Gert að endurgreiða gjald vegna afhendingar sjúkraskrár Atli Ísleifsson skrifar 2. nóvember 2023 13:37 Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að heilsugæslan muni að sjálfsögðu fara eftir úrskurði heilbrigðisráðuneytins. Vísir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur verið gert að endurgreiða manni 15.791 krónur eftir að hafa rukkað viðkomandi um upphæðina vegna afhendingar á sjúkraskrá hjá heilsugæslunni. Þetta kemur fram í úrskurði heilbrigðisráðuneytisins sem kveðinn var upp í gær, en málið snýr að afhendingu sjúkraskrár í desember 2021. Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir farið verði eftir niðurstöðu úrskurðar ráðuneytisins. Kærandinn vildi meina að gjaldtaka vegna afhendingar á sjúkraskrá ætti sér ekki stoð í lögum og gengi í berhögg við ákvæði laga um sjúkraskár. Í þeim lögum væri kveðið á um almennan rétt sjúklinga til afrits af sjúkraskrám sínum en í lögunum væri hvergi kveðið á um gjaldtöku. Heilsugæslan vísaði hins vegar til þess að innheimta gjaldsins byggi á ákvæði reglugerðar um greiðsluþátttöku sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu. Snýr að sjúkraskrá, ekki læknisvottorði Fram kemur í niðurstöðukafla úrskurðarins segir að við málsins verði að líta til þeirrar meginreglu að gjald verði ekki innheimt fyrir þjónustu stjórnvalda nema heimild sé til gjaldtökunnar í lögum. „Ljóst er að lög um sjúkraskrár veita sjúklingi eða umboðsmanni hans rétt á að fá afrit af sjúkraskrá afhenta í heild eða hluta. Í lögunum er engin heimild til stjórnvalda til að innheimta gjald af sjúklingi í tengslum við beiðni um afhendingu á sjúkraskrá,“ segir í úrskurðinum. Þó að heimild sé til gjaldtöku vegna útgáfu læknisvottorða á heilsugæslu er bent á að beiðni mannsins hafi einungis lotið að afhendingu á sjúkraskrá en ekki læknisvottorði. „Þótt skilja megi orðalag 9. tölul. 2. mgr. 14. gr. reglugerðarinnar á þann veg að heimilt sé að taka gjald fyrir vinnu við yfirferð á sjúkraskrá fyrir afhendingu, án þess að vinnan sé í tengslum við útgáfu læknisvottorðs, verður að horfa til þess að engin heimild er til slíkrar gjaldtöku í lögum um sjúkraskrár,“ segir í úrskurðinum. Gjaldtakan ógild Ennfremur segir að þannig liggi ekki fyrir með skýrum hætti vilji löggjafans til að krefja sjúklinga um sérstakt gjald vegna vinnu við yfirferð á sjúkraskrá fyrir afhendingu. „Með vísan til þeirra meginreglna sem raktar hafa verið um lagastoð fyrir gjaldtöku vegna þjónustu sem stjórnvöld veita er það mat ráðuneytisins að sjúklingar verði ekki krafðir um gjald vegna afhendingar á sjúkraskrá ef vinnan lýtur ekki að útgáfu læknisvottorðs skv. 14. gr. reglugerðar nr. 1551/2022. Á þetta við jafnvel þó svo afhendingin hafi í för með sér vinnu læknis við yfirferð á sjúkraskrá fyrir afhendingu, svo sem til að gæta að 2. mgr. 14. gr. laga um sjúkraskrár,“ segir í úrskurðinum. Gjaldataka Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna afhendingar á sjúkraskrá er ógilt og leggur heilbrigðisráðuneytið fyrir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að endurgreiða kæranda útlagðan kostnað vegna afhendingar á sjúkraskrá. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir í samtali við fréttastofu að Heilsugæslan muni að sjálfsögðu endurgreiða gjaldið til kæranda. „Við munum fara eftir úrskurðinum og við sjáum fyrir okkur að þessi niðurstaða muni svo flýta fyrir því ferli að afhenda fólki sjúkraskrár,“ segir Sigríður Dóra. Heilsugæsla Heilbrigðismál Neytendur Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði heilbrigðisráðuneytisins sem kveðinn var upp í gær, en málið snýr að afhendingu sjúkraskrár í desember 2021. Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir farið verði eftir niðurstöðu úrskurðar ráðuneytisins. Kærandinn vildi meina að gjaldtaka vegna afhendingar á sjúkraskrá ætti sér ekki stoð í lögum og gengi í berhögg við ákvæði laga um sjúkraskár. Í þeim lögum væri kveðið á um almennan rétt sjúklinga til afrits af sjúkraskrám sínum en í lögunum væri hvergi kveðið á um gjaldtöku. Heilsugæslan vísaði hins vegar til þess að innheimta gjaldsins byggi á ákvæði reglugerðar um greiðsluþátttöku sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu. Snýr að sjúkraskrá, ekki læknisvottorði Fram kemur í niðurstöðukafla úrskurðarins segir að við málsins verði að líta til þeirrar meginreglu að gjald verði ekki innheimt fyrir þjónustu stjórnvalda nema heimild sé til gjaldtökunnar í lögum. „Ljóst er að lög um sjúkraskrár veita sjúklingi eða umboðsmanni hans rétt á að fá afrit af sjúkraskrá afhenta í heild eða hluta. Í lögunum er engin heimild til stjórnvalda til að innheimta gjald af sjúklingi í tengslum við beiðni um afhendingu á sjúkraskrá,“ segir í úrskurðinum. Þó að heimild sé til gjaldtöku vegna útgáfu læknisvottorða á heilsugæslu er bent á að beiðni mannsins hafi einungis lotið að afhendingu á sjúkraskrá en ekki læknisvottorði. „Þótt skilja megi orðalag 9. tölul. 2. mgr. 14. gr. reglugerðarinnar á þann veg að heimilt sé að taka gjald fyrir vinnu við yfirferð á sjúkraskrá fyrir afhendingu, án þess að vinnan sé í tengslum við útgáfu læknisvottorðs, verður að horfa til þess að engin heimild er til slíkrar gjaldtöku í lögum um sjúkraskrár,“ segir í úrskurðinum. Gjaldtakan ógild Ennfremur segir að þannig liggi ekki fyrir með skýrum hætti vilji löggjafans til að krefja sjúklinga um sérstakt gjald vegna vinnu við yfirferð á sjúkraskrá fyrir afhendingu. „Með vísan til þeirra meginreglna sem raktar hafa verið um lagastoð fyrir gjaldtöku vegna þjónustu sem stjórnvöld veita er það mat ráðuneytisins að sjúklingar verði ekki krafðir um gjald vegna afhendingar á sjúkraskrá ef vinnan lýtur ekki að útgáfu læknisvottorðs skv. 14. gr. reglugerðar nr. 1551/2022. Á þetta við jafnvel þó svo afhendingin hafi í för með sér vinnu læknis við yfirferð á sjúkraskrá fyrir afhendingu, svo sem til að gæta að 2. mgr. 14. gr. laga um sjúkraskrár,“ segir í úrskurðinum. Gjaldataka Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna afhendingar á sjúkraskrá er ógilt og leggur heilbrigðisráðuneytið fyrir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að endurgreiða kæranda útlagðan kostnað vegna afhendingar á sjúkraskrá. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir í samtali við fréttastofu að Heilsugæslan muni að sjálfsögðu endurgreiða gjaldið til kæranda. „Við munum fara eftir úrskurðinum og við sjáum fyrir okkur að þessi niðurstaða muni svo flýta fyrir því ferli að afhenda fólki sjúkraskrár,“ segir Sigríður Dóra.
Heilsugæsla Heilbrigðismál Neytendur Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira