Katrín og kvennabaráttan Þórarinn Eyfjörð skrifar 2. nóvember 2023 09:30 Þann 24. október, á degi Kvennaverkfallsins, tók Stefán Eiríksson útvarpsstjóri viðtal í þættinum Segðu mér á Rás 1 við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um jafnréttismál. Katrín sagði í upphafi þáttar að hún væri femínisti og það hefði verið hluti af hennar heimi síðan hún var barn. Hún sagði að þó Ísland væri efst á lista landa í heiminum yfir kynjajafnrétti væri enn langt í land að ná fullu jafnrétti. „Við erum enn að eiga við kynbundinn launamun og kynbundið ofbeldi,“ sem hún sagði vera meinsemd á Íslandi. Stefán sagði að allir væru sammála um þau meginmarkmið að útrýma skyldi kynbundnum launamun og kynbundnu ofbeldi. Katrín efaðist um að svo væri og benti á að víða í heiminum væri komið bakslag í kvenréttindabaráttuna. Hún sagði að á Íslandi væri t.a.m. eftirstandandi í kvennabaráttunni launamunur kynjanna. Katrín setti á laggirnar nefnd sem kanna á virði starfa á vinnumarkaðnum. Sú nefnd kannar hvernig hefðbundin kvennastörf eru metin á við hin hefðbundnu karlastörf. Katrín sagði enn fremur í viðtalinu að í gegnum Félag kvenna í atvinnurekstri (FKA) væri unnið að því að jafna stöðu kynja í stjórnum fyrirtækja. Hún sagði það mikið umhugsunarefni að ekki hefði náðst jafnræði milli kynjanna í stjórnarsetu fyrirtækja. Í kvennabaráttunni er það að sjálfsögðu gott og gilt að berjast fyrir ríkari aðkomu kvenna að stjórnun fyrirtækja, en stóru verkefnin í virðismati starfa liggja ekki þar. Stærstu verkefnin liggja í að uppræta það mein sem láglaunastefnan í samfélaginu er gagnvart þeim konum sem eru á lægstu laununum. FKA er félagsskapur kvenna sem eru ekki í verkalýðsbaráttu heldur í baráttu fyrir að þær fái ríkari aðkomu að stjórnum fyrirtækja, upp til hópa konur á ágætum launum sem láglaunakvennastéttir þekkja ekki. Ég skrifaði opið bréf til forsætisráðherra og hvatti hana til að jafna launamun kynjanna í gegnum stofnanasamninga og tók undir orð hennar um að kynbundinn launamunur væri fullkomin tímaskekkja – stofnanasamningarnir væru í sjálfu sér alltaf opnir og lausir og í gegnum þá væri hægt að jafna kynbundinn launamun stórra kvennastétta, sem starfa í grunnþjónustunni og í framlínunni hjá ríkinu. Þar sagði ég ennfremur að það eina sem þarf að gera er að hefjast handa með góðu fordæmi þess launagreiðanda sem greiðir heilbrigðis- og umönnunarstéttum laun. Setja þannig nýtt viðmið og nýjan mælikvarða sem myndi varða leiðina inn í næstu kjarasamninga! Gefa gott fordæmi sem allur vinnumarkaðurinn getur síðan tekið mið af. Það er afar heppilegt í baráttunni gegn kynbundnum launamun vegna þess að Katrín ætlaði sér að laga þennan ójöfnuð. Einnig að það sé vel hægt að gera áhlaup til leiðréttingar núna og væri hægt að taka í afmörkuðum skrefum. Velferðarsamfélagið sem svo miklu skiptir fjársvelt Katrín sagði í viðtalinu við útvarpsstjóra að undirstaða framfara í heiminum væri jafnrétti kynjanna. „Það höfum við lært á Íslandi, ekki satt? Bara þegar kemur að samfélaginu, efnahagslífinu, velferðarkerfinu, ég meina, við vitum alveg hversu miklu þetta hefur skipt okkur,“ sagði Katrín. Katrín veit hver staðan í efnahagsmálum þjóðarinnar er. Verðbólgan er mikil og kaupmáttarrýrnun launafólks staðreynd en hagnaður banka og fyrirtækja ævintýralega mikill. Þrátt fyrir orð Katrínar um að jafnrétti, efnahagslegt réttlæti og velferð á Íslandi skipti þjóðina öllu máli, stendur ríkisstjórnin fyrir niðurskurði til velferðarmála. Skorin er niður fjárveiting milli ára til heilbrigðiskerfisins og stefnan er sú að einkavæða opinberar stofnanir og skera niður í styrkjakerfum sem ungt fjölskyldufólk, einstæðir foreldrar og kvennastéttir á lágum launum þurfa að reiða sig á. Það er ekki einungis aðför að velferð þjóðarinnar heldur líka lýðræðinu því sameiginlegur opinber rekstur kerfanna skiptir máli fyrir velsæld í samfélaginu. Einkavæðing í þessum kerfum hefur kennt okkur að þjónustan verður dýrari og lakari. Samkvæmt niðurstöðum Hagstofu Íslands sem komu fram í skýrslu Vörðu – rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins í maí á þessu ári áttu um 24% landsmanna erfitt með að ná endum saman og 51,5% meðal einstæðra foreldra. Hlutfall þeirra sem ekki gátu mætt 180.000 kr. óvæntum útgjöldum var 22,5% árið 2021, en var einnig mun hærra meðal einstæðra foreldra, eða 41,1%. Þá stendur ríkisstjórn Katrínar fyrir því að kvennastéttir í framlínustörfum í grunnþjónustunni missi vinnuna vegna niðurskurðar og uppsagna. Í umsögn BSRB segir um niðurskurð ríkisstjórnarinnar í frumvarpi til fjárlaga 2024: „Alls nemur niðurskurðurinn um 8 milljörðum króna í frestun framkvæmda og um 9,6 milljörðum króna í rekstrarútgjöldum sem á fyrst og fremst á að nást með uppsögnum og starfsmannaveltu. […] Í jafnréttismati frumvarpsins kemur fram að lækkun launakostnaðar ríkisins mun bitna á konum fremur en körlum enda eru þær um tveir þriðju hlutar starfsfólks ríkisins. Konur eru einnig í meiri hluta þeirra starfa sem mun fækka vegna stafvæðingar.“ „Ég á mér draum“ Katrín Jakobsdóttir sagði að hún ætti sér draum: „Draumur minn, af því að við höfum nú sagt, af því að við ætlum að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna 2030, [...] ég vona að Ísland verði komið þangað að geta sagt að við séum komið með fullt jafnrétti árið 2030. Það er minn draumur og það er hægt,“ sagði Katrín. Það hlýtur að vera kominn tími til að forsætisráðherra standi nú við stóru orðin og beiti sér fyrir því að verja kvennastörfin og hækka laun láglaunastéttanna, verja velsæld og verja velferðarsamfélagið að norrænni fyrirmynd gegn áhlaupi auðstéttarinnar. Það er stutt til ársins 2030 að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um fullt jafnrétti, og þau réttindi kvenna sem þegar hafa náðst á vinnumarkaði geta horfið á einni nóttu ef ekki er staðinn vörður um þau eins og Katrín sagði í Segðu mér. Til að láta drauma sína rætast þarf þor og vilja. Eitt er víst, að draumar rætast ekki með því að tala aðeins um þá. Það þarf að framkvæma til þess að láta sína drauma rætast. Nú er tækifæri fyrir Katrínu að láta sinn draum rætast fyrir réttlæti kvenna. Hún hefur til þess stuðning meira en 100 þúsund kvenna. Höfundur er formaður Sameykis og 1. varaformaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Eyfjörð Jafnréttismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Sjá meira
Þann 24. október, á degi Kvennaverkfallsins, tók Stefán Eiríksson útvarpsstjóri viðtal í þættinum Segðu mér á Rás 1 við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um jafnréttismál. Katrín sagði í upphafi þáttar að hún væri femínisti og það hefði verið hluti af hennar heimi síðan hún var barn. Hún sagði að þó Ísland væri efst á lista landa í heiminum yfir kynjajafnrétti væri enn langt í land að ná fullu jafnrétti. „Við erum enn að eiga við kynbundinn launamun og kynbundið ofbeldi,“ sem hún sagði vera meinsemd á Íslandi. Stefán sagði að allir væru sammála um þau meginmarkmið að útrýma skyldi kynbundnum launamun og kynbundnu ofbeldi. Katrín efaðist um að svo væri og benti á að víða í heiminum væri komið bakslag í kvenréttindabaráttuna. Hún sagði að á Íslandi væri t.a.m. eftirstandandi í kvennabaráttunni launamunur kynjanna. Katrín setti á laggirnar nefnd sem kanna á virði starfa á vinnumarkaðnum. Sú nefnd kannar hvernig hefðbundin kvennastörf eru metin á við hin hefðbundnu karlastörf. Katrín sagði enn fremur í viðtalinu að í gegnum Félag kvenna í atvinnurekstri (FKA) væri unnið að því að jafna stöðu kynja í stjórnum fyrirtækja. Hún sagði það mikið umhugsunarefni að ekki hefði náðst jafnræði milli kynjanna í stjórnarsetu fyrirtækja. Í kvennabaráttunni er það að sjálfsögðu gott og gilt að berjast fyrir ríkari aðkomu kvenna að stjórnun fyrirtækja, en stóru verkefnin í virðismati starfa liggja ekki þar. Stærstu verkefnin liggja í að uppræta það mein sem láglaunastefnan í samfélaginu er gagnvart þeim konum sem eru á lægstu laununum. FKA er félagsskapur kvenna sem eru ekki í verkalýðsbaráttu heldur í baráttu fyrir að þær fái ríkari aðkomu að stjórnum fyrirtækja, upp til hópa konur á ágætum launum sem láglaunakvennastéttir þekkja ekki. Ég skrifaði opið bréf til forsætisráðherra og hvatti hana til að jafna launamun kynjanna í gegnum stofnanasamninga og tók undir orð hennar um að kynbundinn launamunur væri fullkomin tímaskekkja – stofnanasamningarnir væru í sjálfu sér alltaf opnir og lausir og í gegnum þá væri hægt að jafna kynbundinn launamun stórra kvennastétta, sem starfa í grunnþjónustunni og í framlínunni hjá ríkinu. Þar sagði ég ennfremur að það eina sem þarf að gera er að hefjast handa með góðu fordæmi þess launagreiðanda sem greiðir heilbrigðis- og umönnunarstéttum laun. Setja þannig nýtt viðmið og nýjan mælikvarða sem myndi varða leiðina inn í næstu kjarasamninga! Gefa gott fordæmi sem allur vinnumarkaðurinn getur síðan tekið mið af. Það er afar heppilegt í baráttunni gegn kynbundnum launamun vegna þess að Katrín ætlaði sér að laga þennan ójöfnuð. Einnig að það sé vel hægt að gera áhlaup til leiðréttingar núna og væri hægt að taka í afmörkuðum skrefum. Velferðarsamfélagið sem svo miklu skiptir fjársvelt Katrín sagði í viðtalinu við útvarpsstjóra að undirstaða framfara í heiminum væri jafnrétti kynjanna. „Það höfum við lært á Íslandi, ekki satt? Bara þegar kemur að samfélaginu, efnahagslífinu, velferðarkerfinu, ég meina, við vitum alveg hversu miklu þetta hefur skipt okkur,“ sagði Katrín. Katrín veit hver staðan í efnahagsmálum þjóðarinnar er. Verðbólgan er mikil og kaupmáttarrýrnun launafólks staðreynd en hagnaður banka og fyrirtækja ævintýralega mikill. Þrátt fyrir orð Katrínar um að jafnrétti, efnahagslegt réttlæti og velferð á Íslandi skipti þjóðina öllu máli, stendur ríkisstjórnin fyrir niðurskurði til velferðarmála. Skorin er niður fjárveiting milli ára til heilbrigðiskerfisins og stefnan er sú að einkavæða opinberar stofnanir og skera niður í styrkjakerfum sem ungt fjölskyldufólk, einstæðir foreldrar og kvennastéttir á lágum launum þurfa að reiða sig á. Það er ekki einungis aðför að velferð þjóðarinnar heldur líka lýðræðinu því sameiginlegur opinber rekstur kerfanna skiptir máli fyrir velsæld í samfélaginu. Einkavæðing í þessum kerfum hefur kennt okkur að þjónustan verður dýrari og lakari. Samkvæmt niðurstöðum Hagstofu Íslands sem komu fram í skýrslu Vörðu – rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins í maí á þessu ári áttu um 24% landsmanna erfitt með að ná endum saman og 51,5% meðal einstæðra foreldra. Hlutfall þeirra sem ekki gátu mætt 180.000 kr. óvæntum útgjöldum var 22,5% árið 2021, en var einnig mun hærra meðal einstæðra foreldra, eða 41,1%. Þá stendur ríkisstjórn Katrínar fyrir því að kvennastéttir í framlínustörfum í grunnþjónustunni missi vinnuna vegna niðurskurðar og uppsagna. Í umsögn BSRB segir um niðurskurð ríkisstjórnarinnar í frumvarpi til fjárlaga 2024: „Alls nemur niðurskurðurinn um 8 milljörðum króna í frestun framkvæmda og um 9,6 milljörðum króna í rekstrarútgjöldum sem á fyrst og fremst á að nást með uppsögnum og starfsmannaveltu. […] Í jafnréttismati frumvarpsins kemur fram að lækkun launakostnaðar ríkisins mun bitna á konum fremur en körlum enda eru þær um tveir þriðju hlutar starfsfólks ríkisins. Konur eru einnig í meiri hluta þeirra starfa sem mun fækka vegna stafvæðingar.“ „Ég á mér draum“ Katrín Jakobsdóttir sagði að hún ætti sér draum: „Draumur minn, af því að við höfum nú sagt, af því að við ætlum að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna 2030, [...] ég vona að Ísland verði komið þangað að geta sagt að við séum komið með fullt jafnrétti árið 2030. Það er minn draumur og það er hægt,“ sagði Katrín. Það hlýtur að vera kominn tími til að forsætisráðherra standi nú við stóru orðin og beiti sér fyrir því að verja kvennastörfin og hækka laun láglaunastéttanna, verja velsæld og verja velferðarsamfélagið að norrænni fyrirmynd gegn áhlaupi auðstéttarinnar. Það er stutt til ársins 2030 að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um fullt jafnrétti, og þau réttindi kvenna sem þegar hafa náðst á vinnumarkaði geta horfið á einni nóttu ef ekki er staðinn vörður um þau eins og Katrín sagði í Segðu mér. Til að láta drauma sína rætast þarf þor og vilja. Eitt er víst, að draumar rætast ekki með því að tala aðeins um þá. Það þarf að framkvæma til þess að láta sína drauma rætast. Nú er tækifæri fyrir Katrínu að láta sinn draum rætast fyrir réttlæti kvenna. Hún hefur til þess stuðning meira en 100 þúsund kvenna. Höfundur er formaður Sameykis og 1. varaformaður BSRB.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar