Félagstengsl og einmanaleiki – hver er staðan? Ingrid Kuhlman skrifar 7. nóvember 2023 07:01 Á hverjum degi heilsa milljarðar manna um allan heim nágrönnum sínum og samstarfsmönnum, senda vinum skilaboð á samfélagsmiðlum og deila hugsunum sínum og tilfinningum með fjölskyldumeðlimum. Þessi félaglegu tengsl gegna mikilvægu hlutverki í að auka lífsgæði okkar, veita tilfinningalegan stuðning, stuðla að góðri líkamlegri og andlegri heilsu, efla persónulegan þroska og byggja upp sterk samfélög. Að fjárfesta tíma og fyrirhöfn í að viðhalda og mynda félagsleg tengsl er á margan hátt grundvöllur tilveru okkar. Einmanaleiki og félagsleg einangrun geta tekið andlegan og líkamlegan toll og hafa verið tengd við langvarandi heilsufarsvandamál eins og háþrýsting, sykursýki, heilabilun, hjarta- og æðasjúkdóma, þunglyndi og kvíða. Öll ofangreind atriði tengjast aukinni hættu á ótímabæru andláti. Með tímanum getur einmanaleiki auk þess skert félagslega færni, sem gerir einstaklingum erfiðara fyrir að mynda og viðhalda tengslum. Á hinn bóginn geta jákvæð félagsleg tengsl eflt félagslega vellíðan og verndað okkur gegn margvíslegum heilsufarsáhættum. Fólk með sterk félagsleg tengsl lifir yfirleitt lengur og upplifir meiri hamingju. Þegar við stöndum frammi fyrir áskorunum er gott að geta treyst á félagslegan stuðning, hvort sem um er að ræða vini, fjölskyldumeðlimi eða samstarfsmenn. Yfirgripsmikil rannsókn á félagstengslum og einmanaleika Í sameiginlegri rannsókn Meta og Gallup í Bandaríkjunum, The Global State of Social Connections, eru tekin saman gögn frá 142 löndum. Um það bil 1000 einstaklingar 15 ára og eldri tóku þátt í hverju landi fyrir sig en í þremur löndum, þ.á.m. á Íslandi, Jamaíku og Púertó Ríkó, var eintakið 500 þátttakendur. Rannsóknin, sem er sú fyrsta sinnar tegundar, sýnir hnattrænt landslag félagslegra tengsla og einmanaleika. Stutt samantekt á niðurstöðunum Þegar niðurstöðurnar eru skoðaðar kemur í ljós að: Flestum (72%) finnst þeir vera „mjög“ eða „nokkuð“ tengdir öðrum á meðan 6% finnst þeir ekki tengdir öðru fólki „yfirleitt“. Næstum fjórðungur jarðarbúa (24%) finnst þeir „mjög“ eða „nokkuð“ einmana á meðan 49% segjast alls ekki einmana. Svipað hlutfall karla (73%) og kvenna (72%) greinir frá því að þeir séu mjög eða frekar tengdir öðrum á meðan 24% karla og kvenna segjast mjög eða frekar einmana. Hafa ber þó í huga að í nokkrum löndum er töluverður kynjamunur í upplifun á félagstengslum og einmanaleika. Fólk á aldrinum 19-29 ára segist meira einmana (27%) en fólk 65 og eldra (17%). Þó að tíðni einmanaleika sé lág hjá eldri aldurshópnum er um að ræða 135 milljónir fullorðinna 65 ára og eldri um allan heim. Hlutfall þessa hóps á bara eftir að vaxa á næstu árum. Sameinuðu þjóðirnar spá því að árið 2050 verði einstaklingar 65 ára og eldri um 1,5 milljarður. Fólk um allan heiminn segist eiga í samskiptum við margs konar þjóðfélagshópa, eins og t.d. vini, fjölskyldu, samstarfsmenn, nágranna, fólk sem deilir sömu áhugamálum eða skoðunum og ókunnuga. Samskipti a.m.k. einu sinni á dag við vini eða fjölskyldu sem býr nálægt eru tíðust á heimsvísu eða 58%. Samskipti við nágranna eru næst tíðust eða 46%. Sumir segjast vera í félagslegum tengslum en upplifa samt einmanaleika. Hver er staða Íslands? Á Íslandi segist mikill meirihluti eða 89% upplifa nokkuð mikil eða mikil félagstengsl, sem er töluvert hærra en meðaltalið á heimsvísu (72%). 10% segjast lítið tengdir öðrum og 1% segist ekki vera með nein félagstengsl, sem er með því lægsta í heiminum. Lítill munur er á milli kynjanna þegar kemur að félagstengslum. Þegar athyglin beinist að einmanaleika segjast 70% Íslendinga alls ekki einmana, sem er töluvert hærra en meðaltalið á heimsvísu (49%). 21% segjast pínulítið einmana og 9% segjast mjög eða nokkuð einmana. Lítill kynjamunur er þegar kemur að einmanaleika. Varðandi tegund félagstengsla þá segjast 81% Íslendinga eiga í samskiptum a.m.k. einu sinni á dag við vini eða fjölskylda sem býr nálægt. Í öðru sæti eru samskipti við samstarfsmenn eða samnemendur (51%) og í þriðja sæti samskipti við fólk sem deilir svipuðu áhugamáli eða skoðunum (31%). Fæstir eða 21% eiga samskipti við nágranna eða fólk sem býr nálægt þeim. Hægt er að skoða niðurstöður rannsóknarinnar og hvers land fyrir á heimasíðu Gallup í Bandaríkjunum. Niðurlag Ofangreindar rannsóknarniðurstöður geta verið gagnlegar við að þróa aðferðir til að bregðast við einmanaleika og félagslega einangrun og efla frumkvæði sem stuðlar að félagslegum tengslum. Í skýrslunni er reyndar ekki fjallað um hvaða þættir liggi til grundvallar upplifun á félagstengslum og einmanaleika né er leitað skýringa á muninum á milli landa. Að sögn Meta og Gallup bíða þær rannsóknir betri tíma. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og með MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Sjá meira
Á hverjum degi heilsa milljarðar manna um allan heim nágrönnum sínum og samstarfsmönnum, senda vinum skilaboð á samfélagsmiðlum og deila hugsunum sínum og tilfinningum með fjölskyldumeðlimum. Þessi félaglegu tengsl gegna mikilvægu hlutverki í að auka lífsgæði okkar, veita tilfinningalegan stuðning, stuðla að góðri líkamlegri og andlegri heilsu, efla persónulegan þroska og byggja upp sterk samfélög. Að fjárfesta tíma og fyrirhöfn í að viðhalda og mynda félagsleg tengsl er á margan hátt grundvöllur tilveru okkar. Einmanaleiki og félagsleg einangrun geta tekið andlegan og líkamlegan toll og hafa verið tengd við langvarandi heilsufarsvandamál eins og háþrýsting, sykursýki, heilabilun, hjarta- og æðasjúkdóma, þunglyndi og kvíða. Öll ofangreind atriði tengjast aukinni hættu á ótímabæru andláti. Með tímanum getur einmanaleiki auk þess skert félagslega færni, sem gerir einstaklingum erfiðara fyrir að mynda og viðhalda tengslum. Á hinn bóginn geta jákvæð félagsleg tengsl eflt félagslega vellíðan og verndað okkur gegn margvíslegum heilsufarsáhættum. Fólk með sterk félagsleg tengsl lifir yfirleitt lengur og upplifir meiri hamingju. Þegar við stöndum frammi fyrir áskorunum er gott að geta treyst á félagslegan stuðning, hvort sem um er að ræða vini, fjölskyldumeðlimi eða samstarfsmenn. Yfirgripsmikil rannsókn á félagstengslum og einmanaleika Í sameiginlegri rannsókn Meta og Gallup í Bandaríkjunum, The Global State of Social Connections, eru tekin saman gögn frá 142 löndum. Um það bil 1000 einstaklingar 15 ára og eldri tóku þátt í hverju landi fyrir sig en í þremur löndum, þ.á.m. á Íslandi, Jamaíku og Púertó Ríkó, var eintakið 500 þátttakendur. Rannsóknin, sem er sú fyrsta sinnar tegundar, sýnir hnattrænt landslag félagslegra tengsla og einmanaleika. Stutt samantekt á niðurstöðunum Þegar niðurstöðurnar eru skoðaðar kemur í ljós að: Flestum (72%) finnst þeir vera „mjög“ eða „nokkuð“ tengdir öðrum á meðan 6% finnst þeir ekki tengdir öðru fólki „yfirleitt“. Næstum fjórðungur jarðarbúa (24%) finnst þeir „mjög“ eða „nokkuð“ einmana á meðan 49% segjast alls ekki einmana. Svipað hlutfall karla (73%) og kvenna (72%) greinir frá því að þeir séu mjög eða frekar tengdir öðrum á meðan 24% karla og kvenna segjast mjög eða frekar einmana. Hafa ber þó í huga að í nokkrum löndum er töluverður kynjamunur í upplifun á félagstengslum og einmanaleika. Fólk á aldrinum 19-29 ára segist meira einmana (27%) en fólk 65 og eldra (17%). Þó að tíðni einmanaleika sé lág hjá eldri aldurshópnum er um að ræða 135 milljónir fullorðinna 65 ára og eldri um allan heim. Hlutfall þessa hóps á bara eftir að vaxa á næstu árum. Sameinuðu þjóðirnar spá því að árið 2050 verði einstaklingar 65 ára og eldri um 1,5 milljarður. Fólk um allan heiminn segist eiga í samskiptum við margs konar þjóðfélagshópa, eins og t.d. vini, fjölskyldu, samstarfsmenn, nágranna, fólk sem deilir sömu áhugamálum eða skoðunum og ókunnuga. Samskipti a.m.k. einu sinni á dag við vini eða fjölskyldu sem býr nálægt eru tíðust á heimsvísu eða 58%. Samskipti við nágranna eru næst tíðust eða 46%. Sumir segjast vera í félagslegum tengslum en upplifa samt einmanaleika. Hver er staða Íslands? Á Íslandi segist mikill meirihluti eða 89% upplifa nokkuð mikil eða mikil félagstengsl, sem er töluvert hærra en meðaltalið á heimsvísu (72%). 10% segjast lítið tengdir öðrum og 1% segist ekki vera með nein félagstengsl, sem er með því lægsta í heiminum. Lítill munur er á milli kynjanna þegar kemur að félagstengslum. Þegar athyglin beinist að einmanaleika segjast 70% Íslendinga alls ekki einmana, sem er töluvert hærra en meðaltalið á heimsvísu (49%). 21% segjast pínulítið einmana og 9% segjast mjög eða nokkuð einmana. Lítill kynjamunur er þegar kemur að einmanaleika. Varðandi tegund félagstengsla þá segjast 81% Íslendinga eiga í samskiptum a.m.k. einu sinni á dag við vini eða fjölskylda sem býr nálægt. Í öðru sæti eru samskipti við samstarfsmenn eða samnemendur (51%) og í þriðja sæti samskipti við fólk sem deilir svipuðu áhugamáli eða skoðunum (31%). Fæstir eða 21% eiga samskipti við nágranna eða fólk sem býr nálægt þeim. Hægt er að skoða niðurstöður rannsóknarinnar og hvers land fyrir á heimasíðu Gallup í Bandaríkjunum. Niðurlag Ofangreindar rannsóknarniðurstöður geta verið gagnlegar við að þróa aðferðir til að bregðast við einmanaleika og félagslega einangrun og efla frumkvæði sem stuðlar að félagslegum tengslum. Í skýrslunni er reyndar ekki fjallað um hvaða þættir liggi til grundvallar upplifun á félagstengslum og einmanaleika né er leitað skýringa á muninum á milli landa. Að sögn Meta og Gallup bíða þær rannsóknir betri tíma. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og með MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun