Sigurbergur í Fjarðarkaupum látinn Jakob Bjarnar skrifar 17. nóvember 2023 11:56 Sigurbergur Sveinsson andaðist 90 ára að aldri. Hann var Hafnfirðingur í húð og hár og lét til sín taka í bæjarfélaginu. aðsend/vísir/vilhelm Sigurbergur Sveinsson kaupmaður, sem lengstum var kenndur við Fjarðarkaup í Hafnarfirði, lést á Landspítalanum Háskólasjúkrahúsi 12. nóvember síðastliðinn, 90 ára að aldri. Sigurbergur var áberandi í Hafnarfirði í sinni tíð, hann hafði mikinn áhuga á íþróttum; hann var einn af stofnendum Golfklúbbsins Keilis og mikill stuðningsmaður Knattspyrnufélagsins Hauka. Þá lét hann borðtennis, stundaði stangaveiði og var góður skákmaður. Hann var félagi í Kiwanisklúbbnum Eldborg í Hafnarfirði og studdi Skógræktarfélag Hafnarfjarðar og fleiri félög í heimabyggð sinni. Þá kemur fram í tilkynningu frá ættingjum að hann hafi verið mikill áhugamaður um varðveislu kirkjunnar í Selárdal. „Sigurbergur hafði mikla ánægju af lestri góðra bóka og var fróðleiksfús enda fjölfróður og minnugur.“ Sigurbergur var borinn og barnfæddur Hafnfirðingur, fæddist þar 15. apríl 1933, sonur Sveins Þorbergssonar og Jónínu Bjargar Guðlaugsdóttur. Frá 6 ára til 15 ára aldurs ólst hann upp að Húsum í Selárdal hjá hjónunum Ólafi Waage og Ingibjörgu Þórðardóttur. Hann lauk landsprófi frá Flensborgarskóla 1952, stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1955 og útskrifaðist viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands 1962. „Árið 1955 hóf Sigurbergur störf hjá Slökkviliði Keflavíkurflugvallar og var aðstoðarslökkviliðsstjóri árið 1968 þegar hann hætti. Hann rak eigið bókhaldsfyrirtæki þar til hann stofnaði verslunina Fjarðarkaup ásamt eiginkonu sinni Ingibjörgu Gísladóttur og hjónunum Bjarna Blomsterberg og Valgerði Jónsdóttur árið 1973. Sigurbergur og Ingibjörg tóku alfarið við rekstrinum árið 1993 ásamt fjölskyldu sinni,“ segir í tilkynningu. Eins og áður segir var eiginkona Sigurbergs Ingibjörg Gísladóttir, þau kynntust árið 1952 en hún lést árið 2009. Börn þeirra eru Hjördís, Rósa, Sveinn og Gísli, barnabörnin og barnabarnabörnin eru 24 talsins. Eftirlifandi sambýliskona Sigurbers er Kolbrún Svavarsdóttir. Útför Sigurbergs fer fram frá Víðistaðakirkju miðvikudaginn 22. nóvember klukkan 15. Andlát Hafnarfjörður Verslun Matvöruverslun Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Sigurbergur var áberandi í Hafnarfirði í sinni tíð, hann hafði mikinn áhuga á íþróttum; hann var einn af stofnendum Golfklúbbsins Keilis og mikill stuðningsmaður Knattspyrnufélagsins Hauka. Þá lét hann borðtennis, stundaði stangaveiði og var góður skákmaður. Hann var félagi í Kiwanisklúbbnum Eldborg í Hafnarfirði og studdi Skógræktarfélag Hafnarfjarðar og fleiri félög í heimabyggð sinni. Þá kemur fram í tilkynningu frá ættingjum að hann hafi verið mikill áhugamaður um varðveislu kirkjunnar í Selárdal. „Sigurbergur hafði mikla ánægju af lestri góðra bóka og var fróðleiksfús enda fjölfróður og minnugur.“ Sigurbergur var borinn og barnfæddur Hafnfirðingur, fæddist þar 15. apríl 1933, sonur Sveins Þorbergssonar og Jónínu Bjargar Guðlaugsdóttur. Frá 6 ára til 15 ára aldurs ólst hann upp að Húsum í Selárdal hjá hjónunum Ólafi Waage og Ingibjörgu Þórðardóttur. Hann lauk landsprófi frá Flensborgarskóla 1952, stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1955 og útskrifaðist viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands 1962. „Árið 1955 hóf Sigurbergur störf hjá Slökkviliði Keflavíkurflugvallar og var aðstoðarslökkviliðsstjóri árið 1968 þegar hann hætti. Hann rak eigið bókhaldsfyrirtæki þar til hann stofnaði verslunina Fjarðarkaup ásamt eiginkonu sinni Ingibjörgu Gísladóttur og hjónunum Bjarna Blomsterberg og Valgerði Jónsdóttur árið 1973. Sigurbergur og Ingibjörg tóku alfarið við rekstrinum árið 1993 ásamt fjölskyldu sinni,“ segir í tilkynningu. Eins og áður segir var eiginkona Sigurbergs Ingibjörg Gísladóttir, þau kynntust árið 1952 en hún lést árið 2009. Börn þeirra eru Hjördís, Rósa, Sveinn og Gísli, barnabörnin og barnabarnabörnin eru 24 talsins. Eftirlifandi sambýliskona Sigurbers er Kolbrún Svavarsdóttir. Útför Sigurbergs fer fram frá Víðistaðakirkju miðvikudaginn 22. nóvember klukkan 15.
Andlát Hafnarfjörður Verslun Matvöruverslun Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira