„Ég var ekkert á svakalega góðum stað andlega á þessum tíma“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 1. nóvember 2023 09:02 Óttar Magnús Karlsson hefur spilað fóbolta í sex löndum á síðustu tíu árum. Hann segir ýmislegt hafa gengið á á þeim tíma. Vísir/Einar Atvinnumaðurinn Óttar Magnús Karlsson þurfti þegar hann var nítján ára að spila með Molde í Noregi að fara heim til Íslands til að leita sér aðstoðar vegna þunglyndis. Hann segir margt geta komið upp á þegar ungt fólk er að reyna að fóta sig í íþróttaheiminum í útlöndum. Þá sé oft litið á það sem veikleika hjá íþróttafólki að ræða andleg veikindi. Sjálfur hefði hann haft gagn af því á sínum tíma að geta speglað sig í einhverjum atvinnumanni sem hefði lent í svipuðum erfiðleikum. Óttar hefur í um áratug spilað fótbolta víða um heim. „Síðastliðin tíu ár er ég búinn að vera á svolitlu flakki spilandi fótbolta í þessum löndum. Ísland, Holland, Noregur, Svíþjóð, Bandaríkin og Ítalía, Sex lönd. Það er í rauninni búin að vera mín atvinna og mitt líf.“ Óttar byrjaði ungur að spila fótbolta með Víkingi og dreymi fljótlega um að verða atvinnumaður. Hann var aðeins sextán ára þegar draumurinn um að spila fótbolta í útlöndum varð að veruleika. Óttar ræddi upplifun sína af því að fara ungur út í atvinnumennsku í þættinum Hliðarlínunni sem sýndur er á Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Klippa: Óttar Magnús um andleg veikindi Hægt er að sjá hluta úr þættinum Hliðarlínunni hér fyrir ofan en áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2 Sport geta séð hann í heild á Stöð 2+. Flutti sextán ára til Hollands „Fyrst fór ég út bara sumarið eftir gagnfræðaskóla sextán ára. Þá fór ég til Hollands til Ajax í Amsterdam. Þá flutti ég inn til fjölskyldu sem að bjó í húsi í Amsterdam nálægt æfingasvæðinu.“ Hann segir tímann í Hollandi hafa verið lærdómsríkan en fátt hafi komist að annað en fótboltinn. „Það var eiginlega bara viðvera allan daginn á æfingasvæðinu. Æfingar og kennslustofur á æfingasvæðinu. Það var ekki tími fyrir mikið annað heldur en fótboltann og fyrst hollenskunám svo var ég í fjarnámi sjálfur í menntaskóla.“ Á sama tíma og hann var í Hollandi voru flestir vinir hans að byrja í menntaskóla og kynnast nýjum vinum þar. „Maður reyndi að kynnast einhverjum strákum í liðinu en maður þarf held ég að vera heppinn að finna alvöru raunverulega vináttu og ef maður stendur sig betur eða er í liðinu fram yfir einhvern þá vill hann ekkert endilega vera vinur manns.“ Veran í Noregi tók á Óttar kom aftur heim til Íslands og spilaði með Víkingi árið 2016 og var valinn efnilegasti leikmaður Pepsi deildar karla í knattspyrnu það árið. Það ár var hann svo seldur til Molde í Noregi en þá var hann nítján ára gamall. Dvölin þar reyndist honum erfiðari en hann átti von á. „Þegar ég var í Noregi í Molde þá var ég svona frekar þungur andlega og svona bara svolítið flatur einhvern veginn. Ég sagði þjálfaranum frá því og fékk í framhaldinu að fá að fara til Íslands, ég man ekki hvað það var lengi, tvo þrjá mánuði. Til að reyna að láta mér líða betur og bara brosa aftur. Ég var ekkert á svakalega góðum stað andlega á þessum tíma.“ Óttar Magnús samdi við Molde í Noregi þegar hann var 19 ára gamall. Hann segir það hafa tekið tíma að líða betur. „Ég þurfti alveg að vinna í því og það tók sinn toll. Var í mjög reglulegum tímum og ég man að það lagaðist ekkert um leið.“ Óttar fór svo aftur til Noregs þegar hún fór að líða betur. Hann segir margt mögulega hafa spilað inn í að honum leið svona illa á sínum tíma. „Þegar maður ekki í náðinni hjá þjálfaranum eða maður upplifir sig eins og maður sé ekki að ná öllu sem að býr innra með manni út úr sér og sýna það. “ Þá sé líka erfitt þegar fótboltinn sé í raun allt sem sjálfsmyndin byggir á. „Svo kannski eru þetta einhverjar stærri hugsanir um að maður eigi að vera á einhverjum stað og manni líður eins og maður sé að valda sjálfum sér vonbrigðum út af því að maður er ekki kominn á þann stað. Svo getur þetta líka hafa verið einvera eða einmanaleiki eða ekki nógu mikill félagsskapur. Ég var líka að læra að búa einn og það voru alveg allskonar hlutir sem maður var að læra á. “ Þannig þurfi íþróttafólk oft að takast á við margar erfiðar tilfinningar. „Ef þú ert að upplifa kannski vonbrigði eða höfnunartilfinningu ef þú ert ekki í liðinu eða fær ekki að fara inn á í einhverjum leik svo kannski fer það með þér inn í næsta dag. Þú ert kannski einn heima. Það er frídagur og þú ert nýkominn á nýjan stað og þú hittir engan af vinum. Þá kannski er þetta einhver svona hringekja sem er erfitt að brjóta sér leið út úr. Klárlega eru mikið af tilfinningum sem að eru erfiðar að díla við.“ Mikilvægt fyrir ungt fólk að heyra hina hliðina Aðspurður hvort að Óttar upplifi að sem veikleika að ræða andleg veikindi segir hann svo vera. „Já, örugglega. Það er örugglega það djúpt inni í samfélaginu og mér um leið að það sem að er hrósað eða hampað tengt íþróttum er allt yfirleitt einhver afrek eða einhver stendur sig vel kannski eða eitthvað svoleiðis. Þannig það er kannski ekki glansmynd af því þegar fólk er að tala um erfiðleika andlega. Það hefði kannski verið auðveldara í mómentinu að spegla sig í kannski einhverjum sem að hefur náð langt og hefur þar að auki rætt um einhverja erfiðleika.“ Óttar hefur spilað með mörgum liðum þar á meðal Venezia á Ítalíu Sjálfur ráðleggur hann ungu íþróttafólki sem býðst að fara til útlanda að spila að skoða vel hvað sé verið að bjóða því. „Ef það er einhver einstaklingur í þeim sporum að vera á leiðinni út í atvinnumennsku þá er hann vel metinn í liðinu sína hérna á Íslandi myndi ég halda. Þá kannski að reyna að fara í stærð á liði eða klúbbi þannig að þú sért vel metinn og að það sé eitthvað plan fyrir þig. Ég hef örugglega brennt mig á því smá þegar ég fór til Hollands að stökkva bara á en það er erfitt að segja nei við Ajax í Hollandi allavega á þeim tíma og ég hefði örugglega ekki sagt nei í dag heldur.“ Sérstakt Pallborð verður klukkan 14:00 hér á Vísi í dag þar sem íþróttir barna og ungmenna verða ræddar. Hliðarlínan Börn og uppeldi Íþróttir barna Fótbolti Tengdar fréttir Börn ekki tilbúin til að spila með meistaraflokkum Engar reglur gilda hjá ÍSÍ um hvenær börn mega spila með meistaraflokkum íþróttafélaga en allt niður í ellefu ára börn hafa spilað með meistaraflokkum. Íþróttafræðingur segir þetta varhugavert 31. október 2023 15:29 „Við það að deyja því að maður ætlaði að halda sér í formi“ Stúlka sem var í níu mánuði í meðferð á spítala vegna átröskunar segir sorglegt að hugsa til þess að hún hafi verið í lífshættu af því hún var að reyna að halda sér í formi fyrir fótboltann. Átröskunartilfellum hjá börnum fjölgaði í kórónuveirufaraldrinum. 