Hefurðu komið í „Yoda Cave“ og á „Diamond Beach“? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 10. nóvember 2023 13:30 Ferðaþjónustan hefur setið undir nokkurri gagnrýni undanfarið vegna meintra neikvæðra áhrifa á íslenska tungu og ofnotkun ensku í starfsemi sinni. Þeirri gagnrýni hefur verið svarað af minni hálfu og fleiri meðal annars í grein hér á Visir.is, sem heitir „Er ferðaþjónustan að rústa íslenskunni“. Annar angi þessa máls og sá sem ég tek hjartanlega undir að þurfi að stíga inn af krafti, er sú aukna tilhneiging að þýða íslensk örnefni yfir á ensku. Það eru ekki mjög mörg ár síðan það fór að bera á þessu og í raun veit enginn nákvæmlega hvernig þetta gerðist og hver eða hverjir áttu frumkvæðið að þessu. Þó þykir líklegt, af þeim sem best til þekkja, að þessar þýðingar hafi orðið til hjá áhrifavöldum á samfélagsmiðlum, í upplýsingamiðlun á milli erlendra ferðamanna sjálfra, hjá kvikmyndagerðarfólki og hugsanlega hjá erlendum ferðaskipuleggjendum, sem starfa á Íslandi. Þeir sem vinna við markaðssetningu á Íslandi sem áfangastað hafa í gegnum árin notað íslensk örnefni og ekki gert tilraun til að gera þau þjálli í munni erlendra gesta. Nú upp á síðkastið hefur hins vegar í auknum mæli mátt sjá þessi þýddu örnefni í markaðsefni fyrirtækja. Hér má sjá nokkur dæmi: ·„Batman Mountain“ - Vestrahorn (Brunnhorn) ·„Yoda Cave“ - Gígjagjá ·„Black beach“ - Reynisfjara ·„Valley of tears“ - Sigöldugljúfur ·„Diamond beach“ - Fellsfjara (Eystri Fellsfjara) ·„Rhino Rock“ - Hvítserkur ·„Arrowhead Mountain“ - Kirkjufell ·„Whispering Cliffs“ - Hljóðaklettar Mér finnst þessi þróun mjög óheillavænleg og ekki til þess fallin að auka hróður Íslands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn. Hún stuðlar ekki heldur að því að ferðaþjónustan starfi í sátt við landið og þjóðina. Hvernig má það til dæmis vera að jafnvel fólk sem starfar í ferðaþjónustu hafi ekki hugmynd um, um hvaða staði er verið að tala, þegar ensku heitin eru notuð? Lausleg könnun meðal fagmenntaðra leiðsögumanna á Íslandi leiddi í ljós að flestir þeirra nota ávallt íslensku örnefnin í sinni leiðsögn og mörgum þeirra finnst þessi þróun í besta falli kjánaleg. Aðrir fá aulahroll. Tökum mark á þeim – leiðsögumenn eru þeir sem komast í nánustu snertinguna við gesti okkar. Ferðamenn sem koma til landsins koma til að upplifa náttúrufegurð og íslenska menningu á sama tíma. Stór hluti menningarinnar er þjóðtungan, sem ferðamenn vilja einnig komast í snertingu við. Algjörlega óháð því hvort þeir skilja eitt einasta orð eða ekki. Tungan er hluti af upplifuninni og því eigum við ekki að niðursjóða hana í enska markaðsfrasa. Leyfum ferðamönnunum okkar að kljást við hana og bæta þar með kryddi í upplifun af landinu og þjóðinni. Ég skora því hér með á alla þá sem starfa í ferðaþjónustu, sem og almenning, að taka ekki þátt í þessari enskuvæðingu á náttúrunni okkar, heldur nota fallegu, kjarnyrtu, íslensku örnefnin. Á afmælisráðstefnu SAF þann 15. nóvember nk. verður meðal margra annarra málstofa um ferðaþjónustu og íslensku, þar sem kafað verður dýpra ofan í málið. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Íslensk tunga Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan hefur setið undir nokkurri gagnrýni undanfarið vegna meintra neikvæðra áhrifa á íslenska tungu og ofnotkun ensku í starfsemi sinni. Þeirri gagnrýni hefur verið svarað af minni hálfu og fleiri meðal annars í grein hér á Visir.is, sem heitir „Er ferðaþjónustan að rústa íslenskunni“. Annar angi þessa máls og sá sem ég tek hjartanlega undir að þurfi að stíga inn af krafti, er sú aukna tilhneiging að þýða íslensk örnefni yfir á ensku. Það eru ekki mjög mörg ár síðan það fór að bera á þessu og í raun veit enginn nákvæmlega hvernig þetta gerðist og hver eða hverjir áttu frumkvæðið að þessu. Þó þykir líklegt, af þeim sem best til þekkja, að þessar þýðingar hafi orðið til hjá áhrifavöldum á samfélagsmiðlum, í upplýsingamiðlun á milli erlendra ferðamanna sjálfra, hjá kvikmyndagerðarfólki og hugsanlega hjá erlendum ferðaskipuleggjendum, sem starfa á Íslandi. Þeir sem vinna við markaðssetningu á Íslandi sem áfangastað hafa í gegnum árin notað íslensk örnefni og ekki gert tilraun til að gera þau þjálli í munni erlendra gesta. Nú upp á síðkastið hefur hins vegar í auknum mæli mátt sjá þessi þýddu örnefni í markaðsefni fyrirtækja. Hér má sjá nokkur dæmi: ·„Batman Mountain“ - Vestrahorn (Brunnhorn) ·„Yoda Cave“ - Gígjagjá ·„Black beach“ - Reynisfjara ·„Valley of tears“ - Sigöldugljúfur ·„Diamond beach“ - Fellsfjara (Eystri Fellsfjara) ·„Rhino Rock“ - Hvítserkur ·„Arrowhead Mountain“ - Kirkjufell ·„Whispering Cliffs“ - Hljóðaklettar Mér finnst þessi þróun mjög óheillavænleg og ekki til þess fallin að auka hróður Íslands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn. Hún stuðlar ekki heldur að því að ferðaþjónustan starfi í sátt við landið og þjóðina. Hvernig má það til dæmis vera að jafnvel fólk sem starfar í ferðaþjónustu hafi ekki hugmynd um, um hvaða staði er verið að tala, þegar ensku heitin eru notuð? Lausleg könnun meðal fagmenntaðra leiðsögumanna á Íslandi leiddi í ljós að flestir þeirra nota ávallt íslensku örnefnin í sinni leiðsögn og mörgum þeirra finnst þessi þróun í besta falli kjánaleg. Aðrir fá aulahroll. Tökum mark á þeim – leiðsögumenn eru þeir sem komast í nánustu snertinguna við gesti okkar. Ferðamenn sem koma til landsins koma til að upplifa náttúrufegurð og íslenska menningu á sama tíma. Stór hluti menningarinnar er þjóðtungan, sem ferðamenn vilja einnig komast í snertingu við. Algjörlega óháð því hvort þeir skilja eitt einasta orð eða ekki. Tungan er hluti af upplifuninni og því eigum við ekki að niðursjóða hana í enska markaðsfrasa. Leyfum ferðamönnunum okkar að kljást við hana og bæta þar með kryddi í upplifun af landinu og þjóðinni. Ég skora því hér með á alla þá sem starfa í ferðaþjónustu, sem og almenning, að taka ekki þátt í þessari enskuvæðingu á náttúrunni okkar, heldur nota fallegu, kjarnyrtu, íslensku örnefnin. Á afmælisráðstefnu SAF þann 15. nóvember nk. verður meðal margra annarra málstofa um ferðaþjónustu og íslensku, þar sem kafað verður dýpra ofan í málið. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun