Hjólin éti upp árangurinn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. nóvember 2023 07:00 Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu. vísir/Arnar Samhliða fjölgun rafhlaupahjólaslysa fjarlægjast Íslendingar markmið um fækkun umferðarslysa. Samfélagslegur kostnaður af umferðarslysum er talinn nema um fjörutíu milljörðum á ári. Samsetning hópsins sem slasast alvarlega í umferðinni hefur tekið miklum breytingum frá árinu 2020 þegar rafhlaupahjól fóru fyrst að mælast í slysatölum. Líkt og fjallað var um í Kompás voru þau í fyrra fjörutíu og níu af tvö hundruð og fjórum slysum, eða fjórðungur. Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðslumála hjá Samgöngustofu, segir þetta hreina viðbót við hópinn sem áður slasaðist. Þau sem noti hjólin virðist helst hafa verið gangandi eða hjólandi áður. Íslendingar séu nú langt frá því að ná markmiðum sínum um fækkun umferðarslysa. „Við erum að tala um að fækka látnum og alvarlega slösuðum um fimm prósent á ári frá því að markmiðin voru sett. Í fyrra hefðum við dansað á markmiðinu með eitt hundrað og fimmtíu alvarlega slasaða en í staðinn vorum við með rúmlega tvö hundruð og þessir fimmtíu sem bætast þarna við eru rafhlaupahjólin,“ segir Gunnar. Markmið stjórnvalda taka mið af vaxandi umferð en með setningu þeirra er fyrst og fremst ætlunin að tryggja að allir komist heilir heim. Samfélagslegur kostnaður við umferðarslys er þó einnig metinn á um fjörutíu miljarða króna á ári og mikið er því í húfi. vísir/Kompás „Þetta skilur á milli þess að við séum að ná okkar markmiðum eða að við séum í svolítið vondum málum hvað markmiðin varðar. Við erum búin að ná árangri víðast hvar annars staðar í umferðinni en þessi hjól eru svolítið að éta upp þann árangur ef svo má segja,“ segir Gunnar og bætir við að bregðast þurfi við á einhvern hátt. „Við náum ekki árangri í umferðaröryggismálum nema að ná þessum slysum niður. Það bara liggur ljóst fyrir.“ Hann bindur vonir við frumvarp sem til stendur að leggja fram í vetur. Þar eru rafhlaupahjólin skilgreind sem smáfarartæki og lögreglu veittar auknar heimildir til þess að stoppa fólk á hjólunum, mæla ölvun og sekta eftir atvikum. Þá er einnig lagt til þrettán ára aldurstakmark, sem hefur mætt nokkurri andstöðu ef marka má umsagnir við frumvarpið. „En ég hef áhyggjur af því að ef þetta frumvarp breytist til dæmis of mikið, eða nær ekki í gegn, að þá hef ég áhyggjur af því að þetta bara vaxi og aukist og verði stærri baggi á samfélagið.“ Kompás Samgönguslys Samgöngur Rafhlaupahjól Umferðaröryggi Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Samsetning hópsins sem slasast alvarlega í umferðinni hefur tekið miklum breytingum frá árinu 2020 þegar rafhlaupahjól fóru fyrst að mælast í slysatölum. Líkt og fjallað var um í Kompás voru þau í fyrra fjörutíu og níu af tvö hundruð og fjórum slysum, eða fjórðungur. Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðslumála hjá Samgöngustofu, segir þetta hreina viðbót við hópinn sem áður slasaðist. Þau sem noti hjólin virðist helst hafa verið gangandi eða hjólandi áður. Íslendingar séu nú langt frá því að ná markmiðum sínum um fækkun umferðarslysa. „Við erum að tala um að fækka látnum og alvarlega slösuðum um fimm prósent á ári frá því að markmiðin voru sett. Í fyrra hefðum við dansað á markmiðinu með eitt hundrað og fimmtíu alvarlega slasaða en í staðinn vorum við með rúmlega tvö hundruð og þessir fimmtíu sem bætast þarna við eru rafhlaupahjólin,“ segir Gunnar. Markmið stjórnvalda taka mið af vaxandi umferð en með setningu þeirra er fyrst og fremst ætlunin að tryggja að allir komist heilir heim. Samfélagslegur kostnaður við umferðarslys er þó einnig metinn á um fjörutíu miljarða króna á ári og mikið er því í húfi. vísir/Kompás „Þetta skilur á milli þess að við séum að ná okkar markmiðum eða að við séum í svolítið vondum málum hvað markmiðin varðar. Við erum búin að ná árangri víðast hvar annars staðar í umferðinni en þessi hjól eru svolítið að éta upp þann árangur ef svo má segja,“ segir Gunnar og bætir við að bregðast þurfi við á einhvern hátt. „Við náum ekki árangri í umferðaröryggismálum nema að ná þessum slysum niður. Það bara liggur ljóst fyrir.“ Hann bindur vonir við frumvarp sem til stendur að leggja fram í vetur. Þar eru rafhlaupahjólin skilgreind sem smáfarartæki og lögreglu veittar auknar heimildir til þess að stoppa fólk á hjólunum, mæla ölvun og sekta eftir atvikum. Þá er einnig lagt til þrettán ára aldurstakmark, sem hefur mætt nokkurri andstöðu ef marka má umsagnir við frumvarpið. „En ég hef áhyggjur af því að ef þetta frumvarp breytist til dæmis of mikið, eða nær ekki í gegn, að þá hef ég áhyggjur af því að þetta bara vaxi og aukist og verði stærri baggi á samfélagið.“
Kompás Samgönguslys Samgöngur Rafhlaupahjól Umferðaröryggi Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira