Skimun á villigötum Steinunn Þórðardóttir, Oddur Steinarsson, Ólöf K. Bjarnadóttir, Sigurdís Haraldsdóttir, Margrét Ólafía Tómasdóttir og Hjalti Már Þórisson skrifa 20. nóvember 2023 16:00 Nýverið hóf fyrirtæki á Íslandi að auglýsa „heilskimun“ með segulómun til að skima fyrir alls kyns kvillum þar með talið krabbameinum. Greinarhöfundar hafa, fyrir hönd fagfélaga lækna, miklar áhyggjur af þessari þróun og mæla ekki með því að almenningur fari í slíka rannsókn. Klínískar leiðbeiningar, bæði hér á landi og í hinum vestræna heimi, mæla ekki með segulómun af öllum líkamanum á einkennalausum einstaklingum. Ef slík rannsókn hefði sýnt fram á gagnsemi væri nú þegar mælt með henni í klínískum leiðbeiningum. Þvert á móti hafa fagfélög, þar með talið félag bandarískra röntgenlækna og félag bandarískra heimilislækna, varað almenning við slíkri rannsókn. Hagsmunir einkafyrirtækja sem auglýsa þessa rannsókn, eru miklir. Rannsóknin hér á landi er boðin á 300.000 ISK. Um mikla fjárhagslega hagsmuni er því að ræða. Ástæður þess að ekki er mælt með þessari rannsókn eru margar. Almennt er ekki mælt með að setja af stað nokkra rannsókn án þess að fyrir liggi yfirveguð ástæða og leit á skýringu einkenna. Ekki er alltaf fylgni milli einkenna og þess sem sést á myndrannsókn. Þannig er til dæmis algengt að slit sjáist á mynd af baki þó einstaklingur hafi ekki af því nein einkenni. Mögulegt er að breytingar sjáist sem myndu aldrei valda einstaklingi einkennum eða skaða en gætu kallað á frekari inngrip allt frá endurteknum myndrannsóknum og eftirfylgd lækna yfir í lyfjameðferð, sýnatökur eða flóknar aðgerðir með óæskilegum heilsufarslegum afleiðingum. Góðkynja breytingar sem finnast gjarnan í segulómun kallast „incidentaloma“. Í mörgum tilvikum leiða þessar uppgötvanir til þess að viðkomandi þarf mikla aðkomu heilbrigðiskerfisins í formi læknisviðtala, fleiri myndgreiningarrannsókna sem geta falið í sér óæskilega geislun og jafnvel ífarand inngrip á borð við ástungur á líffæri. Slík inngrip eru ekki hættulaus. Dæmi eru um að fólk hafi misst heilbrigt nýra eftir ástungu á breytingu sem reyndist vera saklaust „incidentaloma“. Eins getur segulómun af öllum líkamanum veitt einstaklingum falskt öryggi þar sem rannsóknin getur ekki greint allar sjúklegar breytingar og hún gefur sem dæmi ekki skýra mynd af lungum og ristli. Þetta getur leitt til þess að fólk bregðist ekki við einkennum sem það fær þar sem segulómunin kom vel út. Það gæti valdið greiningartöf á raunverulegum sjúkdómum. Ef einstaklingar eru með einkenni, t.d. bakverki, eiga þeir að leita sér heilbrigðisþjónustu sem ákveður þá hvort og hvernig myndgreiningu eigi að beita. Sem dæmi væri segulómun af ákveðnum hluta baksins mun nákvæmari rannsókn en segulómun sem gerð er af öllum líkamanum á einstaklingi með bakverki. Líkamar okkar eru ólíkir. Það er sjaldgæft að útlit á myndrannsókn af öllum líkamanum sé algjörlega án þess að nokkuð sé frábrugðið. Því má ætla, ef margir nýta sér heilskimun, að þær leiði til allnokkurs aukins álags á heilbrigðiskerfið. Líklegt er að í kjölfarið aukist þörf á aðkomu heimilislækna, röntgenlækna, innkirtlalækna, krabbameinslækna og háls-, nef- og eyrnalækna svo eitthvað sé nefnt. Það er varhugavert að bæta með þessum hætti nýjum