Á ríkið að reka flutningsfyrirtæki? Bryndís Haraldsdóttir skrifar 22. nóvember 2023 08:01 Svarið við því er skýrt NEI í mínum huga, en þá má velta fyrir sér hvað Íslandspóstur er og af hverju hann er enn þá í eigu ríkisins. Ríkinu ber að tryggja ákveðna lágmarksþjónustu þegar kemur að póstsendingum. En í breyttum heimi hefur póstþjónusta breyst mikið og snýr nú meira og meira að pakka sendingum og minna og minna að bréfpósti. Einhver samkeppni er í bréfadreifingu í flestum þéttbýlum landsins en fjöldi fyrirtækja sinnir pakka sendingum og er hægt að senda pakka um allt land með einkaaðilum. Eftir að netverslun jókst til muna hefur fyrirtækjum sem bjóða upp á þessa þjónustu fjölgað. Þau fyrirtæki kvarta mikið undan Íslandspósti og telja að verið sé að veita ríkisframlagi í samkeppnisrekstur. Ég tel að ríkið gæti tryggt lágmarksþjónustu með því að bjóða þjónustuna út þar sem ekki er samkeppni til staðar. Snýr það þá fyrst og fremst að bréfadreifingu í dreifbýli og á minnstu þéttbýlisstöðunum. Ekkert er því til fyrirstöðu að ríkið selji fyrirtækið Íslandspóst og/eða eigur þess. Nýverið lagði ég fram þingsályktun þar sem ráðherra er falið að láta gera markaðskönnun þar sem metið verði hvort nauðsynlegt sé að tryggja alþjónustu með samningi, útnefningu eða útboði um póstþjónustu, og hefja í kjölfarið undirbúning útboðs á þeim þjónustuþáttum eða landsvæðum þar sem lágmarksþjónusta er ekki veitt á markaðsforsendum. Með því fæst yfirsýn yfir hvaða þáttum alþjónustu (lágmarkspóstþjónustu) er verið að sinna á viðskiptalegum forsendum. Jafnframt þarf að greina hvort önnur fyrirtæki en Íslandspóstur ohf. myndu veita lágmarkspóstþjónustu á þeim fáu stöðum þar sem samkeppni er mögulega ekki til staðar ef þau þyrftu ekki að keppa við niðurgreiddan ríkisrekstur. Markmiðið er að greina hvort hægt sé að leysa lágmarksþjónustuskyldur Íslands með öðrum hætti en útnefningu Íslandspósts sem alþjónustuveitanda til ársins 2030, t.d. með útboði ef þörf er á. Seljum Íslandspóst Það er alveg ljóst að hægt er að ná fram stærðarhagkvæmni við veitingu lágmarkspóstþjónustu með útvistun verkefna Íslandspósts ohf. til sambærilegra aðila sem sérhæfa sig í mismunandi þáttum póstþjónustu víða um landið. Það er ekki löglegt að niðurgreiða póstþjónustu sem veitt er á venjulegum viðskiptagrundvelli. Nú þegar hefur 1,7 milljarður verið greiddur Íslandspósti ohf. fyrir að veita þjónustu sem er að mestu leyti í samkeppni við einkaaðila og lengi vel var veitt umfram lágmarkskröfur laganna. Erfitt er að sjá að það geti verið kvöð á fyrirtækinu ef það kýs að veita meiri þjónustu en ætlast er til. Venjulegt fyrirtæki myndi ekki veita þjónustu umfram lágmarkskröfur nema eitthvað væri upp úr því að hafa, beint eða óbeint. Greiðslur til Íslandspósts úr ríkissjóði hafa valdið mikilli röskun á samkeppni og eftirspurn og orðið til þess að fyrirtæki sækja ekki frekar inn á markaðinn vegna niðurgreiddrar þjónustu ríkisins. Það er löngu kominn tími til að breyta þessu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokkins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pósturinn Bryndís Haraldsdóttir Rekstur hins opinbera Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Svarið við því er skýrt NEI í mínum huga, en þá má velta fyrir sér hvað Íslandspóstur er og af hverju hann er enn þá í eigu ríkisins. Ríkinu ber að tryggja ákveðna lágmarksþjónustu þegar kemur að póstsendingum. En í breyttum heimi hefur póstþjónusta breyst mikið og snýr nú meira og meira að pakka sendingum og minna og minna að bréfpósti. Einhver samkeppni er í bréfadreifingu í flestum þéttbýlum landsins en fjöldi fyrirtækja sinnir pakka sendingum og er hægt að senda pakka um allt land með einkaaðilum. Eftir að netverslun jókst til muna hefur fyrirtækjum sem bjóða upp á þessa þjónustu fjölgað. Þau fyrirtæki kvarta mikið undan Íslandspósti og telja að verið sé að veita ríkisframlagi í samkeppnisrekstur. Ég tel að ríkið gæti tryggt lágmarksþjónustu með því að bjóða þjónustuna út þar sem ekki er samkeppni til staðar. Snýr það þá fyrst og fremst að bréfadreifingu í dreifbýli og á minnstu þéttbýlisstöðunum. Ekkert er því til fyrirstöðu að ríkið selji fyrirtækið Íslandspóst og/eða eigur þess. Nýverið lagði ég fram þingsályktun þar sem ráðherra er falið að láta gera markaðskönnun þar sem metið verði hvort nauðsynlegt sé að tryggja alþjónustu með samningi, útnefningu eða útboði um póstþjónustu, og hefja í kjölfarið undirbúning útboðs á þeim þjónustuþáttum eða landsvæðum þar sem lágmarksþjónusta er ekki veitt á markaðsforsendum. Með því fæst yfirsýn yfir hvaða þáttum alþjónustu (lágmarkspóstþjónustu) er verið að sinna á viðskiptalegum forsendum. Jafnframt þarf að greina hvort önnur fyrirtæki en Íslandspóstur ohf. myndu veita lágmarkspóstþjónustu á þeim fáu stöðum þar sem samkeppni er mögulega ekki til staðar ef þau þyrftu ekki að keppa við niðurgreiddan ríkisrekstur. Markmiðið er að greina hvort hægt sé að leysa lágmarksþjónustuskyldur Íslands með öðrum hætti en útnefningu Íslandspósts sem alþjónustuveitanda til ársins 2030, t.d. með útboði ef þörf er á. Seljum Íslandspóst Það er alveg ljóst að hægt er að ná fram stærðarhagkvæmni við veitingu lágmarkspóstþjónustu með útvistun verkefna Íslandspósts ohf. til sambærilegra aðila sem sérhæfa sig í mismunandi þáttum póstþjónustu víða um landið. Það er ekki löglegt að niðurgreiða póstþjónustu sem veitt er á venjulegum viðskiptagrundvelli. Nú þegar hefur 1,7 milljarður verið greiddur Íslandspósti ohf. fyrir að veita þjónustu sem er að mestu leyti í samkeppni við einkaaðila og lengi vel var veitt umfram lágmarkskröfur laganna. Erfitt er að sjá að það geti verið kvöð á fyrirtækinu ef það kýs að veita meiri þjónustu en ætlast er til. Venjulegt fyrirtæki myndi ekki veita þjónustu umfram lágmarkskröfur nema eitthvað væri upp úr því að hafa, beint eða óbeint. Greiðslur til Íslandspósts úr ríkissjóði hafa valdið mikilli röskun á samkeppni og eftirspurn og orðið til þess að fyrirtæki sækja ekki frekar inn á markaðinn vegna niðurgreiddrar þjónustu ríkisins. Það er löngu kominn tími til að breyta þessu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokkins.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun