Forstjóri HBO sakaður um skítkast á fölsuðum X-reikningi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 1. nóvember 2023 18:49 Casey Bloys forstjóri HBO á frumsýningu Game of Thrones House of the Dragon í fyrra. EPA Stjórnendur efnisveitunnar HBO eru sakaðir um að hafa á tíu mánaða tímabili svarað sjónvarpsgagnrýnendum undir fölsuðum aðgöngum á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, þegar þeim mislíkaði gagnrýni þeirra. Casey Bloys, fyrrverandi forstjóri HBO, er sagður hafa beðið meðstjóranda sinn um að svara kvikmyndagagnrýnandanum Kathryn VanArendonk inni á fölsuðum Twitter-reikningi þegar hún tístaði ummælum um þættina Perry Manson, sem eru úr smiðju HBO og fjalla um rannsóknarlögreglumann í Los Angeles-borg sem barðist í fyrri heimsstyrjöldinni. Bloys hefði mislíkað ummæli VanArendonk, sem voru eftirfarandi: „Kæra virðulega sjónvarp, vinsamlegast finndu leið til þess að miðla áföllum karla án þess að sýna endurminningar af hetjudáðum karlanna í skotgrafahernaði.“ Samkvæmt smáskilaboðum sem fréttaveitan The Rolling Stone hefur undir höndunum spurði Bloys samstarfskonu sína, Kathleen KcCaffrey, forritara hjá fyrirtækinu, hvort hún ætti falsaðan Twitter reikning. Hann sagði ummælin endurspegla óvirðingu í garð hermanna og að þeim þyrfti að svara. „Leyniher“ Bloys svaraði ummælum VanArendonk inni á fölsuðum reikningi þar sem hann sagði ummæli hennar elítísk. „Er til eitthvað stærra áfall fyrir menn og konur en að berjast í stríði? Fyrirgefðu ef þér finnist slíkt of þægilegt“. Í öðru tilfelli var nýr aðgangur búinn til, til þess að svara gagnrýni sjónvarpsgagnrýnandans Alan Sepinwall á sjónvarpsþáttunum The Nevers. Undir nafninu Kelly Shepherd sögðu þau skoðanir Sepinwall fyrirsjáanlegar og endurspegla hræðslu. Þá svöruðu þau James Poniewozik, sjónvarpsgagnrýnanda The New York Times, þegar hann birti dóm um sömu þætti, sem Kelly Shepherd. Þau sökuðu hann um að vera miðaldra hvítan karlmann sem fyrirsjáanlega væri með skítkast á sjónvarpsþætti um konur. Svör af þessu tagi eru að minnsta kosti sex talsins og voru birt á tæplega árslöngu tímabili árin 2020 til 2021 þar sem Bloyes og McCaffrey svöruðu sjónvarpsgagnrýnendum undir fölsuðum Twitter-aðgöngum. Þau kölluðu sig leyniher sem svaraði gagnrýnendum fullum hálsi, oftast með dónalegum ummælum. Samskiptin eru hluti af gögnum sem safnað var í undirbúningi fyrir mál vegna ólögmætrar uppsagnar sem fyrrverandi starfsmaður HBO hefur höfðað gegn fyrirtækinu og nokkrum fyrrverandi yfirmönnum innan þess fyrir hæstarétti Los Angeles. Starfsmaðurinn, Sully Temori, sakar yfirmenn sína hjá fyrirtækinu um áreiti og mismunun eftir að hann sagði frá geðsjúkdómsgreiningu sem hann hefði fengið. Þá sakar hann yfirmenn sína um að hafa beðið hann um að sinna verkefnum sem voru utan hans verkahrings. Þar á meðal segist hann hafa verið beðinn um að búa til falsaða Twitter-reikninga í þeim tilgangi að svara sjónvarpsgagnrýnendum. Forsvarsmenn HBO neituðu allri sök í yfirlýsingu til The Rolling Stone. Bíó og sjónvarp Hollywood Twitter Bandaríkin Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Casey Bloys, fyrrverandi forstjóri HBO, er sagður hafa beðið meðstjóranda sinn um að svara kvikmyndagagnrýnandanum Kathryn VanArendonk inni á fölsuðum Twitter-reikningi þegar hún tístaði ummælum um þættina Perry Manson, sem eru úr smiðju HBO og fjalla um rannsóknarlögreglumann í Los Angeles-borg sem barðist í fyrri heimsstyrjöldinni. Bloys hefði mislíkað ummæli VanArendonk, sem voru eftirfarandi: „Kæra virðulega sjónvarp, vinsamlegast finndu leið til þess að miðla áföllum karla án þess að sýna endurminningar af hetjudáðum karlanna í skotgrafahernaði.“ Samkvæmt smáskilaboðum sem fréttaveitan The Rolling Stone hefur undir höndunum spurði Bloys samstarfskonu sína, Kathleen KcCaffrey, forritara hjá fyrirtækinu, hvort hún ætti falsaðan Twitter reikning. Hann sagði ummælin endurspegla óvirðingu í garð hermanna og að þeim þyrfti að svara. „Leyniher“ Bloys svaraði ummælum VanArendonk inni á fölsuðum reikningi þar sem hann sagði ummæli hennar elítísk. „Er til eitthvað stærra áfall fyrir menn og konur en að berjast í stríði? Fyrirgefðu ef þér finnist slíkt of þægilegt“. Í öðru tilfelli var nýr aðgangur búinn til, til þess að svara gagnrýni sjónvarpsgagnrýnandans Alan Sepinwall á sjónvarpsþáttunum The Nevers. Undir nafninu Kelly Shepherd sögðu þau skoðanir Sepinwall fyrirsjáanlegar og endurspegla hræðslu. Þá svöruðu þau James Poniewozik, sjónvarpsgagnrýnanda The New York Times, þegar hann birti dóm um sömu þætti, sem Kelly Shepherd. Þau sökuðu hann um að vera miðaldra hvítan karlmann sem fyrirsjáanlega væri með skítkast á sjónvarpsþætti um konur. Svör af þessu tagi eru að minnsta kosti sex talsins og voru birt á tæplega árslöngu tímabili árin 2020 til 2021 þar sem Bloyes og McCaffrey svöruðu sjónvarpsgagnrýnendum undir fölsuðum Twitter-aðgöngum. Þau kölluðu sig leyniher sem svaraði gagnrýnendum fullum hálsi, oftast með dónalegum ummælum. Samskiptin eru hluti af gögnum sem safnað var í undirbúningi fyrir mál vegna ólögmætrar uppsagnar sem fyrrverandi starfsmaður HBO hefur höfðað gegn fyrirtækinu og nokkrum fyrrverandi yfirmönnum innan þess fyrir hæstarétti Los Angeles. Starfsmaðurinn, Sully Temori, sakar yfirmenn sína hjá fyrirtækinu um áreiti og mismunun eftir að hann sagði frá geðsjúkdómsgreiningu sem hann hefði fengið. Þá sakar hann yfirmenn sína um að hafa beðið hann um að sinna verkefnum sem voru utan hans verkahrings. Þar á meðal segist hann hafa verið beðinn um að búa til falsaða Twitter-reikninga í þeim tilgangi að svara sjónvarpsgagnrýnendum. Forsvarsmenn HBO neituðu allri sök í yfirlýsingu til The Rolling Stone.
Bíó og sjónvarp Hollywood Twitter Bandaríkin Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira