Ellert Eiríksson er látinn Atli Ísleifsson skrifar 16. nóvember 2023 07:30 Ellert Eiríksson var kjörinn heiðursborgari Reykjanesbæjar af bæjarstjórn Reykjanesbæjar árið 2016 og varð þar með fyrstur til að hljóta þá nafnbót. Reykjanesbær Ellert Eiríksson, fyrrverandi bæjarstjóri Reykjanesbæjar, er látinn, 85 ára að aldri. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja síðastliðinn sunnudag. Sagt var frá andláti Ellerts á vef Víkurfrétta í gær. Ellert fæddist í Grindavík árið 1938 og flutti til Keflavíkur þriggja ára gamall. Ellert stundaði ýmis störf þegar hann var ungur að árum, en á sjöunda áratugnum varð hann yfirverkstjóri hjá Áhaldahúsi Keflavíkurbæjar. Ellert var Sjálfstæðismaður og var sveitarstjóri í Gerðahreppi á árunum 1982 til 1990 og svo bæjarstjóri Keflavíkur 1990 til 1994. Ellert varð svo fyrsti bæjarstjóri sameinaðs sveitarfélags Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna sem fékk nafnið Reykjanesbær árið 1994 og gegndi embættinu til 2002. Hann var kjörinn heiðursborgari Reykjanesbæjar af bæjarstjórn Reykjanesbæjar árið 2016 og varð þar með fyrstur til að hljóta þá nafnbót. Hann var einnig varaþingmaður Reyknesinga undir lok níunda áratugarins. Eftirlifandi eiginkona Ellerts er Guðbjörg Sigurðardóttir. Þau eignuðust saman dótturina Guðbjörgu Ósk, en börn Ellerts frá fyrra hjónabandi eru Eiríkur, sem er látinn, Jóhannes og Elva. Börn Guðbjargar eru Sigurður Ingi, Páll og Una Björk. Útför Ellerts verður frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 23. nóvember klukkan 13. Andlát Reykjanesbær Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Sjá meira
Sagt var frá andláti Ellerts á vef Víkurfrétta í gær. Ellert fæddist í Grindavík árið 1938 og flutti til Keflavíkur þriggja ára gamall. Ellert stundaði ýmis störf þegar hann var ungur að árum, en á sjöunda áratugnum varð hann yfirverkstjóri hjá Áhaldahúsi Keflavíkurbæjar. Ellert var Sjálfstæðismaður og var sveitarstjóri í Gerðahreppi á árunum 1982 til 1990 og svo bæjarstjóri Keflavíkur 1990 til 1994. Ellert varð svo fyrsti bæjarstjóri sameinaðs sveitarfélags Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna sem fékk nafnið Reykjanesbær árið 1994 og gegndi embættinu til 2002. Hann var kjörinn heiðursborgari Reykjanesbæjar af bæjarstjórn Reykjanesbæjar árið 2016 og varð þar með fyrstur til að hljóta þá nafnbót. Hann var einnig varaþingmaður Reyknesinga undir lok níunda áratugarins. Eftirlifandi eiginkona Ellerts er Guðbjörg Sigurðardóttir. Þau eignuðust saman dótturina Guðbjörgu Ósk, en börn Ellerts frá fyrra hjónabandi eru Eiríkur, sem er látinn, Jóhannes og Elva. Börn Guðbjargar eru Sigurður Ingi, Páll og Una Björk. Útför Ellerts verður frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 23. nóvember klukkan 13.
Andlát Reykjanesbær Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Sjá meira