Ásmundur segir tilboðið frá bönkunum móðgun við Grindvíkinga Jakob Bjarnar skrifar 15. nóvember 2023 16:25 Ásmundur Friðriksson fordæmdi tilboð banka og lánastofnana til handa Grindvíkingum, en þeim hefur verið lofað greiðslustöðvun fasteignalána, algera móðgun. Vísir/Arnar Ásmundur Friðriksson Sjálfstæðisflokki er meðal þeirra sem steig í pontu í dagskrárliðnum störf þingsins. Hann gerði fasteignalán til Grindvíkinga að umtalsefni. Ásmundur hóf máls sitt á því að tala um að alþingi og ríkisstjórn væru eins og slökkvilið fyrir Grindvíkinga nú um stundir og mikilvægt að hratt og örugglega yrði brugðist við. Heimilin séu ónýt og þau sem enn standa tóm því fólki væri gert að finna sér annan viðverustað. „Í því ljósi, herra forseti, finnst mér það tilboð sem bankarnir gerðu Grindvíkingum um að stöðva afborganir en halda áfram að rukka vexti og verðbætur af fasteignalánum nánast hjákátlega brosleg í þeirri stöðu sem nú er uppi. Bankarnir þurfa ekki, í þessum kringumstæðum, að hagnast á Grindvíkingum. Vaxtaokrið í þessu landi er nóg og verðbæturnar sem ofan á það bætast,“ sagði Ásmundur. Fyrr í dag skrifaði Sigríður María Eyþórsdóttir kirkjuvörður í kirkju Grindavíkur viðhorfspistil sem var mjög á sömu lund og það sem Ásmundur vildi leggja á borð þingsins. Ásmundur sagði að nú þyrfti fólk að leigja sér húsnæði á höfuðborgarsvæðinu og víðar og hann taldi engin efni standa til að fólk gæti borgað tvöfalt. „Ég byrjaði þessa umræðu á mánudaginn var. Og varaði þá við því strax að það yrði að bregðast við því strax að íbúar í Grindavík yrðu að losna undan þeim afborgunum af fasteignalánum, vöxtum og verðtryggingu. Og þeim yrði tryggð laun, fyrirtækjum yrði tryggt að þau gætu haldið áfram að greiða laun til starfsmanna sinna. Og þeim yrði gert kleift að hefja rekstur eins fljótt og hægt er,“ sagði 7. þingmaður Suðurlands. Ásmundur sagði jafnframt að það yrði að búa svo um hnúta að íbúunum gæfist færi á að koma sér fyrir og það yrðum við að gera á þann hátt að þeim líði eins bærilega með það og hægt er. „Og í því ljósi er það tilboð sem liggur fyrir frá bönkunum og lánastofnunum algerlega óviðunandi. Það er nánast móðgun við fólk að bjóða þetta,“ sagði Ásmundur. Alþingi Húsnæðismál Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Íslenskir bankar Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Ásmundur hóf máls sitt á því að tala um að alþingi og ríkisstjórn væru eins og slökkvilið fyrir Grindvíkinga nú um stundir og mikilvægt að hratt og örugglega yrði brugðist við. Heimilin séu ónýt og þau sem enn standa tóm því fólki væri gert að finna sér annan viðverustað. „Í því ljósi, herra forseti, finnst mér það tilboð sem bankarnir gerðu Grindvíkingum um að stöðva afborganir en halda áfram að rukka vexti og verðbætur af fasteignalánum nánast hjákátlega brosleg í þeirri stöðu sem nú er uppi. Bankarnir þurfa ekki, í þessum kringumstæðum, að hagnast á Grindvíkingum. Vaxtaokrið í þessu landi er nóg og verðbæturnar sem ofan á það bætast,“ sagði Ásmundur. Fyrr í dag skrifaði Sigríður María Eyþórsdóttir kirkjuvörður í kirkju Grindavíkur viðhorfspistil sem var mjög á sömu lund og það sem Ásmundur vildi leggja á borð þingsins. Ásmundur sagði að nú þyrfti fólk að leigja sér húsnæði á höfuðborgarsvæðinu og víðar og hann taldi engin efni standa til að fólk gæti borgað tvöfalt. „Ég byrjaði þessa umræðu á mánudaginn var. Og varaði þá við því strax að það yrði að bregðast við því strax að íbúar í Grindavík yrðu að losna undan þeim afborgunum af fasteignalánum, vöxtum og verðtryggingu. Og þeim yrði tryggð laun, fyrirtækjum yrði tryggt að þau gætu haldið áfram að greiða laun til starfsmanna sinna. Og þeim yrði gert kleift að hefja rekstur eins fljótt og hægt er,“ sagði 7. þingmaður Suðurlands. Ásmundur sagði jafnframt að það yrði að búa svo um hnúta að íbúunum gæfist færi á að koma sér fyrir og það yrðum við að gera á þann hátt að þeim líði eins bærilega með það og hægt er. „Og í því ljósi er það tilboð sem liggur fyrir frá bönkunum og lánastofnunum algerlega óviðunandi. Það er nánast móðgun við fólk að bjóða þetta,“ sagði Ásmundur.
Alþingi Húsnæðismál Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Íslenskir bankar Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira