúsið. En Arnar Þór hefur meðal annars vakið athygli fyrir ódeiga baráttu fyrir tjáningarfrelsinu. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
„Kannski hef ég verið of leiðinlegur / of hvass við kjörna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Í gagngjald hef ég fengið þau skilaboð að mér verði aldrei hleypt aftur inn á Alþingi sem varamanni,“ segir Arnar Þór á bloggsíðu sinni. Arnar Þór lætur sér þetta í léttu rúmi liggja, sérstaklega þegar slík útilokun er lögð á á vogarskálar samvisku, sannfæringar og innri heilinda. „En að því sögðu óska ég Sjálfstæðisflokknum alls góðs og bind enn vonir við að allt það góða fólk sem þar er finni hjá sér styrk til að rísa undir merkjum flokksins og vera „arftakar Kennedys, Reagans og Lincolns“.“ Segir Arnar sem leggur út af pistli Óla Björns Kárasonar sem fjallar um pólitíska arfleifð John F. Kennedy. Vísir heyrði því fleygt þegar ráðherraskipti voru nýverið, þegar Jón Gunnarsson vék fyrir Guðrúnu Hafsteinsdóttur í dómsmálaráðuneytinu, að hann hafi „ekki mátt hætta“ á þingi af þessum sökum. Bjarni hafi því þurft að lofa honum einhverju fyrir sinn snúð en Jón hafði velt því fyrir sér að láta alfarið af störfum. Þetta var kenning sem þótti óvarlegt að fara með út þá en Arnar Þór segist nú hafa fyrir því áreiðanlegar heimildir að allt verði gert til að hann taki ekki sæti á þinginu af hálfu Sjálfstæðismanna. „Þau boð hafi verið látin út ganga að enginn þingmaður í SV kjördæmi megi forfallast til að tryggja að ég komi ekki aftur inn,“ segir Arnar Þór í samtali við Vísi. Og bætir við: „Örugg heimild.“ Arnar er 1. varaþingmaður kjördæmisins sem þýðir þá að Sjálfstæðismenn verða að gæta þess vandlega að ekkert hendi þau Bjarna Benediktsson, Jón Gunnarsson, Bryndísi Haraldsdóttur og Óla Björn Kárason, þau mega helst ekki fá kvef. Annars er voðinn vís og „minkurinn“ sleppur inn í hænsnahúsið. En Arnar Þór hefur meðal annars vakið athygli fyrir ódeiga baráttu fyrir tjáningarfrelsinu.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira