Í gær greindi Flensburg frá því að danski landsliðsmaðurinn Niclas Kirkeløkke kæmi til félagsins frá Rhein-Neckar Löwen eftir tímabilið. Í sömu frétt var tilkynnt að Teitur færi frá Flensburg eftir tímabilið.
Selfyssingurinn gekk í raðir Flensburg frá Kristianstad í Svíþjóð fyrir tveimur árum. Hann hefur skorað 115 mörk í 66 leikjum fyrir félagið.
Teitur fékk fá tækifæri með Flensburg framan af tímabili en skoraði svo sjö mörk í tveimur leikjum í röð áður en hann meiddist.
Flensburg er í 4. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með sextán stig, fimm stigum á eftir toppliði Füchse Berlin.