Umtalsverðar líkur á áframhaldandi lífshættulegu ofbeldi Jón Þór Stefánsson skrifar 2. nóvember 2023 17:19 Meint árás mannsins átti sér stað í skóglendi. Vísir/Vilhelm Maður sem er grunaður um tilraun til að verða fyrrverandi kærustu sinni að bana hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til mánudagsins 27. nóvember. Hann þykir mjög líklegur til að beita konuna frekara ofbeldi fengi hann að ganga laus. Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í vikunni. Um er að ræða framhald á gæsluvarðhaldi sem var gefið út í september. Atvikið sem málið varðar átti sér stað í lok ágústmánaðar á þessu ári, en maðurinn er grunaður um að hafa slegið kærustu sína, sparkað í hana og kyrkja hana í skóglendi. Vitni í málinu hefur lýst því að hafa séð manninn lemja konuna og stappa á höfði hennar. Maðurinn hefði beygt sig niður að konunni, „byrjað að kyrkja hana“ og sagt „á ég ekki bara að svæfa þig, klára þetta núna?“ Í úrskurðinum kemur fram að lögregla hafi framkvæmt áhættumat á manninum vegna brota í nánu sambandi. Matsgerð liggur nú fyrir, en í henni kemur fram að „mjög mikil hætta“ sé á áframhaldandi ofbeldishegðun af hans hálfu. Níu af tíu svokölluðum áhættuþáttum voru metnir til staðar hjá honum. Vegna þess og vegna alvarleika meints brots hans metur lögregla svo að umtalsverðar líkur séu á áframhaldandi lífshættulegu ofbeldi hans gagnvart konunni. Sjálfur neitar maðurinn sök og hefur í skýrslutöku hjá lögreglu sagt að líklegast hafi konan valdið sjálfri sér umræddum áverkum, eða þá að ókunnugur karlmaður sé ábyrgur fyrir þeim. Lögregla hefur til rannsóknar fleiri meint brot mannsins gagnvart konunni. Hann er til að mynda grunaður um að hafa sparkað í höfuð hennar, hrint henni niður tröppur og tekið hana hálstaki. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Sjá meira
Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í vikunni. Um er að ræða framhald á gæsluvarðhaldi sem var gefið út í september. Atvikið sem málið varðar átti sér stað í lok ágústmánaðar á þessu ári, en maðurinn er grunaður um að hafa slegið kærustu sína, sparkað í hana og kyrkja hana í skóglendi. Vitni í málinu hefur lýst því að hafa séð manninn lemja konuna og stappa á höfði hennar. Maðurinn hefði beygt sig niður að konunni, „byrjað að kyrkja hana“ og sagt „á ég ekki bara að svæfa þig, klára þetta núna?“ Í úrskurðinum kemur fram að lögregla hafi framkvæmt áhættumat á manninum vegna brota í nánu sambandi. Matsgerð liggur nú fyrir, en í henni kemur fram að „mjög mikil hætta“ sé á áframhaldandi ofbeldishegðun af hans hálfu. Níu af tíu svokölluðum áhættuþáttum voru metnir til staðar hjá honum. Vegna þess og vegna alvarleika meints brots hans metur lögregla svo að umtalsverðar líkur séu á áframhaldandi lífshættulegu ofbeldi hans gagnvart konunni. Sjálfur neitar maðurinn sök og hefur í skýrslutöku hjá lögreglu sagt að líklegast hafi konan valdið sjálfri sér umræddum áverkum, eða þá að ókunnugur karlmaður sé ábyrgur fyrir þeim. Lögregla hefur til rannsóknar fleiri meint brot mannsins gagnvart konunni. Hann er til að mynda grunaður um að hafa sparkað í höfuð hennar, hrint henni niður tröppur og tekið hana hálstaki.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Sjá meira