Ásgeir Örn: Ég skal bara viðurkenna það að ég bjóst ekki við því Þorsteinn Hjálmsson skrifar 9. nóvember 2023 21:47 Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka. Vísir/Vilhelm Haukar töpuðu í kvöld öðrum leik sínum í röð í Olís-deildinni þegar erkióvinirnir í FH komu í heimsókn á Ásvelli. Lokatölur 29-32 fyrir FH sem stjórnaði leiknum frá upphafi til enda. Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, var að vonum ekki sáttur með frammistöðu síns liðs í kvöld. „FH var með frumkvæðið meira og minna. Það voru kaflar sem voru frekar höktandi og svo náðum við glimrandi fínum sóknum svona inn á milli en þetta var svona fyrst og fremst við í vandræðum með þeirra stöðusóknir. Þeir voru bara þolinmóðir og skynsamir og fundu alltaf góðar lausnir eftir tiltölulega langar sóknir.“ „Það bara kom aldrei momentum með okkur þar sem allt kom í lás. Við náðum aldrei að vera með þá varnarlega þó þetta hafi ekki verið nein skelfing. Það kom aldrei perioda þar sem Aron [Rafn Eðvarðsson] var að verja tvo þrjá bolta og við að stela, við náðum því ekki inn,“ sagði Ásgeir Örn. „Við fórum í sjö á sex til að kick-starta sóknarleiknum, því hann var mjög slakur í byrjun seinni hálfleiksins. Það voru jákvæðir punktar sem við ætluðum klárlega að gera,“ segir Ásgeir Örn um ljósa punkta í leik liðsins í síðari hálfleik. Ásgeiri Erni fannst sínir menn ekki nægilega sterkir varnarlega í kvöld. „Hann [Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH] ver kannski nokkur dauðafæri og við erum bara ekki nógu góðir varnarlega. Við vorum bara ekki að forvinna nægilega á línumanninn, fengum bara á okkur stundum skíta mörk eftir langar sóknir sem er pirrandi.“ Jón Bjarni Ólafsson, línumaður FH, endaði með tíu mörk í leiknum í kvöld en línumenn Hauka skoruðu samanlagt sjö mörk. Kemur það á óvart hversu mikið af vel heppnuðu línuspili var í leiknum þar sem tvö bestu varnarlið deildarinnar voru að mætast. Ásgeir Örn gerði alls ekki ráð fyrir því að varnir liðanna beggja myndu gefa svona gott færi á sér inn á línunni. „Ég skal bara viðurkenna það að ég bjóst ekki við því að Jón Bjarni myndi skora tíu og Þráinn fimm, það er ekki það sem ég hefði tippað á fyrir leikinn. Það var allavegana ekki uppleggið okkar,“ sagði Ásgeir Örn að lokum. Olís-deild karla Haukar FH Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - FH 29-32 | FH-ingar unnu Hafnarfjarðarslaginn FH-ingar geta gengið sperrtir um Hafnarfjörð næstu daga eftir góðan þriggja marka sigur gegn Haukum í Hafnarfjarðarslag Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 29-32. 9. nóvember 2023 21:02 Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, var að vonum ekki sáttur með frammistöðu síns liðs í kvöld. „FH var með frumkvæðið meira og minna. Það voru kaflar sem voru frekar höktandi og svo náðum við glimrandi fínum sóknum svona inn á milli en þetta var svona fyrst og fremst við í vandræðum með þeirra stöðusóknir. Þeir voru bara þolinmóðir og skynsamir og fundu alltaf góðar lausnir eftir tiltölulega langar sóknir.“ „Það bara kom aldrei momentum með okkur þar sem allt kom í lás. Við náðum aldrei að vera með þá varnarlega þó þetta hafi ekki verið nein skelfing. Það kom aldrei perioda þar sem Aron [Rafn Eðvarðsson] var að verja tvo þrjá bolta og við að stela, við náðum því ekki inn,“ sagði Ásgeir Örn. „Við fórum í sjö á sex til að kick-starta sóknarleiknum, því hann var mjög slakur í byrjun seinni hálfleiksins. Það voru jákvæðir punktar sem við ætluðum klárlega að gera,“ segir Ásgeir Örn um ljósa punkta í leik liðsins í síðari hálfleik. Ásgeiri Erni fannst sínir menn ekki nægilega sterkir varnarlega í kvöld. „Hann [Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH] ver kannski nokkur dauðafæri og við erum bara ekki nógu góðir varnarlega. Við vorum bara ekki að forvinna nægilega á línumanninn, fengum bara á okkur stundum skíta mörk eftir langar sóknir sem er pirrandi.“ Jón Bjarni Ólafsson, línumaður FH, endaði með tíu mörk í leiknum í kvöld en línumenn Hauka skoruðu samanlagt sjö mörk. Kemur það á óvart hversu mikið af vel heppnuðu línuspili var í leiknum þar sem tvö bestu varnarlið deildarinnar voru að mætast. Ásgeir Örn gerði alls ekki ráð fyrir því að varnir liðanna beggja myndu gefa svona gott færi á sér inn á línunni. „Ég skal bara viðurkenna það að ég bjóst ekki við því að Jón Bjarni myndi skora tíu og Þráinn fimm, það er ekki það sem ég hefði tippað á fyrir leikinn. Það var allavegana ekki uppleggið okkar,“ sagði Ásgeir Örn að lokum.
Olís-deild karla Haukar FH Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - FH 29-32 | FH-ingar unnu Hafnarfjarðarslaginn FH-ingar geta gengið sperrtir um Hafnarfjörð næstu daga eftir góðan þriggja marka sigur gegn Haukum í Hafnarfjarðarslag Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 29-32. 9. nóvember 2023 21:02 Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Leik lokið: Haukar - FH 29-32 | FH-ingar unnu Hafnarfjarðarslaginn FH-ingar geta gengið sperrtir um Hafnarfjörð næstu daga eftir góðan þriggja marka sigur gegn Haukum í Hafnarfjarðarslag Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 29-32. 9. nóvember 2023 21:02