Sumir fái endurtekið að fara meðan aðrir bíði endalaust Oddur Ævar Gunnarsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 15. nóvember 2023 14:47 Kristín Arnberg skildi mikilvæga hluti eftir heima á föstudag. Vísir Kristín Arnberg íbúi í Grindavík er hluti af fimmtán manna fjölskyldu sem dvelur í sumarbústað í Grímsnesi. Þeim hefur reynst erfitt að fá að komast að heimili sínu sem er á hættusvæði. Hún er með hnút í maganum varðandi framtíðina. Eins og fram hefur komið hafa Grindvíkingar fengið að sækja nauðsynjar til síns heima í dag, þriðja daginn í röð. Einhverjir íbúar hafa kvartað undan skipulagsleysi og hafa margir þurft að bíða lengi. Hefði aldrei séð þetta fyrir „Við vorum bara að koma núna. Við vorum loksins að fá að vita að við mættum fara,“ segir Kristín Arnberg í bílaröðinni við Grindavík í samtali við fréttastofu. „Við erum semsagt í rauða hverfinu. Biðum í þessu kaosi hérna á Suðurstrandarveginum í gær. Við erum austur í sveit í sumarbústað, fimmtán manna fjölskylda. Við reyndum að komast heim og þá var okkur bara snúið við.“ Í gær? „Já. Þannig að í morgun er ég búin að vera allan tímann í símanum að reyna að fá einhver svör. Af því að við fórum á föstudaginn og ætluðum bara að vera helgina. Tókum ekkert með okkur. Okkur vantar náttúrulega að komast heim að sækja föt og lyf. En þetta er náttúrulega svakalegt. Þetta er bara ástand sem maður hefði náttúrulega aldrei dottið í hug að maður ætti eftir að standa í.“ Verður að komast alla leið Nú er löng röð núna, áttu von á því að þú komist í dag? „Annars missi ég bara þetta litla sem ég á eftir af geðheilsunni held ég. Þannig að, mér finnst þetta bara...og að fólk skuli fá að fara tvisvar, þrisvar, að ná í heima hjá sér, en svo eru sumir, eins og við og ég þurfti að vera í símanum í allan morgun og loksins var mér tjáð að við kæmum hingað. Ég ætla bara að vona að ég komist alla leið og geti náð í það sem mig vantar.“ Hvernig líður þér með það að fá loksins að komast og sjá húsið? „Ég náttúrulega er með hnút í maganum. ég veit ekkert hverju ég á von. En maður vonar það besta. Ég held ég eigi heima í góðu húsi,“ segir Kristín hlæjandi. Hún segir son sinn hafa kíkt á gluggana hjá sér í gær og ekki séð betur en að húsið væru í góðu standi. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Aldrei séð slíkar skemmdir með eigin augum Erlendir fréttamenn við Grindavík sem fréttastofa tók tali segjast aldrei hafa orðið vitni að slíkum atburðum áður. Mikill áhugi sé á atburðunum utan landsteinanna. Bæta mætti upplýsingagjöf. 15. nóvember 2023 14:21 Krefst tafarlausrar frystingar lána Grindvíkinga vaxtalaust Grindvíkingurinn Sigríður María Eyþórsdóttir, kirkjuvörður í Grindavíkurkirkju, skrifar viðhorfspistil þar sem hún krefur meðal annarra lánastofnanir og Alþingi til að nýta sér ekki neyð Grindvíkinga. 15. nóvember 2023 13:44 „Þetta tekur mjög á“ Anna Lára Guðnadóttir freistar þess að komast inn til Grindavíkur að sækja muni fyrir systur sína. Hún er kvíðin og stressuð að sjá hvert ástandið á húsinu er. Systir hennar fór út úr húsinu allslaus á föstudag. 