Fundu beinflís úr höfuðkúpu Shani Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2023 11:32 Shani Louk var 22 ára gömul. Instagram Móðir ungrar konu sem talið var að væri gísl Hamas-samtakanna hefur verið tilkynnt af yfirvöldum í Ísrael að hún sé látin. Talið var að Shani Louk væri ein af gíslum Hamas á Gasaströndinni en beinflís úr höfuðkúpu hennar hefur fundist. Móðir Shani staðfesti í gær að dóttir hennar væri látin. Shani var 22 ára gömul með bæði ísraelskt og þýskt ríkisfang og var einn af hundruðum gesta Supernova tónlistarhátíðarinnar sem haldin var skammt frá Gasaströndinni þann 7. október. Vígamenn Hamas-samtakanna umkringdu hátíðarsvæðið og myrtu þar minnst 260 manns, auk þess sem margir gíslar voru teknir. Beinflísin sem fannst er hluti af neðri hluta höfuðkúpunnar. Myndefni sem birt var á samfélagsmiðlum eftir árásina sýndi menn á pallbíl aka um Gasaströndina með fáklædda Shani á pallinum og vegfarendur fagna. Ekki er ljóst hvort hún er látin á þeim tímapunkti sem myndefnið var tekið eða meðvitundarlaus en sjá má blóð á hnakka hennar. Líki Shani var ekið um Gasaströndina eftir árásirnar 7. október. Ricarda Louk, móðir Shani, hefur áður sagt að hún hafi talið að dóttir sín hafi verið á lífi þegar myndbandið var tekið. Samkvæmt DW sagðist fjölskylda Shani hafa heimildir fyrir því að hún hefði verið flutt á sjúkrahús á Gasaströndinni til aðhlynningar. Nú segist Ricarda þeirrar skoðunar að dóttir sín hafi verið skotin á tónlistarhátíðinni og lík hennar hafi verið flutt til Gasastrandarinnar. „Í það minnsta þjáðist hún ekki,“ sagði Ricarda í viðtali við þýskan miðil og sagði hún gott að vita til þess. Lík Shani hefur ekki fundist og ekki liggur fyrir hvar beinbrotið fannst, samkvæmt frétt BBC. Yitzchak Herzog, forseti Ísrael, sagði í viðtali við þýska miðilinn Bild í gær að vígamenn Hamas hefðu skorið höfuðið af Shani en það hefur ekki verið staðfest. Að minnsta kosti 1.400 manns dóu í árásum Hamas þann 7. október, og þar af lang flestir óbreyttir borgarar, Samkvæmt BBC hefur gengið erfiðlega að bera kennsl á mörg lík vegna þess hve illa þau eru farin. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir „Nú er tíminn fyrir stríð“ Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur hafnað áköllum eftir vopnahléi á Gasa og segir frelsun eins af gíslunum sem Hamas tóku 7. október síðastliðinn sem sönnun þess að hægt sé að uppræta Hamas og endurheimta þá sem voru teknir. 31. október 2023 06:33 Vilja öryggissveitir á vegum Sameinuðu þjóðanna á Gasa Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa kallað eftir því að Sameinuðu þjóðirnar sendi öryggissveitir til Gasa til að vernda almenna borgara. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stjórnað er af Hamas, segja 8.306 látna í árásum Ísraelshers. 30. október 2023 12:19 Ísraelar hafi farið yfir línuna Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs skýtur föstum skotum á Ísraela og segir þá hafa gengið of langt. Hann kveðst átta sig á sjálfsvarnarrétti ríkja en telur aðgerðir ekki samræmast meðalhófi. Ísraelar vísa ummælunum á bug. 29. október 2023 19:01 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Shani var 22 ára gömul með bæði ísraelskt og þýskt ríkisfang og var einn af hundruðum gesta Supernova tónlistarhátíðarinnar sem haldin var skammt frá Gasaströndinni þann 7. október. Vígamenn Hamas-samtakanna umkringdu hátíðarsvæðið og myrtu þar minnst 260 manns, auk þess sem margir gíslar voru teknir. Beinflísin sem fannst er hluti af neðri hluta höfuðkúpunnar. Myndefni sem birt var á samfélagsmiðlum eftir árásina sýndi menn á pallbíl aka um Gasaströndina með fáklædda Shani á pallinum og vegfarendur fagna. Ekki er ljóst hvort hún er látin á þeim tímapunkti sem myndefnið var tekið eða meðvitundarlaus en sjá má blóð á hnakka hennar. Líki Shani var ekið um Gasaströndina eftir árásirnar 7. október. Ricarda Louk, móðir Shani, hefur áður sagt að hún hafi talið að dóttir sín hafi verið á lífi þegar myndbandið var tekið. Samkvæmt DW sagðist fjölskylda Shani hafa heimildir fyrir því að hún hefði verið flutt á sjúkrahús á Gasaströndinni til aðhlynningar. Nú segist Ricarda þeirrar skoðunar að dóttir sín hafi verið skotin á tónlistarhátíðinni og lík hennar hafi verið flutt til Gasastrandarinnar. „Í það minnsta þjáðist hún ekki,“ sagði Ricarda í viðtali við þýskan miðil og sagði hún gott að vita til þess. Lík Shani hefur ekki fundist og ekki liggur fyrir hvar beinbrotið fannst, samkvæmt frétt BBC. Yitzchak Herzog, forseti Ísrael, sagði í viðtali við þýska miðilinn Bild í gær að vígamenn Hamas hefðu skorið höfuðið af Shani en það hefur ekki verið staðfest. Að minnsta kosti 1.400 manns dóu í árásum Hamas þann 7. október, og þar af lang flestir óbreyttir borgarar, Samkvæmt BBC hefur gengið erfiðlega að bera kennsl á mörg lík vegna þess hve illa þau eru farin.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir „Nú er tíminn fyrir stríð“ Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur hafnað áköllum eftir vopnahléi á Gasa og segir frelsun eins af gíslunum sem Hamas tóku 7. október síðastliðinn sem sönnun þess að hægt sé að uppræta Hamas og endurheimta þá sem voru teknir. 31. október 2023 06:33 Vilja öryggissveitir á vegum Sameinuðu þjóðanna á Gasa Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa kallað eftir því að Sameinuðu þjóðirnar sendi öryggissveitir til Gasa til að vernda almenna borgara. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stjórnað er af Hamas, segja 8.306 látna í árásum Ísraelshers. 30. október 2023 12:19 Ísraelar hafi farið yfir línuna Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs skýtur föstum skotum á Ísraela og segir þá hafa gengið of langt. Hann kveðst átta sig á sjálfsvarnarrétti ríkja en telur aðgerðir ekki samræmast meðalhófi. Ísraelar vísa ummælunum á bug. 29. október 2023 19:01 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
„Nú er tíminn fyrir stríð“ Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur hafnað áköllum eftir vopnahléi á Gasa og segir frelsun eins af gíslunum sem Hamas tóku 7. október síðastliðinn sem sönnun þess að hægt sé að uppræta Hamas og endurheimta þá sem voru teknir. 31. október 2023 06:33
Vilja öryggissveitir á vegum Sameinuðu þjóðanna á Gasa Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa kallað eftir því að Sameinuðu þjóðirnar sendi öryggissveitir til Gasa til að vernda almenna borgara. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stjórnað er af Hamas, segja 8.306 látna í árásum Ísraelshers. 30. október 2023 12:19
Ísraelar hafi farið yfir línuna Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs skýtur föstum skotum á Ísraela og segir þá hafa gengið of langt. Hann kveðst átta sig á sjálfsvarnarrétti ríkja en telur aðgerðir ekki samræmast meðalhófi. Ísraelar vísa ummælunum á bug. 29. október 2023 19:01