verkefnum inn í heilbrigðiskerfið án þess að fyrirfram hafi farið fram yfirvegað mat á því að verkefnið gagnist til að bæta heilsufar. Lýðgrunduð skimun fyrir krabbameinum byggir á áralangri þróun og rannsóknum á gagnsemi slíkrar skimunar. Skimun þarf að sýna fram á að lækka tíðni krabbameina með því að greina forstig og/eða lengja líf fólks með því að greina krabbamein snemma. Lýðgrunduð skimun fyrir leghálskrabbameinum og brjóstakrabbameinum er ráðlögð og ráðgert er að skimun fyrir ristilkrabbameinum hefjist á Íslandi á næsta ári. Ekki hefur verið sýnt fram á að segulómun af öllum líkamanum greini krabbamein fyrr eða lengi líf hjá fólki í meðaláhættu fyrir krabbameinum. Eina ábendingin fyrir því að framkvæma segulómun af öllum líkamanum er í einstaklingum með Li-Fraumeni heilkenni sem er mjög sjaldgæft, arfgengt heilkenni sem ber með sér mjög háa áhættu á krabbameinum á lífsleiðinni. Slíkar rannsóknir ætti ávallt að gera á háskólasjúkrahúsi þar sem sérfræðiþekking er til staðar varðandi heilkennið og úrlestur slíkra mynda. Segulómun af öllum líkamanum er ekki góð skimunarrannsókn. Við ráðleggjum almenningi eindregið að fara ekki í slíka rannsókn, af þeim ástæðum, sem hér að framan hafa verið raktar. F.h. stjórnar Læknafélags Íslands Steinunn Þórðardóttir læknir, formaður Oddur Steinarsson læknir, varaformaður F. h. stjórnar Félags íslenskra krabbameinslækna, Ólöf K Bjarnadóttir læknir, formaður Sigurdís Haraldsdóttir læknir, ritari F. h. stjórnar Félags heimilislækna Margrét Ólafía Tómasdóttir læknir, formaður F. h. stjórnar Félags íslenskra röntgenlækna Hjalti Már Þórisson læknir, formaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Steinunn Þórðardóttir Oddur Steinarsson Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Nýverið hóf fyrirtæki á Íslandi að auglýsa „heilskimun“ með segulómun til að skima fyrir alls kyns kvillum þar með talið krabbameinum. Greinarhöfundar hafa, fyrir hönd fagfélaga lækna, miklar áhyggjur af þessari þróun og mæla ekki með því að almenningur fari í slíka rannsókn. Klínískar leiðbeiningar, bæði hér á landi og í hinum vestræna heimi, mæla ekki með segulómun af öllum líkamanum á einkennalausum einstaklingum. Ef slík rannsókn hefði sýnt fram á gagnsemi væri nú þegar mælt með henni í klínískum leiðbeiningum. Þvert á móti hafa fagfélög, þar með talið félag bandarískra röntgenlækna og félag bandarískra heimilislækna, varað almenning við slíkri rannsókn. Hagsmunir einkafyrirtækja sem auglýsa þessa rannsókn, eru miklir. Rannsóknin hér á landi er boðin á 300.000 ISK. Um mikla fjárhagslega hagsmuni er því að ræða. Ástæður þess að ekki er mælt með þessari rannsókn eru margar. Almennt er ekki mælt með að setja af stað nokkra rannsókn án þess að fyrir liggi yfirveguð ástæða og leit á skýringu einkenna. Ekki er alltaf fylgni milli einkenna og þess sem sést á myndrannsókn. Þannig er til dæmis algengt að slit sjáist á mynd af baki þó einstaklingur hafi ekki af því nein einkenni. Mögulegt er að breytingar sjáist sem myndu aldrei valda einstaklingi einkennum eða skaða en gætu kallað á frekari inngrip allt frá endurteknum myndrannsóknum og eftirfylgd lækna yfir í lyfjameðferð, sýnatökur eða flóknar aðgerðir með óæskilegum heilsufarslegum afleiðingum. Góðkynja breytingar sem finnast gjarnan í segulómun kallast „incidentaloma“. Í mörgum tilvikum leiða þessar uppgötvanir til þess að viðkomandi þarf mikla aðkomu heilbrigðiskerfisins í formi læknisviðtala, fleiri myndgreiningarrannsókna sem geta falið í sér óæskilega geislun og jafnvel ífarand inngrip á borð við ástungur á líffæri. Slík inngrip eru ekki hættulaus. Dæmi eru um að fólk hafi misst heilbrigt nýra eftir ástungu á breytingu sem reyndist vera saklaust „incidentaloma“. Eins getur segulómun af öllum líkamanum veitt einstaklingum falskt öryggi þar sem rannsóknin getur ekki greint allar sjúklegar breytingar og hún gefur sem dæmi ekki skýra mynd af lungum og ristli. Þetta getur leitt til þess að fólk bregðist ekki við einkennum sem það fær þar sem segulómunin kom vel út. Það gæti valdið greiningartöf á raunverulegum sjúkdómum. Ef einstaklingar eru með einkenni, t.d. bakverki, eiga þeir að leita sér heilbrigðisþjónustu sem ákveður þá hvort og hvernig myndgreiningu eigi að beita. Sem dæmi væri segulómun af ákveðnum hluta baksins mun nákvæmari rannsókn en segulómun sem gerð er af öllum líkamanum á einstaklingi með bakverki. Líkamar okkar eru ólíkir. Það er sjaldgæft að útlit á myndrannsókn af öllum líkamanum sé algjörlega án þess að nokkuð sé frábrugðið. Því má ætla, ef margir nýta sér heilskimun, að þær leiði til allnokkurs aukins álags á heilbrigðiskerfið. Líklegt er að í kjölfarið aukist þörf á aðkomu heimilislækna, röntgenlækna, innkirtlalækna, krabbameinslækna og háls-, nef- og eyrnalækna svo eitthvað sé nefnt. Það er varhugavert að bæta með þessum hætti nýjum verkefnum inn í heilbrigðiskerfið án þess að fyrirfram hafi farið fram yfirvegað mat á því að verkefnið gagnist til að bæta heilsufar. Lýðgrunduð skimun fyrir krabbameinum byggir á áralangri þróun og rannsóknum á gagnsemi slíkrar skimunar. Skimun þarf að sýna fram á að lækka tíðni krabbameina með því að greina forstig og/eða lengja líf fólks með því að greina krabbamein snemma. Lýðgrunduð skimun fyrir leghálskrabbameinum og brjóstakrabbameinum er ráðlögð og ráðgert er að skimun fyrir ristilkrabbameinum hefjist á Íslandi á næsta ári. Ekki hefur verið sýnt fram á að segulómun af öllum líkamanum greini krabbamein fyrr eða lengi líf hjá fólki í meðaláhættu fyrir krabbameinum. Eina ábendingin fyrir því að framkvæma segulómun af öllum líkamanum er í einstaklingum með Li-Fraumeni heilkenni sem er mjög sjaldgæft, arfgengt heilkenni sem ber með sér mjög háa áhættu á krabbameinum á lífsleiðinni. Slíkar rannsóknir ætti ávallt að gera á háskólasjúkrahúsi þar sem sérfræðiþekking er til staðar varðandi heilkennið og úrlestur slíkra mynda. Segulómun af öllum líkamanum er ekki góð skimunarrannsókn. Við ráðleggjum almenningi eindregið að fara ekki í slíka rannsókn, af þeim ástæðum, sem hér að framan hafa verið raktar. F.h. stjórnar Læknafélags Íslands Steinunn Þórðardóttir læknir, formaður Oddur Steinarsson læknir, varaformaður F. h. stjórnar Félags íslenskra krabbameinslækna, Ólöf K Bjarnadóttir læknir, formaður Sigurdís Haraldsdóttir læknir, ritari F. h. stjórnar Félags heimilislækna Margrét Ólafía Tómasdóttir læknir, formaður F. h. stjórnar Félags íslenskra röntgenlækna Hjalti Már Þórisson læknir, formaður
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar