„Við verðum að nýta tímann vel“ Aron Guðmundsson skrifar 3. nóvember 2023 16:01 Íslenski atvinnu- og landsliðsmaðurinn í handbolta, Ómar Ingi Magnússon Vísir/Einar Íslenski atvinnumaðurinn í handbolta, Ómar Ingi Magnússon, er kominn aftur á fullt skrið í boltanum eftir smá meiðslatímabil og nálgast nú hraðbyri toppform. Hann verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu í kvöld þegar að liðið leikur sinn fyrsta leik undir stjórn nýs landsliðsþjálfara, Snorra Steins Guðjónssonar gegn Færeyjum. Aðspurður hvort greina mætti einhverjar áherslubreytingar hjá landsliðinu með tilkomu Snorra Steins þessa fyrstu daga sem liðið hefur æft saman undir hans stjórn hafði Ómar Ingi þetta að segja: „Það eiga sér náttúrulega alltaf stað einhverjar áherslubreytingar þegar að þjálfarabreytingar verða hjá liðum. Íslenska landsliðið er ekki undanskilið því. Okkar leikur verður hins vegar ekkert eitthvað svart og hvítt miðað við áður. Við viljum bara gera betur á öllum sviðum. Ég tel okkur geta náð því.“ Honum lýst vel á nýja þjálfarann. „Mjög vel. Ég er mjög jákvæður fyrir þessu og hlakka til að spila leikina um helgina sem og að fara á Evrópumótið í janúar. Þetta verður mjög spennandi.“ Eins og fyrr sagði er Ómar Ingi byrjaður að spila aftur reglulega eftir að hafa glímt við meiðsli. Hann er orðinn góður af meiðslunum og vinnur nú í því að komast aftur í sitt besta form. „Ég er bara orðinn góður og líður vel. Formið er svona að koma til baka hægt og rólega. Verður betra með hverjum deginum sem líður. Því meira sem ég spila því betra verður það. Vonandi verð ég bara kominn í mitt besta form í janúar.“ Íslenska landsliðið á ekki marga daga saman fram að Evrópumótinu í Þýskalandi og því er hver dagur sem liðið er saman gríðarlega mikilvægur. „Það er alltaf lítill tími sem maður hefur í undirbúning þegar kemur að landsliðinu. Núna fáum við fjórar æfingar saman þar sem við höfum þurft að fara yfir ákveðin atriði. Við höfum gert það vel. Það er alltaf sama klisjan í kringum landsliðsverkefnin, við verðum að nýta tímann vel. Þessir æfingarleikir sem við eigum fram að EM eru mikilvægir. Við verðum að nýta þetta vel, gera þetta vel.“ Hvað vill hann sjá frá íslenska liðinu í leiknum gegn Færeyjum í kvöld? „Við þurfum góða spilamennsku í öllu þáttum okkar leiks. Vörn, hraðaupphlaupum, sókn og markvörslu. Við þurfum allir að vera á sömu blaðsíðunni, spila saman sem lið og halda uppi góðri orku. Með því kemur góð frammistaða.“ Landslið karla í handbolta Þýski handboltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps Sjá meira
Aðspurður hvort greina mætti einhverjar áherslubreytingar hjá landsliðinu með tilkomu Snorra Steins þessa fyrstu daga sem liðið hefur æft saman undir hans stjórn hafði Ómar Ingi þetta að segja: „Það eiga sér náttúrulega alltaf stað einhverjar áherslubreytingar þegar að þjálfarabreytingar verða hjá liðum. Íslenska landsliðið er ekki undanskilið því. Okkar leikur verður hins vegar ekkert eitthvað svart og hvítt miðað við áður. Við viljum bara gera betur á öllum sviðum. Ég tel okkur geta náð því.“ Honum lýst vel á nýja þjálfarann. „Mjög vel. Ég er mjög jákvæður fyrir þessu og hlakka til að spila leikina um helgina sem og að fara á Evrópumótið í janúar. Þetta verður mjög spennandi.“ Eins og fyrr sagði er Ómar Ingi byrjaður að spila aftur reglulega eftir að hafa glímt við meiðsli. Hann er orðinn góður af meiðslunum og vinnur nú í því að komast aftur í sitt besta form. „Ég er bara orðinn góður og líður vel. Formið er svona að koma til baka hægt og rólega. Verður betra með hverjum deginum sem líður. Því meira sem ég spila því betra verður það. Vonandi verð ég bara kominn í mitt besta form í janúar.“ Íslenska landsliðið á ekki marga daga saman fram að Evrópumótinu í Þýskalandi og því er hver dagur sem liðið er saman gríðarlega mikilvægur. „Það er alltaf lítill tími sem maður hefur í undirbúning þegar kemur að landsliðinu. Núna fáum við fjórar æfingar saman þar sem við höfum þurft að fara yfir ákveðin atriði. Við höfum gert það vel. Það er alltaf sama klisjan í kringum landsliðsverkefnin, við verðum að nýta tímann vel. Þessir æfingarleikir sem við eigum fram að EM eru mikilvægir. Við verðum að nýta þetta vel, gera þetta vel.“ Hvað vill hann sjá frá íslenska liðinu í leiknum gegn Færeyjum í kvöld? „Við þurfum góða spilamennsku í öllu þáttum okkar leiks. Vörn, hraðaupphlaupum, sókn og markvörslu. Við þurfum allir að vera á sömu blaðsíðunni, spila saman sem lið og halda uppi góðri orku. Með því kemur góð frammistaða.“
Landslið karla í handbolta Þýski handboltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps Sjá meira