25. október 2023 07:31 Vill breyta lyfjalögum svo börn geti ekki keypt lyf Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra vill sjá breytingar á lyfjalögum þannig að börn geti ekki lengur keypt lyf. 23. október 2023 22:00 „Ég brýt á mér átta fingur af tíu“ Kona sem tók verkjalyf daglega þegar hún var barn til að geta stundað fimleika fékk magasár af verkjalyfjanotkun. Ekkert kemur í veg fyrir að börn geti sjálf keypt sér verkjalyf í apótekum. 17. október 2023 08:00 „Örugglega í hverri viku sem að við sjáum íþróttaslys“ Tannlæknar sjá slys í hverri viku á tönnum barna út frá íþróttaiðkun. Stundum getur skaðinn orðið varanlegur og haft töluverðan kostnað í för með sér. 10. október 2023 23:00 „Það þurfti að halda á mér út af vellinum“ Um sjötíu krossbandaaðgerðir voru gerðar á börnum og ungmennum hér á landi á síðasta ári. Bæklunarlæknir segir óhugnanlegt hversu algengt það sé að börn slasist við íþróttaiðkun. 10. október 2023 08:01 Veist að ungum dómurum: Þrettán ára dómari sagður til skammar fyrir félagið Þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. 3. október 2023 08:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Þá sé oft litið á það sem veikleika hjá íþróttafólki að ræða andleg veikindi. Sjálfur hefði hann haft gagn af því á sínum tíma að geta speglað sig í einhverjum atvinnumanni sem hefði lent í svipuðum erfiðleikum. Óttar hefur í um áratug spilað fótbolta víða um heim. „Síðastliðin tíu ár er ég búinn að vera á svolitlu flakki spilandi fótbolta í þessum löndum. Ísland, Holland, Noregur, Svíþjóð, Bandaríkin og Ítalía, Sex lönd. Það er í rauninni búin að vera mín atvinna og mitt líf.“ Óttar byrjaði ungur að spila fótbolta með Víkingi og dreymi fljótlega um að verða atvinnumaður. Hann var aðeins sextán ára þegar draumurinn um að spila fótbolta í útlöndum varð að veruleika. Óttar ræddi upplifun sína af því að fara ungur út í atvinnumennsku í þættinum Hliðarlínunni sem sýndur er á Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Klippa: Óttar Magnús um andleg veikindi Hægt er að sjá hluta úr þættinum Hliðarlínunni hér fyrir ofan en áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2 Sport geta séð hann í heild á Stöð 2+. Flutti sextán ára til Hollands „Fyrst fór ég út bara sumarið eftir gagnfræðaskóla sextán ára. Þá fór ég til Hollands til Ajax í Amsterdam. Þá flutti ég inn til fjölskyldu sem að bjó í húsi í Amsterdam nálægt æfingasvæðinu.“ Hann segir tímann í Hollandi hafa verið lærdómsríkan en fátt hafi komist að annað en fótboltinn. „Það var eiginlega bara viðvera allan daginn á æfingasvæðinu. Æfingar og kennslustofur á æfingasvæðinu. Það var ekki tími fyrir mikið annað heldur en fótboltann og fyrst hollenskunám svo var ég í fjarnámi sjálfur í menntaskóla.“ Á sama tíma og hann var í Hollandi voru flestir vinir hans að byrja í menntaskóla og kynnast nýjum vinum þar. „Maður reyndi að kynnast einhverjum strákum í liðinu en maður þarf held ég að vera heppinn að finna alvöru raunverulega vináttu og ef maður stendur sig betur eða er í liðinu fram yfir einhvern þá vill hann ekkert endilega vera vinur manns.“ Veran í Noregi tók á Óttar kom aftur heim til Íslands og spilaði með Víkingi árið 2016 og var valinn efnilegasti leikmaður Pepsi deildar karla í knattspyrnu það árið. Það ár var hann svo seldur til Molde í Noregi en þá var hann nítján ára gamall. Dvölin þar reyndist honum erfiðari en hann átti von á. „Þegar ég var í Noregi í Molde þá var ég svona frekar þungur andlega og svona bara svolítið flatur einhvern veginn. Ég sagði þjálfaranum frá því og fékk í framhaldinu að fá að fara til Íslands, ég man ekki hvað það var lengi, tvo þrjá mánuði. Til að reyna að láta mér líða betur og bara brosa aftur. Ég var ekkert á svakalega góðum stað andlega á þessum tíma.“ Óttar Magnús samdi við Molde í Noregi þegar hann var 19 ára gamall. Hann segir það hafa tekið tíma að líða betur. „Ég þurfti alveg að vinna í því og það tók sinn toll. Var í mjög reglulegum tímum og ég man að það lagaðist ekkert um leið.“ Óttar fór svo aftur til Noregs þegar hún fór að líða betur. Hann segir margt mögulega hafa spilað inn í að honum leið svona illa á sínum tíma. „Þegar maður ekki í náðinni hjá þjálfaranum eða maður upplifir sig eins og maður sé ekki að ná öllu sem að býr innra með manni út úr sér og sýna það. “ Þá sé líka erfitt þegar fótboltinn sé í raun allt sem sjálfsmyndin byggir á. „Svo kannski eru þetta einhverjar stærri hugsanir um að maður eigi að vera á einhverjum stað og manni líður eins og maður sé að valda sjálfum sér vonbrigðum út af því að maður er ekki kominn á þann stað. Svo getur þetta líka hafa verið einvera eða einmanaleiki eða ekki nógu mikill félagsskapur. Ég var líka að læra að búa einn og það voru alveg allskonar hlutir sem maður var að læra á. “ Þannig þurfi íþróttafólk oft að takast á við margar erfiðar tilfinningar. „Ef þú ert að upplifa kannski vonbrigði eða höfnunartilfinningu ef þú ert ekki í liðinu eða fær ekki að fara inn á í einhverjum leik svo kannski fer það með þér inn í næsta dag. Þú ert kannski einn heima. Það er frídagur og þú ert nýkominn á nýjan stað og þú hittir engan af vinum. Þá kannski er þetta einhver svona hringekja sem er erfitt að brjóta sér leið út úr. Klárlega eru mikið af tilfinningum sem að eru erfiðar að díla við.“ Mikilvægt fyrir ungt fólk að heyra hina hliðina Aðspurður hvort að Óttar upplifi að sem veikleika að ræða andleg veikindi segir hann svo vera. „Já, örugglega. Það er örugglega það djúpt inni í samfélaginu og mér um leið að það sem að er hrósað eða hampað tengt íþróttum er allt yfirleitt einhver afrek eða einhver stendur sig vel kannski eða eitthvað svoleiðis. Þannig það er kannski ekki glansmynd af því þegar fólk er að tala um erfiðleika andlega. Það hefði kannski verið auðveldara í mómentinu að spegla sig í kannski einhverjum sem að hefur náð langt og hefur þar að auki rætt um einhverja erfiðleika.“ Óttar hefur spilað með mörgum liðum þar á meðal Venezia á Ítalíu Sjálfur ráðleggur hann ungu íþróttafólki sem býðst að fara til útlanda að spila að skoða vel hvað sé verið að bjóða því. „Ef það er einhver einstaklingur í þeim sporum að vera á leiðinni út í atvinnumennsku þá er hann vel metinn í liðinu sína hérna á Íslandi myndi ég halda. Þá kannski að reyna að fara í stærð á liði eða klúbbi þannig að þú sért vel metinn og að það sé eitthvað plan fyrir þig. Ég hef örugglega brennt mig á því smá þegar ég fór til Hollands að stökkva bara á en það er erfitt að segja nei við Ajax í Hollandi allavega á þeim tíma og ég hefði örugglega ekki sagt nei í dag heldur.“ Sérstakt Pallborð verður klukkan 14:00 hér á Vísi í dag þar sem íþróttir barna og ungmenna verða ræddar.
Hliðarlínan Börn og uppeldi Íþróttir barna Fótbolti Tengdar fréttir Börn ekki tilbúin til að spila með meistaraflokkum Engar reglur gilda hjá ÍSÍ um hvenær börn mega spila með meistaraflokkum íþróttafélaga en allt niður í ellefu ára börn hafa spilað með meistaraflokkum. Íþróttafræðingur segir þetta varhugavert 31. október 2023 15:29 „Við það að deyja því að maður ætlaði að halda sér í formi“ Stúlka sem var í níu mánuði í meðferð á spítala vegna átröskunar segir sorglegt að hugsa til þess að hún hafi verið í lífshættu af því hún var að reyna að halda sér í formi fyrir fótboltann. Átröskunartilfellum hjá börnum fjölgaði í kórónuveirufaraldrinum. 25. október 2023 07:31 Vill breyta lyfjalögum svo börn geti ekki keypt lyf Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra vill sjá breytingar á lyfjalögum þannig að börn geti ekki lengur keypt lyf. 23. október 2023 22:00 „Ég brýt á mér átta fingur af tíu“ Kona sem tók verkjalyf daglega þegar hún var barn til að geta stundað fimleika fékk magasár af verkjalyfjanotkun. Ekkert kemur í veg fyrir að börn geti sjálf keypt sér verkjalyf í apótekum. 17. október 2023 08:00 „Örugglega í hverri viku sem að við sjáum íþróttaslys“ Tannlæknar sjá slys í hverri viku á tönnum barna út frá íþróttaiðkun. Stundum getur skaðinn orðið varanlegur og haft töluverðan kostnað í för með sér. 10. október 2023 23:00 „Það þurfti að halda á mér út af vellinum“ Um sjötíu krossbandaaðgerðir voru gerðar á börnum og ungmennum hér á landi á síðasta ári. Bæklunarlæknir segir óhugnanlegt hversu algengt það sé að börn slasist við íþróttaiðkun. 10. október 2023 08:01 Veist að ungum dómurum: Þrettán ára dómari sagður til skammar fyrir félagið Þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. 3. október 2023 08:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Börn ekki tilbúin til að spila með meistaraflokkum Engar reglur gilda hjá ÍSÍ um hvenær börn mega spila með meistaraflokkum íþróttafélaga en allt niður í ellefu ára börn hafa spilað með meistaraflokkum. Íþróttafræðingur segir þetta varhugavert 31. október 2023 15:29
„Við það að deyja því að maður ætlaði að halda sér í formi“ Stúlka sem var í níu mánuði í meðferð á spítala vegna átröskunar segir sorglegt að hugsa til þess að hún hafi verið í lífshættu af því hún var að reyna að halda sér í formi fyrir fótboltann. Átröskunartilfellum hjá börnum fjölgaði í kórónuveirufaraldrinum. 25. október 2023 07:31
Vill breyta lyfjalögum svo börn geti ekki keypt lyf Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra vill sjá breytingar á lyfjalögum þannig að börn geti ekki lengur keypt lyf. 23. október 2023 22:00
„Ég brýt á mér átta fingur af tíu“ Kona sem tók verkjalyf daglega þegar hún var barn til að geta stundað fimleika fékk magasár af verkjalyfjanotkun. Ekkert kemur í veg fyrir að börn geti sjálf keypt sér verkjalyf í apótekum. 17. október 2023 08:00
„Örugglega í hverri viku sem að við sjáum íþróttaslys“ Tannlæknar sjá slys í hverri viku á tönnum barna út frá íþróttaiðkun. Stundum getur skaðinn orðið varanlegur og haft töluverðan kostnað í för með sér. 10. október 2023 23:00
„Það þurfti að halda á mér út af vellinum“ Um sjötíu krossbandaaðgerðir voru gerðar á börnum og ungmennum hér á landi á síðasta ári. Bæklunarlæknir segir óhugnanlegt hversu algengt það sé að börn slasist við íþróttaiðkun. 10. október 2023 08:01
Veist að ungum dómurum: Þrettán ára dómari sagður til skammar fyrir félagið Þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. 3. október 2023 08:00