Handtóku mann og losnuðu svo ekki við hann Árni Sæberg skrifar 19. nóvember 2023 07:41 Maðurinn fékk að gista á lögreglustöðinni á Hverfisgötu fyrir ómakið. Vísir/Vilhelm Karlmaður var handtekinn í gærkvöldi fyrir ógnandi tilburði og að fara ekki að fyrirmælum lögreglu. Eftir að varðstjóri hafði rætt við manninn á lögreglustöð var hann hvattur til að fara heim til sín að hvíla sig. Hann kom í tvígang aftur á lögreglustöðina og endaði á því að fá að gista fangageymslur. Í dagbókarfærslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir gærkvöldið og nóttina segir að tilkynning hafi borist vegna slasaðs manns í miðborg Reykjavíkur. Þegar lögreglu bar að garði hafi maðurinn verið þar með fulla meðvitund en augljóslega undir miklum áhrifum áfengis. Honum hefðu verið meinaður aðgangur að veitingastað, þar sem hann ætlaði að nálgast jakkann sinn. Snerist hugur Maðurinn hafi verið ógnandi og ekki farið eftir fyrirmælum lögreglu og hann því fluttur úr aðstæðunum á lögreglustöð til frekari viðræðna. Þar hafi hann rætt við vakthafandi varðstjóra um málsatvik, sem hafi verið afar óljós vegna ölvunar. Þá hafi hann verið hvattur til þess að fara heim til sín að hvíla sig, sem hann hafi og samþykkt. Hann hafi því verið laus úr haldi lögreglu og honum fylgt út af lóð lögreglu. „Snerist honum greinilega hugur, gekk inn á lokað svæði lögreglu og byrjaði að berja á dyr lögreglustöðvarinnar.“ Settist niður og neitaði að fara Lögreglumenn hafi þá gefið sig aftur á tal við manninn og sannfært hann um að fara heim að hvíla sig. Að viðræðum loknum hafi viðkomandi farið út af athafnasvæði lögreglunnar, sest í innkeyrslu lögreglustöðvarinnar og neitað að fara. „Sökum ástands var ákveðið að vista hann fyrir að fara ekki eftir fyrirmælum lögreglu en það var mat varðstjóra að aðilinn væri ekki hæfur til þess að vera einn og óstuddur meðal almennings í því ölvunarástandi sem hann hafði komið sér í.“ Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Í dagbókarfærslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir gærkvöldið og nóttina segir að tilkynning hafi borist vegna slasaðs manns í miðborg Reykjavíkur. Þegar lögreglu bar að garði hafi maðurinn verið þar með fulla meðvitund en augljóslega undir miklum áhrifum áfengis. Honum hefðu verið meinaður aðgangur að veitingastað, þar sem hann ætlaði að nálgast jakkann sinn. Snerist hugur Maðurinn hafi verið ógnandi og ekki farið eftir fyrirmælum lögreglu og hann því fluttur úr aðstæðunum á lögreglustöð til frekari viðræðna. Þar hafi hann rætt við vakthafandi varðstjóra um málsatvik, sem hafi verið afar óljós vegna ölvunar. Þá hafi hann verið hvattur til þess að fara heim til sín að hvíla sig, sem hann hafi og samþykkt. Hann hafi því verið laus úr haldi lögreglu og honum fylgt út af lóð lögreglu. „Snerist honum greinilega hugur, gekk inn á lokað svæði lögreglu og byrjaði að berja á dyr lögreglustöðvarinnar.“ Settist niður og neitaði að fara Lögreglumenn hafi þá gefið sig aftur á tal við manninn og sannfært hann um að fara heim að hvíla sig. Að viðræðum loknum hafi viðkomandi farið út af athafnasvæði lögreglunnar, sest í innkeyrslu lögreglustöðvarinnar og neitað að fara. „Sökum ástands var ákveðið að vista hann fyrir að fara ekki eftir fyrirmælum lögreglu en það var mat varðstjóra að aðilinn væri ekki hæfur til þess að vera einn og óstuddur meðal almennings í því ölvunarástandi sem hann hafði komið sér í.“
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira