Þriggja ára drengur tekinn hálstaki og foreldrarnir ekki látnir vita Árni Sæberg skrifar 18. nóvember 2023 11:04 Fjölskyldunni er alvarlega brugðið vegna málsins. Aðsend Móðir þriggja ára drengs, sem tekinn var hálstaki af leikskólakennara, segir miður að foreldrar hafi ekki verið látnir vita af atvikinu fyrr en seint og um síðir. Eydís Ögn Guðmundsdóttir er móðir þriggja ára drengs í leikskólanum Árborg í Árbænum í Reykjavík. Hún segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti við leikskólann og Reykjavíkurborg eftir atvik sem átti sér stað í skólanum í ágúst síðastliðnum. DV greindi frá málinu í morgun. Sonur hennar, sem er orkumikill að hennar sögn, hafi verið órólegur í samverustund og verið að trufla hana. „Þá situr sem sagt kennari við hliðina á honum og segir honum að hætta og hann tók ekki nógu vel í það og ætlar að standa upp. Þá grípur hún í peysuna hans og hann nær nokkurn veginn að losa sig svolítið, og þá tekur hún hann hálstaki og stendur sjálf þannig upp og heldur á honum og skellir honum svo á stól,“ segir Eydís Ögn í samtali við Vísi. Ekki látin vita fyrr en töluvert eftir atvikið Eftir að samkennari lét vita af atvikinu hafi ekki verið haft samband við foreldrana, eins og Eydís Ögn hefði búist við eftir atvik sem þetta. „Þetta gerðist greinilega miðvikudaginn 23. ágúst, ef ég man rétt, og svo var vitni, annar leikskólakennari, sem tilkynnti á föstudeginum. Við fengum ekkert að vita af þessu fyrr en vikuna eftir, 31. ágúst. Í þeirri viku sem við vissum ekkert þá var hann svolítið að gráta, vildi ekki fara í leikskólann og hékk utan í mér, sem var rosalega ólíkt honum af því hann hefur alltaf verið mikil félagsvera.“ Kennarinn hafi verið settur í tímabundið launað leyfi en sé komin aftur til starfa í leikskólanum, en þó á annarri deild en sonur hennar er á. Eydís Ögn kveðst óttast að þurfa að færa son sinn á annan leikskóla vegna málsins. Skóla - og menntamál Leikskólar Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Eydís Ögn Guðmundsdóttir er móðir þriggja ára drengs í leikskólanum Árborg í Árbænum í Reykjavík. Hún segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti við leikskólann og Reykjavíkurborg eftir atvik sem átti sér stað í skólanum í ágúst síðastliðnum. DV greindi frá málinu í morgun. Sonur hennar, sem er orkumikill að hennar sögn, hafi verið órólegur í samverustund og verið að trufla hana. „Þá situr sem sagt kennari við hliðina á honum og segir honum að hætta og hann tók ekki nógu vel í það og ætlar að standa upp. Þá grípur hún í peysuna hans og hann nær nokkurn veginn að losa sig svolítið, og þá tekur hún hann hálstaki og stendur sjálf þannig upp og heldur á honum og skellir honum svo á stól,“ segir Eydís Ögn í samtali við Vísi. Ekki látin vita fyrr en töluvert eftir atvikið Eftir að samkennari lét vita af atvikinu hafi ekki verið haft samband við foreldrana, eins og Eydís Ögn hefði búist við eftir atvik sem þetta. „Þetta gerðist greinilega miðvikudaginn 23. ágúst, ef ég man rétt, og svo var vitni, annar leikskólakennari, sem tilkynnti á föstudeginum. Við fengum ekkert að vita af þessu fyrr en vikuna eftir, 31. ágúst. Í þeirri viku sem við vissum ekkert þá var hann svolítið að gráta, vildi ekki fara í leikskólann og hékk utan í mér, sem var rosalega ólíkt honum af því hann hefur alltaf verið mikil félagsvera.“ Kennarinn hafi verið settur í tímabundið launað leyfi en sé komin aftur til starfa í leikskólanum, en þó á annarri deild en sonur hennar er á. Eydís Ögn kveðst óttast að þurfa að færa son sinn á annan leikskóla vegna málsins.
Skóla - og menntamál Leikskólar Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira