Flutti eigið meiðyrðamál og fékk á baukinn í Landsrétti Árni Sæberg skrifar 17. nóvember 2023 16:39 Huginn Þór fær ekki krónu frá Maríu Lilju. Vísir Áfrýjun Hugins Þórs Grétarssonar, á sýknudómi í meiðyrðamáli hans á hendur Maríu Lilju Þrastardóttur Kemp aðgerðarsinna, hefur verið vísað frá Landsrétti. Hann flutti mál sitt sjálfur og segir niðurstöðu Landsréttar til marks um það að borgurum sé gert ómögulegt að leita réttar síns án dýrrar lögfræðiaðstoðar. Málið á rætur sínar að rekja til ummæla sem María Lilja viðhafði um Huginn Þór í tengslum við Facebookhópinn DaddyToo, sem var einhvers konar mótsvar við MeToo-hreyfinguna. Huginn Þór taldi vegið að æru sinni og höfðaði mál til heimtu miskabóta og til þess að ummælin yrðu dæmd dauð og ómerk. Hér að neðan má sjá ummæli Maríu Lilju: Á Facebooksíðu hennar 18. maí 2018:„Ofbeldismenn að beita konu kúgunum og ofbeldi. Way to proof a point hálfvitar.“ Á Facebooksíðunni Fjölmiðlanördar 10. mars 2018: „Hefði það drepið blaðakonu að googla feril þessara ofbeldismanna sem fá hérað halda uppteknum hætti og hrella barnsmæður sínar óáreittir ? Hér eru hrottar sem berja konur og börn að stunda grimma sögufölsun sér í hag.“ Á Facebooksíðunni Fjölmiðlanördar 10. mars 2018: „Hvað með að flodda þetta millumerki með dómum um þá og viðtölum við mæður sem hafa orðið fyrir ofbeldi frá þeim.“ Héraðsdómur Reykjavíkur taldi að sú tjáning sem um var deilt rúmaðist innan tjáningarfrelsis Maríu Lilju samkvæmt tjáningarfrelsisákvæðum stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu. Takmörkun tjáningar hennar með ómerkingu ummæla eða skyldu til greiðslu miskabóta teldist þannig ekki uppfylla skilyrðið um nauðsyn í lýðræðislegu þjóðfélagi. Var með lögmann en endaði á að flytja málið sjálfur Í úrskurði Landsréttar segir að lögmaður hafi farið með mál Hugins Þórs fyrir héraðsdómi en að hann hafi flutt mál sitt sjálfur fyrir Landsrétti, en málflutningur um frávísunarkröfu lögmanns Maríu Lilju fór fram í síðustu viku. Hann hefði notið ítarlegra leiðbeininga Landsréttar um formhlið málsins, samanber nefnd ákvæði laga um meðferð einkamála, meðal annars um frágang og birtingu áfrýjunarstefnu og um uppbyggingu og efni málsgagna og greinargerðar. Skilaði 49 blaðsíðna greinargerð sem hafi tengst málinu lítið Í úrskurðinum segir að samkvæmt lögum um meðferð einkamála skuli í greinargerð áfrýjanda til Landsréttar lýsa þeim málsástæðum sem áfrýjandi ber fyrir sig fyrir Landsrétti. Lýsing þeirra skuli vera svo gagnorð og svo skýr að ekki fari milli mála á hverju áfrýjun sé byggð. Greinargerð Hugins Þórs fyrir Landsrétti hafi talið alls 49 síður. Ekki yrði með góðu móti ráðið af henni hvaða málsástæðum hann tefldi fram dómkröfum til stuðnings eða á hverju hann byggði áfrýjun sína til Landsréttar. Þá væru í greinargerðinni rakin í löngu máli atriði sem ekki yrði séð að snerti það sakarefni sem til úrlausnar væri. Greinargerð Hugins Þórs fyrir Landsrétti væri í engu samræmi við umfang málsins, en stefna í héraði hafi talið átta blaðsíður og dómur héraðsdóms þrettán. Greinargerð Hugins Þórs stríði gegn meginreglu einkamálaréttarfars um munnlegan málflutning. Málatilbúnaður hans væri til þess fallinn að koma niður á vörnum stefndu. Væri málatilbúnaðurinn enn fremur í andstöðu við meginreglu einkamálaréttarfars um skýran og ljósan málatilbúnað. Skilaði ekki nauðsynlegum gögnum Þá segir í úrskurði Landsréttar að frágangur málsgagna Hugins Þórs væri verulegum atriðum í ósamræmi við reglur Landsréttar um málsgögn í einkamálum. Málsgögn hans hefðu ekki að geyma endurrit úr þingbók málsins í héraði. Þá hefðu málsgögn ekki að geyma fjölda skjala sem lögð voru fram í héraði, en þar væri hins vegar að finna fjölda nýrra skjala sem ekki yrði séð að tengist sakarefni málsins. Í málsgögnum væri ekki að finna efnisskrá, tímaskrá, hlutlæga greiningu og skrá yfir nöfn þeirra sem komu fyrir héraðsdóm. Ekki á færi borgara að verja sig sjálfir Í samtali við Vísi fyrir utan dómsal í Landsrétti sagði Huginn Þór að niðurstaðan væri að einhverju leyti viðbúin. Hann hefði ómögulega getað ráðið sér lögmann til þess að flytja málið fyrir sig í Landsrétti vegna kostnaðar. Hann hafi þegar eytt ógrynni fjár í þóknanir lögmanna í gegnum árin í fleiri meiðyrðamálum, sem hann hafi þó öll unnið. Hann sagði að dómarar í málinu hefðu brugðist leiðbeiningarskyldu sinni gagnvart honum, sem mælt er fyrir um í lögum um meðferð einkamála. Þá hafi hluta þeirra gagna, sem Landsréttur ávíti hann fyrir að láta ekki fylgja í málsgögnum sínum, hafi gagngert verið haldið frá honum. MeToo Dómsmál Tjáningarfrelsi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Málið á rætur sínar að rekja til ummæla sem María Lilja viðhafði um Huginn Þór í tengslum við Facebookhópinn DaddyToo, sem var einhvers konar mótsvar við MeToo-hreyfinguna. Huginn Þór taldi vegið að æru sinni og höfðaði mál til heimtu miskabóta og til þess að ummælin yrðu dæmd dauð og ómerk. Hér að neðan má sjá ummæli Maríu Lilju: Á Facebooksíðu hennar 18. maí 2018:„Ofbeldismenn að beita konu kúgunum og ofbeldi. Way to proof a point hálfvitar.“ Á Facebooksíðunni Fjölmiðlanördar 10. mars 2018: „Hefði það drepið blaðakonu að googla feril þessara ofbeldismanna sem fá hérað halda uppteknum hætti og hrella barnsmæður sínar óáreittir ? Hér eru hrottar sem berja konur og börn að stunda grimma sögufölsun sér í hag.“ Á Facebooksíðunni Fjölmiðlanördar 10. mars 2018: „Hvað með að flodda þetta millumerki með dómum um þá og viðtölum við mæður sem hafa orðið fyrir ofbeldi frá þeim.“ Héraðsdómur Reykjavíkur taldi að sú tjáning sem um var deilt rúmaðist innan tjáningarfrelsis Maríu Lilju samkvæmt tjáningarfrelsisákvæðum stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu. Takmörkun tjáningar hennar með ómerkingu ummæla eða skyldu til greiðslu miskabóta teldist þannig ekki uppfylla skilyrðið um nauðsyn í lýðræðislegu þjóðfélagi. Var með lögmann en endaði á að flytja málið sjálfur Í úrskurði Landsréttar segir að lögmaður hafi farið með mál Hugins Þórs fyrir héraðsdómi en að hann hafi flutt mál sitt sjálfur fyrir Landsrétti, en málflutningur um frávísunarkröfu lögmanns Maríu Lilju fór fram í síðustu viku. Hann hefði notið ítarlegra leiðbeininga Landsréttar um formhlið málsins, samanber nefnd ákvæði laga um meðferð einkamála, meðal annars um frágang og birtingu áfrýjunarstefnu og um uppbyggingu og efni málsgagna og greinargerðar. Skilaði 49 blaðsíðna greinargerð sem hafi tengst málinu lítið Í úrskurðinum segir að samkvæmt lögum um meðferð einkamála skuli í greinargerð áfrýjanda til Landsréttar lýsa þeim málsástæðum sem áfrýjandi ber fyrir sig fyrir Landsrétti. Lýsing þeirra skuli vera svo gagnorð og svo skýr að ekki fari milli mála á hverju áfrýjun sé byggð. Greinargerð Hugins Þórs fyrir Landsrétti hafi talið alls 49 síður. Ekki yrði með góðu móti ráðið af henni hvaða málsástæðum hann tefldi fram dómkröfum til stuðnings eða á hverju hann byggði áfrýjun sína til Landsréttar. Þá væru í greinargerðinni rakin í löngu máli atriði sem ekki yrði séð að snerti það sakarefni sem til úrlausnar væri. Greinargerð Hugins Þórs fyrir Landsrétti væri í engu samræmi við umfang málsins, en stefna í héraði hafi talið átta blaðsíður og dómur héraðsdóms þrettán. Greinargerð Hugins Þórs stríði gegn meginreglu einkamálaréttarfars um munnlegan málflutning. Málatilbúnaður hans væri til þess fallinn að koma niður á vörnum stefndu. Væri málatilbúnaðurinn enn fremur í andstöðu við meginreglu einkamálaréttarfars um skýran og ljósan málatilbúnað. Skilaði ekki nauðsynlegum gögnum Þá segir í úrskurði Landsréttar að frágangur málsgagna Hugins Þórs væri verulegum atriðum í ósamræmi við reglur Landsréttar um málsgögn í einkamálum. Málsgögn hans hefðu ekki að geyma endurrit úr þingbók málsins í héraði. Þá hefðu málsgögn ekki að geyma fjölda skjala sem lögð voru fram í héraði, en þar væri hins vegar að finna fjölda nýrra skjala sem ekki yrði séð að tengist sakarefni málsins. Í málsgögnum væri ekki að finna efnisskrá, tímaskrá, hlutlæga greiningu og skrá yfir nöfn þeirra sem komu fyrir héraðsdóm. Ekki á færi borgara að verja sig sjálfir Í samtali við Vísi fyrir utan dómsal í Landsrétti sagði Huginn Þór að niðurstaðan væri að einhverju leyti viðbúin. Hann hefði ómögulega getað ráðið sér lögmann til þess að flytja málið fyrir sig í Landsrétti vegna kostnaðar. Hann hafi þegar eytt ógrynni fjár í þóknanir lögmanna í gegnum árin í fleiri meiðyrðamálum, sem hann hafi þó öll unnið. Hann sagði að dómarar í málinu hefðu brugðist leiðbeiningarskyldu sinni gagnvart honum, sem mælt er fyrir um í lögum um meðferð einkamála. Þá hafi hluta þeirra gagna, sem Landsréttur ávíti hann fyrir að láta ekki fylgja í málsgögnum sínum, hafi gagngert verið haldið frá honum.
Á Facebooksíðu hennar 18. maí 2018:„Ofbeldismenn að beita konu kúgunum og ofbeldi. Way to proof a point hálfvitar.“ Á Facebooksíðunni Fjölmiðlanördar 10. mars 2018: „Hefði það drepið blaðakonu að googla feril þessara ofbeldismanna sem fá hérað halda uppteknum hætti og hrella barnsmæður sínar óáreittir ? Hér eru hrottar sem berja konur og börn að stunda grimma sögufölsun sér í hag.“ Á Facebooksíðunni Fjölmiðlanördar 10. mars 2018: „Hvað með að flodda þetta millumerki með dómum um þá og viðtölum við mæður sem hafa orðið fyrir ofbeldi frá þeim.“
MeToo Dómsmál Tjáningarfrelsi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira