Guðrún Ása frá heilbrigðisráðherra til Kliníkurinnar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. nóvember 2023 14:08 Guðrún Ása Björnsdóttir. Guðrún Ása Björnsdóttir er nýr framkvæmdastjóri Kliníkurinnar Ármúla. Guðrún Ása hefur undanfarið eitt og hálft ár gegnt stöðu faglegs aðstoðarmanns heilbrigðisráðherra en lætur nú af þeim störfum. Hún mun hefja störf á nýju ári, að því er fram kemur í tilkynningu. Guðrún Ása er með BS-gráðu í lífefnafræði frá Háskóla Íslands, MB ChB-gráðu í læknisfræði frá Warwick-háskóla í Bretlandi og leggur stund á doktorsnám í læknisfræði við Háskóla Íslands. Guðrún Ása er með sérfræðilæknaleyfi í lyflækningum og hefur víðtæka starfsreynslu innan heilbrigðiskerfisins. Hún hefur samhliða störfum sínum sem læknir sinnt rannsóknum og kennslu við Háskóla Íslands. Guðrún Ása var Formaður félags almennra lækna, sat í stjórn Læknafélags Íslands og útgáfustjórn Læknablaðsins árin 2018 til 2020. Hún sat í læknaráði Landspítalans árin 2017 til 2020. Hún hefur setið í ýmsum nefndum og starfshópum á vegum heilbrigðisráðuneytisins, Landspítala, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Læknafélag Íslands. Guðrún sat meðal annars í samninganefnd Læknafélags Íslands árin 2019 til 2021 og var formaður samninganefndar LÍ. Guðrún Ása er gift Halldóri Benjamín Þorbergssyni forstjóra Regins. Þau eiga saman fjögur börn. Sigurður tekur við stjórn dótturfélags Guðrún Ása tekur við af Sigurði Ingibergi Björnssyni sem framkvæmdastjóri. Í tilkynningu segir að undir hans stjórn hafi Kliníkin dafnað og vaxið gríðarlega og starfsemin meira en þrefaldast. Sigurður lætur af framkvæmdastjórastarfinu þegar Guðrún tekur við á næsta ári og mun þá taka við stjórn dóttúrfélags Kliníkurinnar þar sem þróaðar eru hugbúnaðarlausnir sem nýtast fyrirtækjum í heilbrigðisþjónustu með það að markmiði að gera heilbrigðiskerfið einfaldara og skilvirkara. Fram kemur í tilkynningunni að 23 sérfræðilæknar og 47 hjúkrunarfræðingar starfi hjá Kliníkinni auk sérhæfðra starfsmanna. Segir þar að starfsfólk leggi sig fram við að veita persónulega þjónustu með hagsmuni skjólstæðinga í öndvegi og að meginmarkmiðið sé að leggja grunn að auknum lífsgæðum til langs tíma. Fram kemur að helstu sérsvið Kliníkurinnar séu tengd bæklungarlækningum, brjóstalækningum, efnaskiptaaðgerðum, kvensjúkdómalækningum, lýtalæknningum og meltingarlækningum. Kliníkin er með samning við Sjúkratryggingar Íslands um nokkra aðgerðarhópa og hefur unnið með stjónvöldum við að vinna niður biðlista eftir aðgerðum, meðal annars liðskiptaaðgerðum, að því er fram kemur í tilkynningu. Vistaskipti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Heilbrigðismál Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Hún mun hefja störf á nýju ári, að því er fram kemur í tilkynningu. Guðrún Ása er með BS-gráðu í lífefnafræði frá Háskóla Íslands, MB ChB-gráðu í læknisfræði frá Warwick-háskóla í Bretlandi og leggur stund á doktorsnám í læknisfræði við Háskóla Íslands. Guðrún Ása er með sérfræðilæknaleyfi í lyflækningum og hefur víðtæka starfsreynslu innan heilbrigðiskerfisins. Hún hefur samhliða störfum sínum sem læknir sinnt rannsóknum og kennslu við Háskóla Íslands. Guðrún Ása var Formaður félags almennra lækna, sat í stjórn Læknafélags Íslands og útgáfustjórn Læknablaðsins árin 2018 til 2020. Hún sat í læknaráði Landspítalans árin 2017 til 2020. Hún hefur setið í ýmsum nefndum og starfshópum á vegum heilbrigðisráðuneytisins, Landspítala, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Læknafélag Íslands. Guðrún sat meðal annars í samninganefnd Læknafélags Íslands árin 2019 til 2021 og var formaður samninganefndar LÍ. Guðrún Ása er gift Halldóri Benjamín Þorbergssyni forstjóra Regins. Þau eiga saman fjögur börn. Sigurður tekur við stjórn dótturfélags Guðrún Ása tekur við af Sigurði Ingibergi Björnssyni sem framkvæmdastjóri. Í tilkynningu segir að undir hans stjórn hafi Kliníkin dafnað og vaxið gríðarlega og starfsemin meira en þrefaldast. Sigurður lætur af framkvæmdastjórastarfinu þegar Guðrún tekur við á næsta ári og mun þá taka við stjórn dóttúrfélags Kliníkurinnar þar sem þróaðar eru hugbúnaðarlausnir sem nýtast fyrirtækjum í heilbrigðisþjónustu með það að markmiði að gera heilbrigðiskerfið einfaldara og skilvirkara. Fram kemur í tilkynningunni að 23 sérfræðilæknar og 47 hjúkrunarfræðingar starfi hjá Kliníkinni auk sérhæfðra starfsmanna. Segir þar að starfsfólk leggi sig fram við að veita persónulega þjónustu með hagsmuni skjólstæðinga í öndvegi og að meginmarkmiðið sé að leggja grunn að auknum lífsgæðum til langs tíma. Fram kemur að helstu sérsvið Kliníkurinnar séu tengd bæklungarlækningum, brjóstalækningum, efnaskiptaaðgerðum, kvensjúkdómalækningum, lýtalæknningum og meltingarlækningum. Kliníkin er með samning við Sjúkratryggingar Íslands um nokkra aðgerðarhópa og hefur unnið með stjónvöldum við að vinna niður biðlista eftir aðgerðum, meðal annars liðskiptaaðgerðum, að því er fram kemur í tilkynningu.
Vistaskipti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Heilbrigðismál Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira