Eftir erfiða byrjun á tímabilinu hefur Leipzig verið að snúa við kútnum og nú unnið fjóra af síðustu sjö leikjum sínum í deildinni. Eftir tap í síðasta leik rétti liðið úr kútnum í dag og var það að mörgu leyti Viggó að þakka.
Viggó og Franz Semper voru markahæstir í liði Leipzig með 8 mörk hvor en Viggó gaf einnig eina stoðsendingu. Andri Már Rúnarsson skoraði þrjú mörk og gaf tvær stoðsendingar í liði Leipzig en faðir hans, Rúnar Sigtryggsson, er þjálfari liðsins.
Leipzig er í 9. sæti með 12 stig að loknum 13 leikjum.