15. nóvember 2023 12:59 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Eins og fram hefur komið hafa Grindvíkingar fengið að sækja nauðsynjar til síns heima í dag, þriðja daginn í röð. Einhverjir íbúar hafa kvartað undan skipulagsleysi og hafa margir þurft að bíða lengi. Hefði aldrei séð þetta fyrir „Við vorum bara að koma núna. Við vorum loksins að fá að vita að við mættum fara,“ segir Kristín Arnberg í bílaröðinni við Grindavík í samtali við fréttastofu. „Við erum semsagt í rauða hverfinu. Biðum í þessu kaosi hérna á Suðurstrandarveginum í gær. Við erum austur í sveit í sumarbústað, fimmtán manna fjölskylda. Við reyndum að komast heim og þá var okkur bara snúið við.“ Í gær? „Já. Þannig að í morgun er ég búin að vera allan tímann í símanum að reyna að fá einhver svör. Af því að við fórum á föstudaginn og ætluðum bara að vera helgina. Tókum ekkert með okkur. Okkur vantar náttúrulega að komast heim að sækja föt og lyf. En þetta er náttúrulega svakalegt. Þetta er bara ástand sem maður hefði náttúrulega aldrei dottið í hug að maður ætti eftir að standa í.“ Verður að komast alla leið Nú er löng röð núna, áttu von á því að þú komist í dag? „Annars missi ég bara þetta litla sem ég á eftir af geðheilsunni held ég. Þannig að, mér finnst þetta bara...og að fólk skuli fá að fara tvisvar, þrisvar, að ná í heima hjá sér, en svo eru sumir, eins og við og ég þurfti að vera í símanum í allan morgun og loksins var mér tjáð að við kæmum hingað. Ég ætla bara að vona að ég komist alla leið og geti náð í það sem mig vantar.“ Hvernig líður þér með það að fá loksins að komast og sjá húsið? „Ég náttúrulega er með hnút í maganum. ég veit ekkert hverju ég á von. En maður vonar það besta. Ég held ég eigi heima í góðu húsi,“ segir Kristín hlæjandi. Hún segir son sinn hafa kíkt á gluggana hjá sér í gær og ekki séð betur en að húsið væru í góðu standi.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Aldrei séð slíkar skemmdir með eigin augum Erlendir fréttamenn við Grindavík sem fréttastofa tók tali segjast aldrei hafa orðið vitni að slíkum atburðum áður. Mikill áhugi sé á atburðunum utan landsteinanna. Bæta mætti upplýsingagjöf. 15. nóvember 2023 14:21 Krefst tafarlausrar frystingar lána Grindvíkinga vaxtalaust Grindvíkingurinn Sigríður María Eyþórsdóttir, kirkjuvörður í Grindavíkurkirkju, skrifar viðhorfspistil þar sem hún krefur meðal annarra lánastofnanir og Alþingi til að nýta sér ekki neyð Grindvíkinga. 15. nóvember 2023 13:44 „Þetta tekur mjög á“ Anna Lára Guðnadóttir freistar þess að komast inn til Grindavíkur að sækja muni fyrir systur sína. Hún er kvíðin og stressuð að sjá hvert ástandið á húsinu er. Systir hennar fór út úr húsinu allslaus á föstudag. 15. nóvember 2023 12:59 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Aldrei séð slíkar skemmdir með eigin augum Erlendir fréttamenn við Grindavík sem fréttastofa tók tali segjast aldrei hafa orðið vitni að slíkum atburðum áður. Mikill áhugi sé á atburðunum utan landsteinanna. Bæta mætti upplýsingagjöf. 15. nóvember 2023 14:21
Krefst tafarlausrar frystingar lána Grindvíkinga vaxtalaust Grindvíkingurinn Sigríður María Eyþórsdóttir, kirkjuvörður í Grindavíkurkirkju, skrifar viðhorfspistil þar sem hún krefur meðal annarra lánastofnanir og Alþingi til að nýta sér ekki neyð Grindvíkinga. 15. nóvember 2023 13:44
„Þetta tekur mjög á“ Anna Lára Guðnadóttir freistar þess að komast inn til Grindavíkur að sækja muni fyrir systur sína. Hún er kvíðin og stressuð að sjá hvert ástandið á húsinu er. Systir hennar fór út úr húsinu allslaus á föstudag. 15. nóvember 2023 12:59