Ásgeir Örn: Ég skal bara viðurkenna það að ég bjóst ekki við því Þorsteinn Hjálmsson skrifar 9. nóvember 2023 21:47 Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka. Vísir/Vilhelm Haukar töpuðu í kvöld öðrum leik sínum í röð í Olís-deildinni þegar erkióvinirnir í FH komu í heimsókn á Ásvelli. Lokatölur 29-32 fyrir FH sem stjórnaði leiknum frá upphafi til enda. Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, var að vonum ekki sáttur með frammistöðu síns liðs í kvöld. „FH var með frumkvæðið meira og minna. Það voru kaflar sem voru frekar höktandi og svo náðum við glimrandi fínum sóknum svona inn á milli en þetta var svona fyrst og fremst við í vandræðum með þeirra stöðusóknir. Þeir voru bara þolinmóðir og skynsamir og fundu alltaf góðar lausnir eftir tiltölulega langar sóknir.“ „Það bara kom aldrei momentum með okkur þar sem allt kom í lás. Við náðum aldrei að vera með þá varnarlega þó þetta hafi ekki verið nein skelfing. Það kom aldrei perioda þar sem Aron [Rafn Eðvarðsson] var að verja tvo þrjá bolta og við að stela, við náðum því ekki inn,“ sagði Ásgeir Örn. „Við fórum í sjö á sex til að kick-starta sóknarleiknum, því hann var mjög slakur í byrjun seinni hálfleiksins. Það voru jákvæðir punktar sem við ætluðum klárlega að gera,“ segir Ásgeir Örn um ljósa punkta í leik liðsins í síðari hálfleik. Ásgeiri Erni fannst sínir menn ekki nægilega sterkir varnarlega í kvöld. „Hann [Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH] ver kannski nokkur dauðafæri og við erum bara ekki nógu góðir varnarlega. Við vorum bara ekki að forvinna nægilega á línumanninn, fengum bara á okkur stundum skíta mörk eftir langar sóknir sem er pirrandi.“ Jón Bjarni Ólafsson, línumaður FH, endaði með tíu mörk í leiknum í kvöld en línumenn Hauka skoruðu samanlagt sjö mörk. Kemur það á óvart hversu mikið af vel heppnuðu línuspili var í leiknum þar sem tvö bestu varnarlið deildarinnar voru að mætast. Ásgeir Örn gerði alls ekki ráð fyrir því að varnir liðanna beggja myndu gefa svona gott færi á sér inn á línunni. „Ég skal bara viðurkenna það að ég bjóst ekki við því að Jón Bjarni myndi skora tíu og Þráinn fimm, það er ekki það sem ég hefði tippað á fyrir leikinn. Það var allavegana ekki uppleggið okkar,“ sagði Ásgeir Örn að lokum. Olís-deild karla Haukar FH Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - FH 29-32 | FH-ingar unnu Hafnarfjarðarslaginn FH-ingar geta gengið sperrtir um Hafnarfjörð næstu daga eftir góðan þriggja marka sigur gegn Haukum í Hafnarfjarðarslag Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 29-32. 9. nóvember 2023 21:02 Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Sjá meira
Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, var að vonum ekki sáttur með frammistöðu síns liðs í kvöld. „FH var með frumkvæðið meira og minna. Það voru kaflar sem voru frekar höktandi og svo náðum við glimrandi fínum sóknum svona inn á milli en þetta var svona fyrst og fremst við í vandræðum með þeirra stöðusóknir. Þeir voru bara þolinmóðir og skynsamir og fundu alltaf góðar lausnir eftir tiltölulega langar sóknir.“ „Það bara kom aldrei momentum með okkur þar sem allt kom í lás. Við náðum aldrei að vera með þá varnarlega þó þetta hafi ekki verið nein skelfing. Það kom aldrei perioda þar sem Aron [Rafn Eðvarðsson] var að verja tvo þrjá bolta og við að stela, við náðum því ekki inn,“ sagði Ásgeir Örn. „Við fórum í sjö á sex til að kick-starta sóknarleiknum, því hann var mjög slakur í byrjun seinni hálfleiksins. Það voru jákvæðir punktar sem við ætluðum klárlega að gera,“ segir Ásgeir Örn um ljósa punkta í leik liðsins í síðari hálfleik. Ásgeiri Erni fannst sínir menn ekki nægilega sterkir varnarlega í kvöld. „Hann [Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH] ver kannski nokkur dauðafæri og við erum bara ekki nógu góðir varnarlega. Við vorum bara ekki að forvinna nægilega á línumanninn, fengum bara á okkur stundum skíta mörk eftir langar sóknir sem er pirrandi.“ Jón Bjarni Ólafsson, línumaður FH, endaði með tíu mörk í leiknum í kvöld en línumenn Hauka skoruðu samanlagt sjö mörk. Kemur það á óvart hversu mikið af vel heppnuðu línuspili var í leiknum þar sem tvö bestu varnarlið deildarinnar voru að mætast. Ásgeir Örn gerði alls ekki ráð fyrir því að varnir liðanna beggja myndu gefa svona gott færi á sér inn á línunni. „Ég skal bara viðurkenna það að ég bjóst ekki við því að Jón Bjarni myndi skora tíu og Þráinn fimm, það er ekki það sem ég hefði tippað á fyrir leikinn. Það var allavegana ekki uppleggið okkar,“ sagði Ásgeir Örn að lokum.
Olís-deild karla Haukar FH Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - FH 29-32 | FH-ingar unnu Hafnarfjarðarslaginn FH-ingar geta gengið sperrtir um Hafnarfjörð næstu daga eftir góðan þriggja marka sigur gegn Haukum í Hafnarfjarðarslag Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 29-32. 9. nóvember 2023 21:02 Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Sjá meira
Leik lokið: Haukar - FH 29-32 | FH-ingar unnu Hafnarfjarðarslaginn FH-ingar geta gengið sperrtir um Hafnarfjörð næstu daga eftir góðan þriggja marka sigur gegn Haukum í Hafnarfjarðarslag Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 29-32. 9. nóvember 2023 21:02